Já, til hvers? Sigursteinn Másson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Sú ranghugmynd að iðnaðarveiðar á hval séu hluti arfleiðar og sögu þjóðarinnar hefur með áróðri stjórnvalda orðið að fullvissu margra þótt ekki eigi við nokkur rök að styðjast. Þegar hvalveiðar við Ísland voru bannaðar með öllu í fimmtán ár árið 1913 varð Ísland eitt fyrst ríkja heims til að taka slíka ákvörðun. Iðnaðarveiðar íslenskra aðila hófust ekki fyrr en 1948 með tilkomu Hvals hf. Það er því afar hæpið að halda því fram að veiðarnar séu söguleg hefð þrátt fyrir nokkrar misheppnaðar tilraunir bænda á Vestfjörðum til iðnaðarveiða upp úr aldamótunum 1900. Eitt fyrirtæki, faðir og sonur, skapar vart þjóðarhefð. Meira virði lifandi en dauður En af hverju ekki að nýta hvalina eins og önnur dýr? Skoðum það í samhengi. Um 250.000 varppör æðarfugls eru í landinu, langstærsti andastofn landsins, og því í veiðanlegu magni. Litlar sveiflur hafa verið á stofnstærð og haustveiðar kæmu sennilega ekki niður á dúntekju en þótt fuglinn sé veiddur í Skandinavíu má ekki á það það heyra minnst á Íslandi. Það er vegna þess að hann er af flestum talinn meira virði lifandi en dauður en líka vegna tilfinningasjónarmiða. Eða er það annað en tilfinningar sem aftrar Íslendingum frá því að skjóta heiðlóu, spóa og skógarþresti? Og hvað er þá rangt við það að fólk um allan heim hafi tilfinningar gagnvart stærstu spendýrum jarðar? Þar fyrir utan er hvalaskoðun arðbær atvinnugrein sem skilar Íslandi umtalsverðum tekjum á meðan stórfellt tap er á hvalveiðum. Hvalurinn er því fyrir víst mun meira virði lifandi en dauður. Nú er svo komið að engin leið virðist fyrir Kristján Loftsson að flytja langreyðakjötið sjóleiðina til Japan þar sem eini markaðurinn er fyrir það. Það er ekki aðeins vegna þess að hvalkjötið var að hluta ranglega skráð sem fiskur í síðustu sendingu til Rotterdam og Hamborgar heldur vegna þess að engin höfn, hvorki í Evrópu né í Bandaríkjunum, hefur áhuga á að umskipa því og skipafélög vilja ekki flytja það. Hve lengi ætla menn að berja höfðinu við steininn í anda Bjarts í Sumarhúsum? Já, til hvers hvalveiðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sú ranghugmynd að iðnaðarveiðar á hval séu hluti arfleiðar og sögu þjóðarinnar hefur með áróðri stjórnvalda orðið að fullvissu margra þótt ekki eigi við nokkur rök að styðjast. Þegar hvalveiðar við Ísland voru bannaðar með öllu í fimmtán ár árið 1913 varð Ísland eitt fyrst ríkja heims til að taka slíka ákvörðun. Iðnaðarveiðar íslenskra aðila hófust ekki fyrr en 1948 með tilkomu Hvals hf. Það er því afar hæpið að halda því fram að veiðarnar séu söguleg hefð þrátt fyrir nokkrar misheppnaðar tilraunir bænda á Vestfjörðum til iðnaðarveiða upp úr aldamótunum 1900. Eitt fyrirtæki, faðir og sonur, skapar vart þjóðarhefð. Meira virði lifandi en dauður En af hverju ekki að nýta hvalina eins og önnur dýr? Skoðum það í samhengi. Um 250.000 varppör æðarfugls eru í landinu, langstærsti andastofn landsins, og því í veiðanlegu magni. Litlar sveiflur hafa verið á stofnstærð og haustveiðar kæmu sennilega ekki niður á dúntekju en þótt fuglinn sé veiddur í Skandinavíu má ekki á það það heyra minnst á Íslandi. Það er vegna þess að hann er af flestum talinn meira virði lifandi en dauður en líka vegna tilfinningasjónarmiða. Eða er það annað en tilfinningar sem aftrar Íslendingum frá því að skjóta heiðlóu, spóa og skógarþresti? Og hvað er þá rangt við það að fólk um allan heim hafi tilfinningar gagnvart stærstu spendýrum jarðar? Þar fyrir utan er hvalaskoðun arðbær atvinnugrein sem skilar Íslandi umtalsverðum tekjum á meðan stórfellt tap er á hvalveiðum. Hvalurinn er því fyrir víst mun meira virði lifandi en dauður. Nú er svo komið að engin leið virðist fyrir Kristján Loftsson að flytja langreyðakjötið sjóleiðina til Japan þar sem eini markaðurinn er fyrir það. Það er ekki aðeins vegna þess að hvalkjötið var að hluta ranglega skráð sem fiskur í síðustu sendingu til Rotterdam og Hamborgar heldur vegna þess að engin höfn, hvorki í Evrópu né í Bandaríkjunum, hefur áhuga á að umskipa því og skipafélög vilja ekki flytja það. Hve lengi ætla menn að berja höfðinu við steininn í anda Bjarts í Sumarhúsum? Já, til hvers hvalveiðar?
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar