Hlutdrægni Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 24. júlí 2013 07:00 Að undanförnu hefur María Lilja Þrastardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað hverja fréttina á fætur annarri um veitingahúsin Vip Club og Crystal. Blaðamaðurinn er harður femínisti og talskona Druslugöngunnar, sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að lífsskoðanir blaðamannsins virðast þvælast fyrir henni í vinnunni með þeim afleiðingum að blaðamanninum er ómögulegt að nálgast viðfangsefnið af hlutlægni. Af fréttum Fréttablaðsins er ljóst að allir viðmælendur blaðamannsins hafa verið valdir af kostgæfni og þess vandlega gætt að skoðanir þeirra falli að skoðunum blaðamannsins á málinu. Hafi viðmælandinn ekki kveðið nægilega fast að orði þá virðist blaðamaðurinn heldur ekki víla það fyrir sér að færa orð hans í stílinn eða hafa eitthvað eftir viðmælandanum sem viðkomandi kannast síðar ekki við að hafa sagt. Rangt haft eftir Í Fréttablaðinu, 19. júlí sl, hafði blaðamaðurinn tiltekin orð eftir framkvæmdastýru vændisathvarfsins sem framkvæmdastýran neitaði síðar að hafa viðhaft, sbr. bréf lögmanns framkvæmdastýrunnar, dags. 22. júlí sl., til greinarhöfundar, þar sem lögmaðurinn segir að umbjóðandi hans hafi aldrei fullyrt í samtali við blaðamanninn að vændisstarfsemi eða mansal væri stundað á umræddum kampavínsklúbbum og að ummælin séu ekki rétt höfð eftir umbjóðanda hans. Í Fréttablaðinu, 23. júlí sl., birtist síðan enn ein fréttin eftir blaðamanninn. Fyrirsögn fréttarinnar var „Formaður borgarráðs dregur starfsleyfi í efa“ og undirfyrirsögn „Formaður borgarráðs segir að klúbbarnir sem um ræðir hafi ekki leyfi fyrir starfseminni sem þeir reki“. Í fréttinni er síðan vitnað beint í Dag B. Eggertssonar, formann borgarráðs, sem upplýsti að klúbbarnir hafi sótt um hefðbundið vínveitingaleyfi enda séu engin sérstök vínveitingaleyfi gefin út lengur, þ.e. leyfi fyrir annarri starfsemi en barrekstri. Hvergi í fréttinni er haft eftir formanni borgarráðs að hann dragi starfsleyfi framangreindra staða í efa. Hvað þá heldur að veitingahúsin sem um ræðir hafi ekki tilskilin rekstrarleyfi. Fyrirsögn og undirfyrirsögn fréttarinnar sem blaðamaðurinn lætur líta út fyrir að séu hafðar beint eftir formanni borgarráðs virðast því ekki frá honum komnar. Það er einlæg von mín að blaðamaðurinn hætti að láta eigin lífsskoðanir byrgja sér sýn í starfi sínu sem blaðamaður. Lesendur Fréttablaðsins eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur María Lilja Þrastardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað hverja fréttina á fætur annarri um veitingahúsin Vip Club og Crystal. Blaðamaðurinn er harður femínisti og talskona Druslugöngunnar, sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að lífsskoðanir blaðamannsins virðast þvælast fyrir henni í vinnunni með þeim afleiðingum að blaðamanninum er ómögulegt að nálgast viðfangsefnið af hlutlægni. Af fréttum Fréttablaðsins er ljóst að allir viðmælendur blaðamannsins hafa verið valdir af kostgæfni og þess vandlega gætt að skoðanir þeirra falli að skoðunum blaðamannsins á málinu. Hafi viðmælandinn ekki kveðið nægilega fast að orði þá virðist blaðamaðurinn heldur ekki víla það fyrir sér að færa orð hans í stílinn eða hafa eitthvað eftir viðmælandanum sem viðkomandi kannast síðar ekki við að hafa sagt. Rangt haft eftir Í Fréttablaðinu, 19. júlí sl, hafði blaðamaðurinn tiltekin orð eftir framkvæmdastýru vændisathvarfsins sem framkvæmdastýran neitaði síðar að hafa viðhaft, sbr. bréf lögmanns framkvæmdastýrunnar, dags. 22. júlí sl., til greinarhöfundar, þar sem lögmaðurinn segir að umbjóðandi hans hafi aldrei fullyrt í samtali við blaðamanninn að vændisstarfsemi eða mansal væri stundað á umræddum kampavínsklúbbum og að ummælin séu ekki rétt höfð eftir umbjóðanda hans. Í Fréttablaðinu, 23. júlí sl., birtist síðan enn ein fréttin eftir blaðamanninn. Fyrirsögn fréttarinnar var „Formaður borgarráðs dregur starfsleyfi í efa“ og undirfyrirsögn „Formaður borgarráðs segir að klúbbarnir sem um ræðir hafi ekki leyfi fyrir starfseminni sem þeir reki“. Í fréttinni er síðan vitnað beint í Dag B. Eggertssonar, formann borgarráðs, sem upplýsti að klúbbarnir hafi sótt um hefðbundið vínveitingaleyfi enda séu engin sérstök vínveitingaleyfi gefin út lengur, þ.e. leyfi fyrir annarri starfsemi en barrekstri. Hvergi í fréttinni er haft eftir formanni borgarráðs að hann dragi starfsleyfi framangreindra staða í efa. Hvað þá heldur að veitingahúsin sem um ræðir hafi ekki tilskilin rekstrarleyfi. Fyrirsögn og undirfyrirsögn fréttarinnar sem blaðamaðurinn lætur líta út fyrir að séu hafðar beint eftir formanni borgarráðs virðast því ekki frá honum komnar. Það er einlæg von mín að blaðamaðurinn hætti að láta eigin lífsskoðanir byrgja sér sýn í starfi sínu sem blaðamaður. Lesendur Fréttablaðsins eiga það skilið.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun