Nauðgun er svo hrikalega fyndin Jóhanna Ýr Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2013 07:00 Hva? Þetta er bara grín! Þetta fá margir að heyra þegar þeir segja að þeim finnist nauðgunarbrandarar ekkert fyndnir (þ.e. þessir fáu sem þora að segja það upphátt). Hvernig er þetta fyndið? Hvað við þessa gjörð, frá byrjun glæpsins til enda hans, er fyndið? Er það þegar einhver eltir einstaklinginn og bíður eftir að ná færi, eins og rándýr? Er það fyndið? Eða er það þegar fórnarlambinu er náð, því er hent einhvers staðar niður, haldið gegn vilja sínum, og það er byrjað að rífa utan af því fötin? Er það á þeim tímapunkti sem ég á að hlæja að frásögninni? Eða er það þegar einhver treður einhverju inn í líkama annars einstaklings – gegn vilja hans – og brýtur á honum, sem við eigum að hlæja? Eða er það þegar fórnarlambinu er hótað, sagt að halda kjafti, „þú vilt þetta innst inni“, sem húmorinn birtist? Getur einhver útskýrt fyrir okkur hinum, þessum „húmorslausu“, hvenær við nákvæmlega eigum að hlæja?Þolendum finnst brandararnir slappir Það eru góðar líkur á því að þú þekkir einstakling sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Kannski veistu það, kannski ekki. Kynferðisofbeldi er svo svimandi algengara en flestir gera sér grein fyrir. Ég þekki því miður nokkra einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þeim finnst svona brandarar svolítið slappir. Þessir einstaklingar upplifðu ýmis einkenni áfallastreituröskunar í kjölfarið, eiga oft erfitt með að treysta annarri manneskju aftur, eru hræddir við einveru (eða hóp af fólki), fá martraðir, eiga jafnvel erfitt með að njóta kynlífs. Þú veist, af því þetta er svo hrikalega fyndið, manstu? Vandamálið við nauðgunarbrandara er m.a. þetta. Nauðgarar sem heyra þig segja slíkan brandara eða bara sjá þig hlæja að honum, gætu litið á það sem þitt samþykki: „Sko, þetta er allt í lagi, þau bara þora ekki að viðurkenna það.“ Næst þegar þú segir nauðgunarbrandara, eða hlærð að honum, þarftu þá ekki að vera alveg viss um að enginn, enginn, í kringum þig hugsi sem svo að þú sért að samþykkja þennan glæp? Þá hugsar þú auðvitað með þér: „Hva, ég þekki enga nauðgara!“ En veistu það fyrir víst? Það er ekkert fyndið við nauðgun. Við vitum það öll. Verum óhrædd við að segja það upphátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Hva? Þetta er bara grín! Þetta fá margir að heyra þegar þeir segja að þeim finnist nauðgunarbrandarar ekkert fyndnir (þ.e. þessir fáu sem þora að segja það upphátt). Hvernig er þetta fyndið? Hvað við þessa gjörð, frá byrjun glæpsins til enda hans, er fyndið? Er það þegar einhver eltir einstaklinginn og bíður eftir að ná færi, eins og rándýr? Er það fyndið? Eða er það þegar fórnarlambinu er náð, því er hent einhvers staðar niður, haldið gegn vilja sínum, og það er byrjað að rífa utan af því fötin? Er það á þeim tímapunkti sem ég á að hlæja að frásögninni? Eða er það þegar einhver treður einhverju inn í líkama annars einstaklings – gegn vilja hans – og brýtur á honum, sem við eigum að hlæja? Eða er það þegar fórnarlambinu er hótað, sagt að halda kjafti, „þú vilt þetta innst inni“, sem húmorinn birtist? Getur einhver útskýrt fyrir okkur hinum, þessum „húmorslausu“, hvenær við nákvæmlega eigum að hlæja?Þolendum finnst brandararnir slappir Það eru góðar líkur á því að þú þekkir einstakling sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Kannski veistu það, kannski ekki. Kynferðisofbeldi er svo svimandi algengara en flestir gera sér grein fyrir. Ég þekki því miður nokkra einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þeim finnst svona brandarar svolítið slappir. Þessir einstaklingar upplifðu ýmis einkenni áfallastreituröskunar í kjölfarið, eiga oft erfitt með að treysta annarri manneskju aftur, eru hræddir við einveru (eða hóp af fólki), fá martraðir, eiga jafnvel erfitt með að njóta kynlífs. Þú veist, af því þetta er svo hrikalega fyndið, manstu? Vandamálið við nauðgunarbrandara er m.a. þetta. Nauðgarar sem heyra þig segja slíkan brandara eða bara sjá þig hlæja að honum, gætu litið á það sem þitt samþykki: „Sko, þetta er allt í lagi, þau bara þora ekki að viðurkenna það.“ Næst þegar þú segir nauðgunarbrandara, eða hlærð að honum, þarftu þá ekki að vera alveg viss um að enginn, enginn, í kringum þig hugsi sem svo að þú sért að samþykkja þennan glæp? Þá hugsar þú auðvitað með þér: „Hva, ég þekki enga nauðgara!“ En veistu það fyrir víst? Það er ekkert fyndið við nauðgun. Við vitum það öll. Verum óhrædd við að segja það upphátt.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar