Leigja svefnpoka og tjöld til útlendinga Sara McMahon skrifar 19. júlí 2013 10:00 Óskar Bjarni Skarphéðinsson og Vaidas Valentukevicius reka Gangleri Outfitters. Þar er hægt að kaupa eða leigja útivistarbúnað. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Það var þannig að við höfum báðir, og þá sérstaklega Vaidas, fengið útlendinga í heimsókn sem ætluðu sér út á land en voru of illa útbúnir fyrir slíkar ferðir. Útivistarbúnaður er dýr í kaupum og þá kemur svona leiga sér vel,” segir Óskar Bjarni Skarphéðinsson sem rekur verslunina Gangleri Outfitters á Hverfisgötu ásamt Vaidas Valentukevicius. Í versluninni er hægt að kaupa eða leigja útivistarbúnað á borð við gps-tæki, tjöld, bakpoka, pottasett og gönguskó svo fátt eitt sé nefnt. Óskar Bjarni og Vaidas kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir þremur árum og varð vel til vina vegna sameiginlegs áhuga þeirra á útivist. Gangleri Outfitters opnaði þann 17. júní og hannaði Vaidas allar innréttingar verslunarinnar. „Við gerðum allt sjálfir til að spara pening. Við söfnuðum til dæmis rekavið til að smíða innréttinguna og það kom svo vel út að það er eins og við höfum spanderað í innanhúsarkitekt,“ segir Óskar Bjarni og hlær. Aðspurðir segja þeir félagar að flestir sem til þeirra koma séu vel undirbúnir fyrir ferðalög um Ísland en viðurkenna að það sé misjafn sauður í mörgu fé. „Það var einn sem ætlaði að ganga Laugaveginn með ferðatösku. Önnur fór í göngu skammt frá Mýrdalsjökli í háum hælum. En flestir mæta vel búnir og þurfa kannski bara að kaupa prímus.“ Óskar segir viðskiptin hafa farið ágætlega af stað þótt rigningarveðrið hafi vissulega haft nokkur áhrif þar á. „Það er töluvert meira að gera hjá okkur þegar veðurspáin er góð. Fólk er ekki mikið fyrir að plana útilegur þegar rigningu er spáð. Í vetur ætlum við svo að bæta við úrvalið hjá okkur. Þá ætti fólk að geta leigt ísaxir, hjálma og hlýrri svefnpoka.“ Gangleri Outfitters er opin alla daga vikunnar og skipta þeir Óskar og Vaidas vöktunum á milli sín. „Enn sem komið er eru allar líkur á því að annar okkar, eða við báðir, sé í vinnunni. Besta leiðin til að komast pottþétt ekkert út í íslenska náttúru er að opna útivistarverslun um hásumar,“ segir Óskar að lokum. Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Það var þannig að við höfum báðir, og þá sérstaklega Vaidas, fengið útlendinga í heimsókn sem ætluðu sér út á land en voru of illa útbúnir fyrir slíkar ferðir. Útivistarbúnaður er dýr í kaupum og þá kemur svona leiga sér vel,” segir Óskar Bjarni Skarphéðinsson sem rekur verslunina Gangleri Outfitters á Hverfisgötu ásamt Vaidas Valentukevicius. Í versluninni er hægt að kaupa eða leigja útivistarbúnað á borð við gps-tæki, tjöld, bakpoka, pottasett og gönguskó svo fátt eitt sé nefnt. Óskar Bjarni og Vaidas kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir þremur árum og varð vel til vina vegna sameiginlegs áhuga þeirra á útivist. Gangleri Outfitters opnaði þann 17. júní og hannaði Vaidas allar innréttingar verslunarinnar. „Við gerðum allt sjálfir til að spara pening. Við söfnuðum til dæmis rekavið til að smíða innréttinguna og það kom svo vel út að það er eins og við höfum spanderað í innanhúsarkitekt,“ segir Óskar Bjarni og hlær. Aðspurðir segja þeir félagar að flestir sem til þeirra koma séu vel undirbúnir fyrir ferðalög um Ísland en viðurkenna að það sé misjafn sauður í mörgu fé. „Það var einn sem ætlaði að ganga Laugaveginn með ferðatösku. Önnur fór í göngu skammt frá Mýrdalsjökli í háum hælum. En flestir mæta vel búnir og þurfa kannski bara að kaupa prímus.“ Óskar segir viðskiptin hafa farið ágætlega af stað þótt rigningarveðrið hafi vissulega haft nokkur áhrif þar á. „Það er töluvert meira að gera hjá okkur þegar veðurspáin er góð. Fólk er ekki mikið fyrir að plana útilegur þegar rigningu er spáð. Í vetur ætlum við svo að bæta við úrvalið hjá okkur. Þá ætti fólk að geta leigt ísaxir, hjálma og hlýrri svefnpoka.“ Gangleri Outfitters er opin alla daga vikunnar og skipta þeir Óskar og Vaidas vöktunum á milli sín. „Enn sem komið er eru allar líkur á því að annar okkar, eða við báðir, sé í vinnunni. Besta leiðin til að komast pottþétt ekkert út í íslenska náttúru er að opna útivistarverslun um hásumar,“ segir Óskar að lokum.
Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira