Helgi mættur á slysstað Guðmundur Árnason skrifar 11. júlí 2013 06:00 Helgi Magnússon (framkvæmdastjóri) skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið laugardaginn 8. júní þar sem hann finnur fráfarandi ríkisstjórn allt til foráttu. Tónninn er strax sleginn með því að draga þá ályktun að jákvæðar umsagnir erlendra matsaðila á endurreisn íslensks efnahags á síðasta kjörtímabili séu marklausar vegna þess að stjórnin fékk slæma útkomu í alþingiskosningunum í apríl – sem verður að teljast mögnuð röksemdafærsla. Helgi lætur ekki þar við sitja og kvartar sáran undan því að hafa þurft að láta mistök fráfarandi stjórnar yfir sig ganga og er sannfærður um að sagan muni fara hörðum höndum um það vonda fólk sem tók við stjórn landsins eftir hrun – og sem nú reyni að falsa söguna til að fegra eigin ímynd. Þar á eftir fylgir herhvöt til nýrra stjórnvalda um að „taka til óspilltra málanna hratt og markvisst“, sem vekur óneitanlega hugrenningatengsl við ekki svo löngu liðna atburði. Eftir því sem á líður færist Helgi í aukana og minnir þar um margt á krummana á Hrafnaþingi ÍNN sem jafnan magnast upp í aðdáun hver á annars skoðun eftir því sem á þingið líður. „Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum“. Þar höfum við það. Hér er öllu snúið á hvolf því Helgi virðist engan greinarmun gera á „slysinu“ og „björgunarleiðangrinum“ vegna slyssins. Því næst er komið að merkilegri upptalningu; lítill hagvöxtur, mikið atvinnuleysi, litlar fjárfestingar, skattpíning, landflótti og illdeilur. Að ógleymdri þeirri ósvífni að láta sér detta í hug að ætla að rukka sjávarútveginn fyrir aðgang að auðlindinni eða að ætlast til að stóriðjan greiði markaðsverð fyrir raforkuna.Sleginn blindu? En getur verið að Helgi sé sleginn blindu vegna andúðar sinnar á fráfarandi stjórn? Lítum á nokkrar fyrirsagnir í Fréttablaðinu og hjá Greiningu Íslandsbanka í apríl og maí: Kaupmáttur eykst; Verðbólga hjaðnar; Krónan styrkist; Dregur úr atvinnuleysi; Staða jafnréttismála hvergi betri í heiminum en á Íslandi; Kaupmáttur hefur tekið við sér; OECD telur að aðhald peningastefnunnar og bætt staða krónunnar leiði áfram til lægri verðbólgu og minna atvinnuleysis; Afkoma ríkissjóðs betri en áætlað var; Jákvæð þróun utanríkisviðskipta, óvenju hagstæð byrjun á árinu hvað viðskiptajöfnuð varðar; Könnun Capacent sýnir mikla ferðagleði, ekki verið fleiri Íslendingar á faraldsfæti frá því fyrir hrun; Stórkostlegur árangur í markaðssetningu landsins sem ferðamannastaðar allt árið; Ísland friðsælasta land í heimi. Nýleg tveggja vikna rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var á sömu lund. Í ljósi þess sem á undan fer er ákallið um sáttastjórnmál í loka greinar Helga, sem greinilega er beint til núverandi stjórnarandstöðu, nánast súrrealískt því hvergi vottar fyrir sátt eða sanngirni í hans málflutningi. Vitað er að stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili vann kerfisbundið að því að eyðileggja öll mál þáverandi stjórnar, jafnvel mál sem þjóðin hafði lýst stuðningi sínum við í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki mikill sáttahugur á ferðinni þar. Reynum að komast upp úr sandkassanum. Engin ríkisstjórn eru alvond eða algóð. Látum því stjórnvöld á hverjum tíma nóta sannmælis. Það væri skref í átt að bættri stjórnmálamenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Helgi Magnússon (framkvæmdastjóri) skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið laugardaginn 8. júní þar sem hann finnur fráfarandi ríkisstjórn allt til foráttu. Tónninn er strax sleginn með því að draga þá ályktun að jákvæðar umsagnir erlendra matsaðila á endurreisn íslensks efnahags á síðasta kjörtímabili séu marklausar vegna þess að stjórnin fékk slæma útkomu í alþingiskosningunum í apríl – sem verður að teljast mögnuð röksemdafærsla. Helgi lætur ekki þar við sitja og kvartar sáran undan því að hafa þurft að láta mistök fráfarandi stjórnar yfir sig ganga og er sannfærður um að sagan muni fara hörðum höndum um það vonda fólk sem tók við stjórn landsins eftir hrun – og sem nú reyni að falsa söguna til að fegra eigin ímynd. Þar á eftir fylgir herhvöt til nýrra stjórnvalda um að „taka til óspilltra málanna hratt og markvisst“, sem vekur óneitanlega hugrenningatengsl við ekki svo löngu liðna atburði. Eftir því sem á líður færist Helgi í aukana og minnir þar um margt á krummana á Hrafnaþingi ÍNN sem jafnan magnast upp í aðdáun hver á annars skoðun eftir því sem á þingið líður. „Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum“. Þar höfum við það. Hér er öllu snúið á hvolf því Helgi virðist engan greinarmun gera á „slysinu“ og „björgunarleiðangrinum“ vegna slyssins. Því næst er komið að merkilegri upptalningu; lítill hagvöxtur, mikið atvinnuleysi, litlar fjárfestingar, skattpíning, landflótti og illdeilur. Að ógleymdri þeirri ósvífni að láta sér detta í hug að ætla að rukka sjávarútveginn fyrir aðgang að auðlindinni eða að ætlast til að stóriðjan greiði markaðsverð fyrir raforkuna.Sleginn blindu? En getur verið að Helgi sé sleginn blindu vegna andúðar sinnar á fráfarandi stjórn? Lítum á nokkrar fyrirsagnir í Fréttablaðinu og hjá Greiningu Íslandsbanka í apríl og maí: Kaupmáttur eykst; Verðbólga hjaðnar; Krónan styrkist; Dregur úr atvinnuleysi; Staða jafnréttismála hvergi betri í heiminum en á Íslandi; Kaupmáttur hefur tekið við sér; OECD telur að aðhald peningastefnunnar og bætt staða krónunnar leiði áfram til lægri verðbólgu og minna atvinnuleysis; Afkoma ríkissjóðs betri en áætlað var; Jákvæð þróun utanríkisviðskipta, óvenju hagstæð byrjun á árinu hvað viðskiptajöfnuð varðar; Könnun Capacent sýnir mikla ferðagleði, ekki verið fleiri Íslendingar á faraldsfæti frá því fyrir hrun; Stórkostlegur árangur í markaðssetningu landsins sem ferðamannastaðar allt árið; Ísland friðsælasta land í heimi. Nýleg tveggja vikna rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var á sömu lund. Í ljósi þess sem á undan fer er ákallið um sáttastjórnmál í loka greinar Helga, sem greinilega er beint til núverandi stjórnarandstöðu, nánast súrrealískt því hvergi vottar fyrir sátt eða sanngirni í hans málflutningi. Vitað er að stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili vann kerfisbundið að því að eyðileggja öll mál þáverandi stjórnar, jafnvel mál sem þjóðin hafði lýst stuðningi sínum við í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki mikill sáttahugur á ferðinni þar. Reynum að komast upp úr sandkassanum. Engin ríkisstjórn eru alvond eða algóð. Látum því stjórnvöld á hverjum tíma nóta sannmælis. Það væri skref í átt að bættri stjórnmálamenningu.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun