Loforð og efndir Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 3. júlí 2013 07:30 Það var skýrt kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninga til Alþingis í vor að það yrði forgangsmál að afnema skerðingar sem urðu á greiðslum til lífeyrisþega almannatrygginga í júlí 2009. Enda kemur fram í ályktun flokksþings Framsóknar: „Í málefnum aldraðra er eftirfarandi brýnasta viðfangsefnið: Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja sem tók gildi 1. júlí 2009 verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímum.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í febrúar sl. um velferðarmál. Þar kemur m.a. fram að: „Sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, verði tafarlaust afturkölluð.“ Vakin skal sérstök athygli á orðunum „forgangsmál“, „brýnasta“ og „tafarlaust“. Þau lýsa mjög ákveðnum vilja.Lítum á hvaða skerðingar talað er um: Varðar elli- og örorkulífeyrisþega:Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% (gildir út árið 2013).Lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri í fyrsta sinn í sögunni. Þegar grunnlífeyrir fellur út missir fólk réttindi sem honum fylgja, s.s. niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði og sjúkra-, iðju- og talþjálfun auk uppbótar vegna reksturs bifreiða fyrir hreyfihamlaða. Frítekjumark fjármagnstekna var hækkað úr 90.000 í 98.680 en á sama tíma var því breytt að fjármagnstekjur vega 100% til skerðingar í stað 50% áður. Varðar ellilífeyrisþega:Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar lækkaði í 480.000 kr. á ári. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar varð 10.000 kr. á mánuði. Varðar örorkulífeyrisþega: n Aldurstengd örorkuuppbót skertist vegna tekna.Efndirnar Nú hafa þessir tveir flokkar myndað ríkisstjórn undir forsæti Framsóknar og hafa lífeyrisþegar beðið með eftirvæntingu eftir efndum kosningaloforðanna. Þeir hafa nú þegar beðið í fjögur ár eftir afnámi skerðinganna sem áttu að vera tímabundið úrræði vegna efnahagskreppunnar. Hvað gerist? Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, leggur nú á sumarþingi fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar sem felur einungis í sér afnám tveggja skerðinga af sex. Lífeyrissjóðsgreiðslur skerða ekki lengur grunnlífeyri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega er hækkað verulega.Bilið breikkar Þeir lífeyrisþegar bera mest úr býtum sem hæstar hafa tekjur fyrir. Bilið breikkar milli þeirra sem hafa mest og þeirra sem hafa minnst. Breytingin kemur sér best fyrir ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Meirihluti örorkulífeyrisþega fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði og nema hæstu greiðslur til þeirra sem hafa lífeyrissjóðstekjur um 80 þúsund krónum á mánuði. Ekki er í frumvarpinu minnst á hvenær eigi að afnema þær skerðingar sem enn eru í gildi og ekki er eitt orð um hækkun lífeyris vegna þeirrar miklu kjaraskerðingar sem lífeyrisþegum var gert að taka á sig vegna kreppunnar.Gífurleg kjararýrnun Frá janúar 2009 til janúar 2013 hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn gríðarlegur. Brýnasta hagsmunamál öryrkja er því veruleg hækkun bóta almannatrygginga. Það skal tekið fram að full ástæða er til að fagna afnámi þeirra skerðinga sem frumvarpið kveður á um en öryrkjar höfðu ástæðu til að búast við mun meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það var skýrt kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninga til Alþingis í vor að það yrði forgangsmál að afnema skerðingar sem urðu á greiðslum til lífeyrisþega almannatrygginga í júlí 2009. Enda kemur fram í ályktun flokksþings Framsóknar: „Í málefnum aldraðra er eftirfarandi brýnasta viðfangsefnið: Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja sem tók gildi 1. júlí 2009 verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímum.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í febrúar sl. um velferðarmál. Þar kemur m.a. fram að: „Sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, verði tafarlaust afturkölluð.“ Vakin skal sérstök athygli á orðunum „forgangsmál“, „brýnasta“ og „tafarlaust“. Þau lýsa mjög ákveðnum vilja.Lítum á hvaða skerðingar talað er um: Varðar elli- og örorkulífeyrisþega:Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% (gildir út árið 2013).Lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri í fyrsta sinn í sögunni. Þegar grunnlífeyrir fellur út missir fólk réttindi sem honum fylgja, s.s. niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði og sjúkra-, iðju- og talþjálfun auk uppbótar vegna reksturs bifreiða fyrir hreyfihamlaða. Frítekjumark fjármagnstekna var hækkað úr 90.000 í 98.680 en á sama tíma var því breytt að fjármagnstekjur vega 100% til skerðingar í stað 50% áður. Varðar ellilífeyrisþega:Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar lækkaði í 480.000 kr. á ári. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar varð 10.000 kr. á mánuði. Varðar örorkulífeyrisþega: n Aldurstengd örorkuuppbót skertist vegna tekna.Efndirnar Nú hafa þessir tveir flokkar myndað ríkisstjórn undir forsæti Framsóknar og hafa lífeyrisþegar beðið með eftirvæntingu eftir efndum kosningaloforðanna. Þeir hafa nú þegar beðið í fjögur ár eftir afnámi skerðinganna sem áttu að vera tímabundið úrræði vegna efnahagskreppunnar. Hvað gerist? Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, leggur nú á sumarþingi fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar sem felur einungis í sér afnám tveggja skerðinga af sex. Lífeyrissjóðsgreiðslur skerða ekki lengur grunnlífeyri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega er hækkað verulega.Bilið breikkar Þeir lífeyrisþegar bera mest úr býtum sem hæstar hafa tekjur fyrir. Bilið breikkar milli þeirra sem hafa mest og þeirra sem hafa minnst. Breytingin kemur sér best fyrir ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Meirihluti örorkulífeyrisþega fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði og nema hæstu greiðslur til þeirra sem hafa lífeyrissjóðstekjur um 80 þúsund krónum á mánuði. Ekki er í frumvarpinu minnst á hvenær eigi að afnema þær skerðingar sem enn eru í gildi og ekki er eitt orð um hækkun lífeyris vegna þeirrar miklu kjaraskerðingar sem lífeyrisþegum var gert að taka á sig vegna kreppunnar.Gífurleg kjararýrnun Frá janúar 2009 til janúar 2013 hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn gríðarlegur. Brýnasta hagsmunamál öryrkja er því veruleg hækkun bóta almannatrygginga. Það skal tekið fram að full ástæða er til að fagna afnámi þeirra skerðinga sem frumvarpið kveður á um en öryrkjar höfðu ástæðu til að búast við mun meiru.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar