Loforð og efndir Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 3. júlí 2013 07:30 Það var skýrt kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninga til Alþingis í vor að það yrði forgangsmál að afnema skerðingar sem urðu á greiðslum til lífeyrisþega almannatrygginga í júlí 2009. Enda kemur fram í ályktun flokksþings Framsóknar: „Í málefnum aldraðra er eftirfarandi brýnasta viðfangsefnið: Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja sem tók gildi 1. júlí 2009 verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímum.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í febrúar sl. um velferðarmál. Þar kemur m.a. fram að: „Sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, verði tafarlaust afturkölluð.“ Vakin skal sérstök athygli á orðunum „forgangsmál“, „brýnasta“ og „tafarlaust“. Þau lýsa mjög ákveðnum vilja.Lítum á hvaða skerðingar talað er um: Varðar elli- og örorkulífeyrisþega:Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% (gildir út árið 2013).Lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri í fyrsta sinn í sögunni. Þegar grunnlífeyrir fellur út missir fólk réttindi sem honum fylgja, s.s. niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði og sjúkra-, iðju- og talþjálfun auk uppbótar vegna reksturs bifreiða fyrir hreyfihamlaða. Frítekjumark fjármagnstekna var hækkað úr 90.000 í 98.680 en á sama tíma var því breytt að fjármagnstekjur vega 100% til skerðingar í stað 50% áður. Varðar ellilífeyrisþega:Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar lækkaði í 480.000 kr. á ári. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar varð 10.000 kr. á mánuði. Varðar örorkulífeyrisþega: n Aldurstengd örorkuuppbót skertist vegna tekna.Efndirnar Nú hafa þessir tveir flokkar myndað ríkisstjórn undir forsæti Framsóknar og hafa lífeyrisþegar beðið með eftirvæntingu eftir efndum kosningaloforðanna. Þeir hafa nú þegar beðið í fjögur ár eftir afnámi skerðinganna sem áttu að vera tímabundið úrræði vegna efnahagskreppunnar. Hvað gerist? Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, leggur nú á sumarþingi fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar sem felur einungis í sér afnám tveggja skerðinga af sex. Lífeyrissjóðsgreiðslur skerða ekki lengur grunnlífeyri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega er hækkað verulega.Bilið breikkar Þeir lífeyrisþegar bera mest úr býtum sem hæstar hafa tekjur fyrir. Bilið breikkar milli þeirra sem hafa mest og þeirra sem hafa minnst. Breytingin kemur sér best fyrir ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Meirihluti örorkulífeyrisþega fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði og nema hæstu greiðslur til þeirra sem hafa lífeyrissjóðstekjur um 80 þúsund krónum á mánuði. Ekki er í frumvarpinu minnst á hvenær eigi að afnema þær skerðingar sem enn eru í gildi og ekki er eitt orð um hækkun lífeyris vegna þeirrar miklu kjaraskerðingar sem lífeyrisþegum var gert að taka á sig vegna kreppunnar.Gífurleg kjararýrnun Frá janúar 2009 til janúar 2013 hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn gríðarlegur. Brýnasta hagsmunamál öryrkja er því veruleg hækkun bóta almannatrygginga. Það skal tekið fram að full ástæða er til að fagna afnámi þeirra skerðinga sem frumvarpið kveður á um en öryrkjar höfðu ástæðu til að búast við mun meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Það var skýrt kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninga til Alþingis í vor að það yrði forgangsmál að afnema skerðingar sem urðu á greiðslum til lífeyrisþega almannatrygginga í júlí 2009. Enda kemur fram í ályktun flokksþings Framsóknar: „Í málefnum aldraðra er eftirfarandi brýnasta viðfangsefnið: Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja sem tók gildi 1. júlí 2009 verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímum.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í febrúar sl. um velferðarmál. Þar kemur m.a. fram að: „Sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, verði tafarlaust afturkölluð.“ Vakin skal sérstök athygli á orðunum „forgangsmál“, „brýnasta“ og „tafarlaust“. Þau lýsa mjög ákveðnum vilja.Lítum á hvaða skerðingar talað er um: Varðar elli- og örorkulífeyrisþega:Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% (gildir út árið 2013).Lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri í fyrsta sinn í sögunni. Þegar grunnlífeyrir fellur út missir fólk réttindi sem honum fylgja, s.s. niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði og sjúkra-, iðju- og talþjálfun auk uppbótar vegna reksturs bifreiða fyrir hreyfihamlaða. Frítekjumark fjármagnstekna var hækkað úr 90.000 í 98.680 en á sama tíma var því breytt að fjármagnstekjur vega 100% til skerðingar í stað 50% áður. Varðar ellilífeyrisþega:Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar lækkaði í 480.000 kr. á ári. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar varð 10.000 kr. á mánuði. Varðar örorkulífeyrisþega: n Aldurstengd örorkuuppbót skertist vegna tekna.Efndirnar Nú hafa þessir tveir flokkar myndað ríkisstjórn undir forsæti Framsóknar og hafa lífeyrisþegar beðið með eftirvæntingu eftir efndum kosningaloforðanna. Þeir hafa nú þegar beðið í fjögur ár eftir afnámi skerðinganna sem áttu að vera tímabundið úrræði vegna efnahagskreppunnar. Hvað gerist? Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, leggur nú á sumarþingi fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar sem felur einungis í sér afnám tveggja skerðinga af sex. Lífeyrissjóðsgreiðslur skerða ekki lengur grunnlífeyri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega er hækkað verulega.Bilið breikkar Þeir lífeyrisþegar bera mest úr býtum sem hæstar hafa tekjur fyrir. Bilið breikkar milli þeirra sem hafa mest og þeirra sem hafa minnst. Breytingin kemur sér best fyrir ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Meirihluti örorkulífeyrisþega fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði og nema hæstu greiðslur til þeirra sem hafa lífeyrissjóðstekjur um 80 þúsund krónum á mánuði. Ekki er í frumvarpinu minnst á hvenær eigi að afnema þær skerðingar sem enn eru í gildi og ekki er eitt orð um hækkun lífeyris vegna þeirrar miklu kjaraskerðingar sem lífeyrisþegum var gert að taka á sig vegna kreppunnar.Gífurleg kjararýrnun Frá janúar 2009 til janúar 2013 hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn gríðarlegur. Brýnasta hagsmunamál öryrkja er því veruleg hækkun bóta almannatrygginga. Það skal tekið fram að full ástæða er til að fagna afnámi þeirra skerðinga sem frumvarpið kveður á um en öryrkjar höfðu ástæðu til að búast við mun meiru.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun