Loforð og efndir Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 3. júlí 2013 07:30 Það var skýrt kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninga til Alþingis í vor að það yrði forgangsmál að afnema skerðingar sem urðu á greiðslum til lífeyrisþega almannatrygginga í júlí 2009. Enda kemur fram í ályktun flokksþings Framsóknar: „Í málefnum aldraðra er eftirfarandi brýnasta viðfangsefnið: Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja sem tók gildi 1. júlí 2009 verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímum.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í febrúar sl. um velferðarmál. Þar kemur m.a. fram að: „Sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, verði tafarlaust afturkölluð.“ Vakin skal sérstök athygli á orðunum „forgangsmál“, „brýnasta“ og „tafarlaust“. Þau lýsa mjög ákveðnum vilja.Lítum á hvaða skerðingar talað er um: Varðar elli- og örorkulífeyrisþega:Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% (gildir út árið 2013).Lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri í fyrsta sinn í sögunni. Þegar grunnlífeyrir fellur út missir fólk réttindi sem honum fylgja, s.s. niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði og sjúkra-, iðju- og talþjálfun auk uppbótar vegna reksturs bifreiða fyrir hreyfihamlaða. Frítekjumark fjármagnstekna var hækkað úr 90.000 í 98.680 en á sama tíma var því breytt að fjármagnstekjur vega 100% til skerðingar í stað 50% áður. Varðar ellilífeyrisþega:Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar lækkaði í 480.000 kr. á ári. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar varð 10.000 kr. á mánuði. Varðar örorkulífeyrisþega: n Aldurstengd örorkuuppbót skertist vegna tekna.Efndirnar Nú hafa þessir tveir flokkar myndað ríkisstjórn undir forsæti Framsóknar og hafa lífeyrisþegar beðið með eftirvæntingu eftir efndum kosningaloforðanna. Þeir hafa nú þegar beðið í fjögur ár eftir afnámi skerðinganna sem áttu að vera tímabundið úrræði vegna efnahagskreppunnar. Hvað gerist? Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, leggur nú á sumarþingi fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar sem felur einungis í sér afnám tveggja skerðinga af sex. Lífeyrissjóðsgreiðslur skerða ekki lengur grunnlífeyri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega er hækkað verulega.Bilið breikkar Þeir lífeyrisþegar bera mest úr býtum sem hæstar hafa tekjur fyrir. Bilið breikkar milli þeirra sem hafa mest og þeirra sem hafa minnst. Breytingin kemur sér best fyrir ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Meirihluti örorkulífeyrisþega fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði og nema hæstu greiðslur til þeirra sem hafa lífeyrissjóðstekjur um 80 þúsund krónum á mánuði. Ekki er í frumvarpinu minnst á hvenær eigi að afnema þær skerðingar sem enn eru í gildi og ekki er eitt orð um hækkun lífeyris vegna þeirrar miklu kjaraskerðingar sem lífeyrisþegum var gert að taka á sig vegna kreppunnar.Gífurleg kjararýrnun Frá janúar 2009 til janúar 2013 hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn gríðarlegur. Brýnasta hagsmunamál öryrkja er því veruleg hækkun bóta almannatrygginga. Það skal tekið fram að full ástæða er til að fagna afnámi þeirra skerðinga sem frumvarpið kveður á um en öryrkjar höfðu ástæðu til að búast við mun meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það var skýrt kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninga til Alþingis í vor að það yrði forgangsmál að afnema skerðingar sem urðu á greiðslum til lífeyrisþega almannatrygginga í júlí 2009. Enda kemur fram í ályktun flokksþings Framsóknar: „Í málefnum aldraðra er eftirfarandi brýnasta viðfangsefnið: Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja sem tók gildi 1. júlí 2009 verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímum.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í febrúar sl. um velferðarmál. Þar kemur m.a. fram að: „Sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, verði tafarlaust afturkölluð.“ Vakin skal sérstök athygli á orðunum „forgangsmál“, „brýnasta“ og „tafarlaust“. Þau lýsa mjög ákveðnum vilja.Lítum á hvaða skerðingar talað er um: Varðar elli- og örorkulífeyrisþega:Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% (gildir út árið 2013).Lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri í fyrsta sinn í sögunni. Þegar grunnlífeyrir fellur út missir fólk réttindi sem honum fylgja, s.s. niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði og sjúkra-, iðju- og talþjálfun auk uppbótar vegna reksturs bifreiða fyrir hreyfihamlaða. Frítekjumark fjármagnstekna var hækkað úr 90.000 í 98.680 en á sama tíma var því breytt að fjármagnstekjur vega 100% til skerðingar í stað 50% áður. Varðar ellilífeyrisþega:Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar lækkaði í 480.000 kr. á ári. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar varð 10.000 kr. á mánuði. Varðar örorkulífeyrisþega: n Aldurstengd örorkuuppbót skertist vegna tekna.Efndirnar Nú hafa þessir tveir flokkar myndað ríkisstjórn undir forsæti Framsóknar og hafa lífeyrisþegar beðið með eftirvæntingu eftir efndum kosningaloforðanna. Þeir hafa nú þegar beðið í fjögur ár eftir afnámi skerðinganna sem áttu að vera tímabundið úrræði vegna efnahagskreppunnar. Hvað gerist? Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, leggur nú á sumarþingi fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar sem felur einungis í sér afnám tveggja skerðinga af sex. Lífeyrissjóðsgreiðslur skerða ekki lengur grunnlífeyri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega er hækkað verulega.Bilið breikkar Þeir lífeyrisþegar bera mest úr býtum sem hæstar hafa tekjur fyrir. Bilið breikkar milli þeirra sem hafa mest og þeirra sem hafa minnst. Breytingin kemur sér best fyrir ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Meirihluti örorkulífeyrisþega fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði og nema hæstu greiðslur til þeirra sem hafa lífeyrissjóðstekjur um 80 þúsund krónum á mánuði. Ekki er í frumvarpinu minnst á hvenær eigi að afnema þær skerðingar sem enn eru í gildi og ekki er eitt orð um hækkun lífeyris vegna þeirrar miklu kjaraskerðingar sem lífeyrisþegum var gert að taka á sig vegna kreppunnar.Gífurleg kjararýrnun Frá janúar 2009 til janúar 2013 hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn gríðarlegur. Brýnasta hagsmunamál öryrkja er því veruleg hækkun bóta almannatrygginga. Það skal tekið fram að full ástæða er til að fagna afnámi þeirra skerðinga sem frumvarpið kveður á um en öryrkjar höfðu ástæðu til að búast við mun meiru.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun