Loforð og efndir Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 3. júlí 2013 07:30 Það var skýrt kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninga til Alþingis í vor að það yrði forgangsmál að afnema skerðingar sem urðu á greiðslum til lífeyrisþega almannatrygginga í júlí 2009. Enda kemur fram í ályktun flokksþings Framsóknar: „Í málefnum aldraðra er eftirfarandi brýnasta viðfangsefnið: Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja sem tók gildi 1. júlí 2009 verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímum.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í febrúar sl. um velferðarmál. Þar kemur m.a. fram að: „Sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, verði tafarlaust afturkölluð.“ Vakin skal sérstök athygli á orðunum „forgangsmál“, „brýnasta“ og „tafarlaust“. Þau lýsa mjög ákveðnum vilja.Lítum á hvaða skerðingar talað er um: Varðar elli- og örorkulífeyrisþega:Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% (gildir út árið 2013).Lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri í fyrsta sinn í sögunni. Þegar grunnlífeyrir fellur út missir fólk réttindi sem honum fylgja, s.s. niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði og sjúkra-, iðju- og talþjálfun auk uppbótar vegna reksturs bifreiða fyrir hreyfihamlaða. Frítekjumark fjármagnstekna var hækkað úr 90.000 í 98.680 en á sama tíma var því breytt að fjármagnstekjur vega 100% til skerðingar í stað 50% áður. Varðar ellilífeyrisþega:Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar lækkaði í 480.000 kr. á ári. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar varð 10.000 kr. á mánuði. Varðar örorkulífeyrisþega: n Aldurstengd örorkuuppbót skertist vegna tekna.Efndirnar Nú hafa þessir tveir flokkar myndað ríkisstjórn undir forsæti Framsóknar og hafa lífeyrisþegar beðið með eftirvæntingu eftir efndum kosningaloforðanna. Þeir hafa nú þegar beðið í fjögur ár eftir afnámi skerðinganna sem áttu að vera tímabundið úrræði vegna efnahagskreppunnar. Hvað gerist? Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, leggur nú á sumarþingi fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar sem felur einungis í sér afnám tveggja skerðinga af sex. Lífeyrissjóðsgreiðslur skerða ekki lengur grunnlífeyri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega er hækkað verulega.Bilið breikkar Þeir lífeyrisþegar bera mest úr býtum sem hæstar hafa tekjur fyrir. Bilið breikkar milli þeirra sem hafa mest og þeirra sem hafa minnst. Breytingin kemur sér best fyrir ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Meirihluti örorkulífeyrisþega fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði og nema hæstu greiðslur til þeirra sem hafa lífeyrissjóðstekjur um 80 þúsund krónum á mánuði. Ekki er í frumvarpinu minnst á hvenær eigi að afnema þær skerðingar sem enn eru í gildi og ekki er eitt orð um hækkun lífeyris vegna þeirrar miklu kjaraskerðingar sem lífeyrisþegum var gert að taka á sig vegna kreppunnar.Gífurleg kjararýrnun Frá janúar 2009 til janúar 2013 hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn gríðarlegur. Brýnasta hagsmunamál öryrkja er því veruleg hækkun bóta almannatrygginga. Það skal tekið fram að full ástæða er til að fagna afnámi þeirra skerðinga sem frumvarpið kveður á um en öryrkjar höfðu ástæðu til að búast við mun meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Það var skýrt kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninga til Alþingis í vor að það yrði forgangsmál að afnema skerðingar sem urðu á greiðslum til lífeyrisþega almannatrygginga í júlí 2009. Enda kemur fram í ályktun flokksþings Framsóknar: „Í málefnum aldraðra er eftirfarandi brýnasta viðfangsefnið: Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja sem tók gildi 1. júlí 2009 verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímum.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í febrúar sl. um velferðarmál. Þar kemur m.a. fram að: „Sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, verði tafarlaust afturkölluð.“ Vakin skal sérstök athygli á orðunum „forgangsmál“, „brýnasta“ og „tafarlaust“. Þau lýsa mjög ákveðnum vilja.Lítum á hvaða skerðingar talað er um: Varðar elli- og örorkulífeyrisþega:Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% (gildir út árið 2013).Lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri í fyrsta sinn í sögunni. Þegar grunnlífeyrir fellur út missir fólk réttindi sem honum fylgja, s.s. niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði og sjúkra-, iðju- og talþjálfun auk uppbótar vegna reksturs bifreiða fyrir hreyfihamlaða. Frítekjumark fjármagnstekna var hækkað úr 90.000 í 98.680 en á sama tíma var því breytt að fjármagnstekjur vega 100% til skerðingar í stað 50% áður. Varðar ellilífeyrisþega:Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar lækkaði í 480.000 kr. á ári. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar varð 10.000 kr. á mánuði. Varðar örorkulífeyrisþega: n Aldurstengd örorkuuppbót skertist vegna tekna.Efndirnar Nú hafa þessir tveir flokkar myndað ríkisstjórn undir forsæti Framsóknar og hafa lífeyrisþegar beðið með eftirvæntingu eftir efndum kosningaloforðanna. Þeir hafa nú þegar beðið í fjögur ár eftir afnámi skerðinganna sem áttu að vera tímabundið úrræði vegna efnahagskreppunnar. Hvað gerist? Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, leggur nú á sumarþingi fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar sem felur einungis í sér afnám tveggja skerðinga af sex. Lífeyrissjóðsgreiðslur skerða ekki lengur grunnlífeyri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega er hækkað verulega.Bilið breikkar Þeir lífeyrisþegar bera mest úr býtum sem hæstar hafa tekjur fyrir. Bilið breikkar milli þeirra sem hafa mest og þeirra sem hafa minnst. Breytingin kemur sér best fyrir ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Meirihluti örorkulífeyrisþega fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði og nema hæstu greiðslur til þeirra sem hafa lífeyrissjóðstekjur um 80 þúsund krónum á mánuði. Ekki er í frumvarpinu minnst á hvenær eigi að afnema þær skerðingar sem enn eru í gildi og ekki er eitt orð um hækkun lífeyris vegna þeirrar miklu kjaraskerðingar sem lífeyrisþegum var gert að taka á sig vegna kreppunnar.Gífurleg kjararýrnun Frá janúar 2009 til janúar 2013 hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn gríðarlegur. Brýnasta hagsmunamál öryrkja er því veruleg hækkun bóta almannatrygginga. Það skal tekið fram að full ástæða er til að fagna afnámi þeirra skerðinga sem frumvarpið kveður á um en öryrkjar höfðu ástæðu til að búast við mun meiru.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar