Auðveldara að dæma konur Víðir Guðmundsson skrifar 20. júní 2013 06:00 Í öllum helstu fréttamiðlum ómaði frétt um daginn sem sagði frá því að dómarar efstu deildar kvenna í fótbolta fengju 156% minna greitt en þeir sem dæmdu í efstu deild karla. Mér varð spurn hverju þetta sætti. Framkvæmdastjóri KSÍ svaraði og sagði að meiri kröfur væru gerðar til dómara í karladeild, hraðinn væri meiri og atvik sem orkuðu tvímælis væru mun fleiri. Einn stjórnarmaður KSÍ skrifaði inn á Fótbolti.net að launin tækju mið af hraða og ákefð leiksins og að dómarar ásamt KSÍ hefðu komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að erfiðleikastig karladeildar væri meira og þar með eðlilegt að borga hærri laun fyrir þá leiki. Í framhaldi tók hann fram að þetta væri því ekki jafnréttismál og óháð kynferði. Í fyrsta lagi langar mig að segja að þetta er svo sannarlega jafnréttismál því þetta endurspeglar viðhorf karla til kvenna. Eigum við bara ekki að segja það upphátt. Kvennabolti þykir bara ekki eins fínn og karlabolti! Sérstaklega í augum karla. Við búum í heimi þar sem karlar ráða flestu, eru í valdastöðum, hafa hærri laun, fá stærri skerf af kastljósi fjölmiðla og svo mætti lengi telja.Karlar ákveða Samkvæmt upplýsingum frá fyrrgreindum stjórnarmanni KSÍ eru karlkyns dómarar 94% allra dómara sem dæma fótboltaleiki. Einungis tvær konur sitja í stjórn KSÍ af 16 stjórnarmönnum eða 12%. Í 28 nefndum og stjórnum KSÍ eru um 215 sæti. Þar af skipa konur 40 sæti, eða tæp 19%. Með öðrum orðum; þeir sem segja að fótbolti í efstu deild karla sé á hærra erfiðleikastigi en fótbolti í efstu deild kvenna eru nánast eingöngu karlar. Ákvörðun um 156% lægri greiðslu er tekin af körlum. Tilviljun? Hvað heldur þú? Ég held að þeim þyki kvennabolti bara ekki eins merkilegur og karlabolti! Með rökum KSÍ-manna gæti ég allt eins haldið því fram að borga ætti kennurum sem kenna fleiri drengjum en stúlkum hærri laun. Strákar eru með fleiri hegðunarvandamál og meiri lærdómsörðugleika að meðaltali en stúlkur og kennarinn þarf því að hafa meira fyrir þeim, ekki satt? Eins gæti ég haldið því fram að rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af unglingum ætti að fá meira borgað en rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af eldri borgurum. Það er jú að öllum líkindum meiri hraði og fleiri atvik hjá unglingunum, eða hvað? Við þurfum bara að finna prósentumuninn. Ætli hann sé 156%?Snýst um peninga Dómari einn tjáði sig um málið á Fótbolti.net og sagði umræðuna fáránlega því í karladeild gæti einn leikur skipt tugum milljóna, ólíkt því sem gerist í kvennadeildinni. Þetta snýst sem sagt um peninga? Peninga sem eiga að vera mælikvarði á hversu vel við stöndum okkur og hversu mikils virði við erum. Lítum þá á niðurstöðuna: Ef kona spilar fótbolta í 90 mínútur eru ekki miklir peningar í spilinu. Ef karl spilar fótbolta í 90 mínútur eru miklir peningar í spilinu. Niðurstaða: Dómari sem dæmir leik með konum skal fá minna borgað – af því að kvennabolti þykir bara ekki eins merkilegur og karlabolti. Að þessu sögðu get ég bara dregið eina ályktun. Hún snýr að öllu samfélaginu og endurspeglast í þeim viðhorfum sem hér hefur verið lýst. Í 156% launamun, í ummælum og í þeirri fáfræði sem hér hefur verið dregin fram í dagsljósið. Mín ályktun er sú að konur þykja bara ekki eins merkilegar og karlar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í öllum helstu fréttamiðlum ómaði frétt um daginn sem sagði frá því að dómarar efstu deildar kvenna í fótbolta fengju 156% minna greitt en þeir sem dæmdu í efstu deild karla. Mér varð spurn hverju þetta sætti. Framkvæmdastjóri KSÍ svaraði og sagði að meiri kröfur væru gerðar til dómara í karladeild, hraðinn væri meiri og atvik sem orkuðu tvímælis væru mun fleiri. Einn stjórnarmaður KSÍ skrifaði inn á Fótbolti.net að launin tækju mið af hraða og ákefð leiksins og að dómarar ásamt KSÍ hefðu komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að erfiðleikastig karladeildar væri meira og þar með eðlilegt að borga hærri laun fyrir þá leiki. Í framhaldi tók hann fram að þetta væri því ekki jafnréttismál og óháð kynferði. Í fyrsta lagi langar mig að segja að þetta er svo sannarlega jafnréttismál því þetta endurspeglar viðhorf karla til kvenna. Eigum við bara ekki að segja það upphátt. Kvennabolti þykir bara ekki eins fínn og karlabolti! Sérstaklega í augum karla. Við búum í heimi þar sem karlar ráða flestu, eru í valdastöðum, hafa hærri laun, fá stærri skerf af kastljósi fjölmiðla og svo mætti lengi telja.Karlar ákveða Samkvæmt upplýsingum frá fyrrgreindum stjórnarmanni KSÍ eru karlkyns dómarar 94% allra dómara sem dæma fótboltaleiki. Einungis tvær konur sitja í stjórn KSÍ af 16 stjórnarmönnum eða 12%. Í 28 nefndum og stjórnum KSÍ eru um 215 sæti. Þar af skipa konur 40 sæti, eða tæp 19%. Með öðrum orðum; þeir sem segja að fótbolti í efstu deild karla sé á hærra erfiðleikastigi en fótbolti í efstu deild kvenna eru nánast eingöngu karlar. Ákvörðun um 156% lægri greiðslu er tekin af körlum. Tilviljun? Hvað heldur þú? Ég held að þeim þyki kvennabolti bara ekki eins merkilegur og karlabolti! Með rökum KSÍ-manna gæti ég allt eins haldið því fram að borga ætti kennurum sem kenna fleiri drengjum en stúlkum hærri laun. Strákar eru með fleiri hegðunarvandamál og meiri lærdómsörðugleika að meðaltali en stúlkur og kennarinn þarf því að hafa meira fyrir þeim, ekki satt? Eins gæti ég haldið því fram að rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af unglingum ætti að fá meira borgað en rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af eldri borgurum. Það er jú að öllum líkindum meiri hraði og fleiri atvik hjá unglingunum, eða hvað? Við þurfum bara að finna prósentumuninn. Ætli hann sé 156%?Snýst um peninga Dómari einn tjáði sig um málið á Fótbolti.net og sagði umræðuna fáránlega því í karladeild gæti einn leikur skipt tugum milljóna, ólíkt því sem gerist í kvennadeildinni. Þetta snýst sem sagt um peninga? Peninga sem eiga að vera mælikvarði á hversu vel við stöndum okkur og hversu mikils virði við erum. Lítum þá á niðurstöðuna: Ef kona spilar fótbolta í 90 mínútur eru ekki miklir peningar í spilinu. Ef karl spilar fótbolta í 90 mínútur eru miklir peningar í spilinu. Niðurstaða: Dómari sem dæmir leik með konum skal fá minna borgað – af því að kvennabolti þykir bara ekki eins merkilegur og karlabolti. Að þessu sögðu get ég bara dregið eina ályktun. Hún snýr að öllu samfélaginu og endurspeglast í þeim viðhorfum sem hér hefur verið lýst. Í 156% launamun, í ummælum og í þeirri fáfræði sem hér hefur verið dregin fram í dagsljósið. Mín ályktun er sú að konur þykja bara ekki eins merkilegar og karlar!
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun