Auðveldara að dæma konur Víðir Guðmundsson skrifar 20. júní 2013 06:00 Í öllum helstu fréttamiðlum ómaði frétt um daginn sem sagði frá því að dómarar efstu deildar kvenna í fótbolta fengju 156% minna greitt en þeir sem dæmdu í efstu deild karla. Mér varð spurn hverju þetta sætti. Framkvæmdastjóri KSÍ svaraði og sagði að meiri kröfur væru gerðar til dómara í karladeild, hraðinn væri meiri og atvik sem orkuðu tvímælis væru mun fleiri. Einn stjórnarmaður KSÍ skrifaði inn á Fótbolti.net að launin tækju mið af hraða og ákefð leiksins og að dómarar ásamt KSÍ hefðu komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að erfiðleikastig karladeildar væri meira og þar með eðlilegt að borga hærri laun fyrir þá leiki. Í framhaldi tók hann fram að þetta væri því ekki jafnréttismál og óháð kynferði. Í fyrsta lagi langar mig að segja að þetta er svo sannarlega jafnréttismál því þetta endurspeglar viðhorf karla til kvenna. Eigum við bara ekki að segja það upphátt. Kvennabolti þykir bara ekki eins fínn og karlabolti! Sérstaklega í augum karla. Við búum í heimi þar sem karlar ráða flestu, eru í valdastöðum, hafa hærri laun, fá stærri skerf af kastljósi fjölmiðla og svo mætti lengi telja.Karlar ákveða Samkvæmt upplýsingum frá fyrrgreindum stjórnarmanni KSÍ eru karlkyns dómarar 94% allra dómara sem dæma fótboltaleiki. Einungis tvær konur sitja í stjórn KSÍ af 16 stjórnarmönnum eða 12%. Í 28 nefndum og stjórnum KSÍ eru um 215 sæti. Þar af skipa konur 40 sæti, eða tæp 19%. Með öðrum orðum; þeir sem segja að fótbolti í efstu deild karla sé á hærra erfiðleikastigi en fótbolti í efstu deild kvenna eru nánast eingöngu karlar. Ákvörðun um 156% lægri greiðslu er tekin af körlum. Tilviljun? Hvað heldur þú? Ég held að þeim þyki kvennabolti bara ekki eins merkilegur og karlabolti! Með rökum KSÍ-manna gæti ég allt eins haldið því fram að borga ætti kennurum sem kenna fleiri drengjum en stúlkum hærri laun. Strákar eru með fleiri hegðunarvandamál og meiri lærdómsörðugleika að meðaltali en stúlkur og kennarinn þarf því að hafa meira fyrir þeim, ekki satt? Eins gæti ég haldið því fram að rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af unglingum ætti að fá meira borgað en rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af eldri borgurum. Það er jú að öllum líkindum meiri hraði og fleiri atvik hjá unglingunum, eða hvað? Við þurfum bara að finna prósentumuninn. Ætli hann sé 156%?Snýst um peninga Dómari einn tjáði sig um málið á Fótbolti.net og sagði umræðuna fáránlega því í karladeild gæti einn leikur skipt tugum milljóna, ólíkt því sem gerist í kvennadeildinni. Þetta snýst sem sagt um peninga? Peninga sem eiga að vera mælikvarði á hversu vel við stöndum okkur og hversu mikils virði við erum. Lítum þá á niðurstöðuna: Ef kona spilar fótbolta í 90 mínútur eru ekki miklir peningar í spilinu. Ef karl spilar fótbolta í 90 mínútur eru miklir peningar í spilinu. Niðurstaða: Dómari sem dæmir leik með konum skal fá minna borgað – af því að kvennabolti þykir bara ekki eins merkilegur og karlabolti. Að þessu sögðu get ég bara dregið eina ályktun. Hún snýr að öllu samfélaginu og endurspeglast í þeim viðhorfum sem hér hefur verið lýst. Í 156% launamun, í ummælum og í þeirri fáfræði sem hér hefur verið dregin fram í dagsljósið. Mín ályktun er sú að konur þykja bara ekki eins merkilegar og karlar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í öllum helstu fréttamiðlum ómaði frétt um daginn sem sagði frá því að dómarar efstu deildar kvenna í fótbolta fengju 156% minna greitt en þeir sem dæmdu í efstu deild karla. Mér varð spurn hverju þetta sætti. Framkvæmdastjóri KSÍ svaraði og sagði að meiri kröfur væru gerðar til dómara í karladeild, hraðinn væri meiri og atvik sem orkuðu tvímælis væru mun fleiri. Einn stjórnarmaður KSÍ skrifaði inn á Fótbolti.net að launin tækju mið af hraða og ákefð leiksins og að dómarar ásamt KSÍ hefðu komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að erfiðleikastig karladeildar væri meira og þar með eðlilegt að borga hærri laun fyrir þá leiki. Í framhaldi tók hann fram að þetta væri því ekki jafnréttismál og óháð kynferði. Í fyrsta lagi langar mig að segja að þetta er svo sannarlega jafnréttismál því þetta endurspeglar viðhorf karla til kvenna. Eigum við bara ekki að segja það upphátt. Kvennabolti þykir bara ekki eins fínn og karlabolti! Sérstaklega í augum karla. Við búum í heimi þar sem karlar ráða flestu, eru í valdastöðum, hafa hærri laun, fá stærri skerf af kastljósi fjölmiðla og svo mætti lengi telja.Karlar ákveða Samkvæmt upplýsingum frá fyrrgreindum stjórnarmanni KSÍ eru karlkyns dómarar 94% allra dómara sem dæma fótboltaleiki. Einungis tvær konur sitja í stjórn KSÍ af 16 stjórnarmönnum eða 12%. Í 28 nefndum og stjórnum KSÍ eru um 215 sæti. Þar af skipa konur 40 sæti, eða tæp 19%. Með öðrum orðum; þeir sem segja að fótbolti í efstu deild karla sé á hærra erfiðleikastigi en fótbolti í efstu deild kvenna eru nánast eingöngu karlar. Ákvörðun um 156% lægri greiðslu er tekin af körlum. Tilviljun? Hvað heldur þú? Ég held að þeim þyki kvennabolti bara ekki eins merkilegur og karlabolti! Með rökum KSÍ-manna gæti ég allt eins haldið því fram að borga ætti kennurum sem kenna fleiri drengjum en stúlkum hærri laun. Strákar eru með fleiri hegðunarvandamál og meiri lærdómsörðugleika að meðaltali en stúlkur og kennarinn þarf því að hafa meira fyrir þeim, ekki satt? Eins gæti ég haldið því fram að rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af unglingum ætti að fá meira borgað en rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af eldri borgurum. Það er jú að öllum líkindum meiri hraði og fleiri atvik hjá unglingunum, eða hvað? Við þurfum bara að finna prósentumuninn. Ætli hann sé 156%?Snýst um peninga Dómari einn tjáði sig um málið á Fótbolti.net og sagði umræðuna fáránlega því í karladeild gæti einn leikur skipt tugum milljóna, ólíkt því sem gerist í kvennadeildinni. Þetta snýst sem sagt um peninga? Peninga sem eiga að vera mælikvarði á hversu vel við stöndum okkur og hversu mikils virði við erum. Lítum þá á niðurstöðuna: Ef kona spilar fótbolta í 90 mínútur eru ekki miklir peningar í spilinu. Ef karl spilar fótbolta í 90 mínútur eru miklir peningar í spilinu. Niðurstaða: Dómari sem dæmir leik með konum skal fá minna borgað – af því að kvennabolti þykir bara ekki eins merkilegur og karlabolti. Að þessu sögðu get ég bara dregið eina ályktun. Hún snýr að öllu samfélaginu og endurspeglast í þeim viðhorfum sem hér hefur verið lýst. Í 156% launamun, í ummælum og í þeirri fáfræði sem hér hefur verið dregin fram í dagsljósið. Mín ályktun er sú að konur þykja bara ekki eins merkilegar og karlar!
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar