Fleiri staðreyndir um skuldavanda heimila Konráð Guðjónsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Í aðdraganda kosninga skrifaði undirritaður grein á visir.is: „Staðreyndir um skuldavanda heimila“. Hún fjallaði um það að forsendur þess að ráðast nú í almennar skuldaleiðréttingar væru í besta falli vafasamar en í versta falli engar. Í ljósi þess að forsætisráðherra hefur nú tilkynnt að ráðist verði í tíu liða áætlun um lausn vanda (sumra) heimila, sem þó kann að hafa ljósa punkta, er rétt að bæta við nokkrum atriðum. Vefur Hagstofu Íslands hefur að geyma ýmis gögn um tekjur, verðlag og leiguverð: - Frá 2005 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 67,5%. Á sama tíma hafa laun hjá opinberum starfsmönnum hækkað um 66% og um 72% hjá starfsmönnum á almennum markaði. Á mannamáli: Meðal-Íslendingur eyðir svipað háu hlutfalli launa sinna í húsnæðislán sem hefur sama raunvirði og árið 2005. - Þar er einnig hægt að sjá betur hvernig leigjendur, sem ráðamönnum virðist vera nokkuð sama um, virðast hafa orðið mun verr úti en þeir sem hafa húsnæðislán. Ef árið 2005 er aftur borið saman við daginn í dag hefur greidd húsaleiga hækkað um 98%, eða mun meira en húsnæðislán. Þannig að leigjendur eru að borga mun hærra hlutfall launa sinna í húsaleigu. - Nú kann einhver að segja: „Það þýðir ekki að horfa bara á meðaltöl“, sem er rétt. Lítum þá einnig á GINI-stuðulinn, sem mælir tekjudreifingu. Tekjudreifing er einmitt jafnari nú en árið 2005. Það þýðir að þeir fátækustu, sem hafa verðtryggð húsnæðislán, eru að öllu óbreyttu betur settir í dag en árið 2005. Vandinn er einfaldlega sá að Íslendingar skuldsettu sig alltof mikið: - Árið 2007 voru Íslendingar Evrópumeistarar í íbúðarhúsnæðisskuldum sem námu þá um 120% af landsframleiðslu. Næst á eftir voru Hollendingar með 100%, meðaltalið í ESB var 50%. - Sama ár námu skuldir íslenskra heimila um 220% af ráðstöfunartekjum þeirra. Á sama tíma var svipað hlutfall í kringum 140% í Bandaríkjunum og Kanada, um 95% í Frakklandi og Þýskalandi, og um 175% í Bretlandi. Mikið hefur verið talað um að „þrjár fjölskyldur á dag“ hafi misst húsnæði frá hruni, sem gerir um 5.000 fjölskyldur. Þetta segir ekki alla söguna og virðist einfaldlega vera rangt: - Í september 2008 voru 5.800 íbúðir, sem byrjað var á eða voru auðar, á höfuðborgarsvæðinu. Spyrja má hversu margar þeirra hafi verið í eigu verktaka eða lögaðila og þannig komist í hendur fjármálastofnana. - Íbúðalánasjóður átti fyrir ári síðan 1.751 íbúð sem flestar höfðu orðið eign hans frá hruni, þar af voru 947 í eigu lögaðila og 804 í eigu einstaklinga. Af þeim eru nú 707 leigðar út. - Hér með er óskað eftir ítarlegum gögnum um hversu margar fjölskyldur hafa í raun misst heimili sitt. Þegar allt kemur til alls vegur réttlætissjónarmiðið sennilega þyngst: - Þar sem „forsendubresturinn“ hefur orðið vegna hærra verðlags, sem mun þýða (og þýðir) hærra fasteignaverð en ella: Er réttlátt að þeir sem munu fá hugsanlega niðurfellingu muni líka njóta verðhækkunar húsnæðis af völdum „forsendubrestsins“? - Samkvæmt skýrslu Seðlabankans frá 2012 um stöðu heimila eru 3/4 af þeim sem myndu fá 20% flata niðurfellingu ekki í vanda og 2/3 af þeim sem eru í vanda myndu áfram vera í vanda. Í sömu skýrslu kemur fram svart á hvítu að þeir efnuðustu myndu fá hæsta niðurfellingu. - Ein sterkustu rökin gegn því að Ísland þyrfti að borga fyrir Icesave var að ríkið ætti ekki að taka á sig skuldir einkaaðila. Það er því vægast sagt kaldhæðnislegt að sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn Icesave ætli nú að gera það nákvæmlega sama: Ríkisvæða skuldir einkaaðila. - Svo er það 300 milljarða spurningin: Er réttlátt fyrir mína kynslóð og komandi kynslóðir að við þurfum að taka á okkur gríðarlegar skuldir ríkissjóðs, sem urðu til við hrunið, við samþykktum aldrei og skrifuðum aldrei undir, á meðan sjálfráða fullorðið fólk, sem skrifaði vísvitandi undir sína lánasamninga, sleppur við að borga margar milljónir af eigin skuldum? Það sama stendur eftir og fyrir tveimur mánuðum síðan: Almennar skuldaniðurfellingar væru ósanngjarnar og óskynsamlegar. Skilaboðin eru einfaldlega þau að ef þú skuldsetur þig mikið, þá mun ríkið bjarga þér, sem ýtir undir efnahagslegan óstöðugleika. Það er líklegt að það sé of seint að koma í veg fyrir þetta, en við sem sjáum hversu illa ígrundað þetta er eigum ekki að láta þetta ganga yfir okkur þegjandi og hljóðlaust. Heimildir og ítarlegri útgáfu má finna í glósu á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga skrifaði undirritaður grein á visir.is: „Staðreyndir um skuldavanda heimila“. Hún fjallaði um það að forsendur þess að ráðast nú í almennar skuldaleiðréttingar væru í besta falli vafasamar en í versta falli engar. Í ljósi þess að forsætisráðherra hefur nú tilkynnt að ráðist verði í tíu liða áætlun um lausn vanda (sumra) heimila, sem þó kann að hafa ljósa punkta, er rétt að bæta við nokkrum atriðum. Vefur Hagstofu Íslands hefur að geyma ýmis gögn um tekjur, verðlag og leiguverð: - Frá 2005 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 67,5%. Á sama tíma hafa laun hjá opinberum starfsmönnum hækkað um 66% og um 72% hjá starfsmönnum á almennum markaði. Á mannamáli: Meðal-Íslendingur eyðir svipað háu hlutfalli launa sinna í húsnæðislán sem hefur sama raunvirði og árið 2005. - Þar er einnig hægt að sjá betur hvernig leigjendur, sem ráðamönnum virðist vera nokkuð sama um, virðast hafa orðið mun verr úti en þeir sem hafa húsnæðislán. Ef árið 2005 er aftur borið saman við daginn í dag hefur greidd húsaleiga hækkað um 98%, eða mun meira en húsnæðislán. Þannig að leigjendur eru að borga mun hærra hlutfall launa sinna í húsaleigu. - Nú kann einhver að segja: „Það þýðir ekki að horfa bara á meðaltöl“, sem er rétt. Lítum þá einnig á GINI-stuðulinn, sem mælir tekjudreifingu. Tekjudreifing er einmitt jafnari nú en árið 2005. Það þýðir að þeir fátækustu, sem hafa verðtryggð húsnæðislán, eru að öllu óbreyttu betur settir í dag en árið 2005. Vandinn er einfaldlega sá að Íslendingar skuldsettu sig alltof mikið: - Árið 2007 voru Íslendingar Evrópumeistarar í íbúðarhúsnæðisskuldum sem námu þá um 120% af landsframleiðslu. Næst á eftir voru Hollendingar með 100%, meðaltalið í ESB var 50%. - Sama ár námu skuldir íslenskra heimila um 220% af ráðstöfunartekjum þeirra. Á sama tíma var svipað hlutfall í kringum 140% í Bandaríkjunum og Kanada, um 95% í Frakklandi og Þýskalandi, og um 175% í Bretlandi. Mikið hefur verið talað um að „þrjár fjölskyldur á dag“ hafi misst húsnæði frá hruni, sem gerir um 5.000 fjölskyldur. Þetta segir ekki alla söguna og virðist einfaldlega vera rangt: - Í september 2008 voru 5.800 íbúðir, sem byrjað var á eða voru auðar, á höfuðborgarsvæðinu. Spyrja má hversu margar þeirra hafi verið í eigu verktaka eða lögaðila og þannig komist í hendur fjármálastofnana. - Íbúðalánasjóður átti fyrir ári síðan 1.751 íbúð sem flestar höfðu orðið eign hans frá hruni, þar af voru 947 í eigu lögaðila og 804 í eigu einstaklinga. Af þeim eru nú 707 leigðar út. - Hér með er óskað eftir ítarlegum gögnum um hversu margar fjölskyldur hafa í raun misst heimili sitt. Þegar allt kemur til alls vegur réttlætissjónarmiðið sennilega þyngst: - Þar sem „forsendubresturinn“ hefur orðið vegna hærra verðlags, sem mun þýða (og þýðir) hærra fasteignaverð en ella: Er réttlátt að þeir sem munu fá hugsanlega niðurfellingu muni líka njóta verðhækkunar húsnæðis af völdum „forsendubrestsins“? - Samkvæmt skýrslu Seðlabankans frá 2012 um stöðu heimila eru 3/4 af þeim sem myndu fá 20% flata niðurfellingu ekki í vanda og 2/3 af þeim sem eru í vanda myndu áfram vera í vanda. Í sömu skýrslu kemur fram svart á hvítu að þeir efnuðustu myndu fá hæsta niðurfellingu. - Ein sterkustu rökin gegn því að Ísland þyrfti að borga fyrir Icesave var að ríkið ætti ekki að taka á sig skuldir einkaaðila. Það er því vægast sagt kaldhæðnislegt að sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn Icesave ætli nú að gera það nákvæmlega sama: Ríkisvæða skuldir einkaaðila. - Svo er það 300 milljarða spurningin: Er réttlátt fyrir mína kynslóð og komandi kynslóðir að við þurfum að taka á okkur gríðarlegar skuldir ríkissjóðs, sem urðu til við hrunið, við samþykktum aldrei og skrifuðum aldrei undir, á meðan sjálfráða fullorðið fólk, sem skrifaði vísvitandi undir sína lánasamninga, sleppur við að borga margar milljónir af eigin skuldum? Það sama stendur eftir og fyrir tveimur mánuðum síðan: Almennar skuldaniðurfellingar væru ósanngjarnar og óskynsamlegar. Skilaboðin eru einfaldlega þau að ef þú skuldsetur þig mikið, þá mun ríkið bjarga þér, sem ýtir undir efnahagslegan óstöðugleika. Það er líklegt að það sé of seint að koma í veg fyrir þetta, en við sem sjáum hversu illa ígrundað þetta er eigum ekki að láta þetta ganga yfir okkur þegjandi og hljóðlaust. Heimildir og ítarlegri útgáfu má finna í glósu á Facebook-síðu höfundar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun