Innlent

Síldarvinnslan opnar skóla

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Nemendur fá að fara um borð á skip Síldarvinnslunnar
Nemendur fá að fara um borð á skip Síldarvinnslunnar FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

Síldarvinnslan í Neskaupstað áætlar að starfrækja sjávarútvegsskóla í sumar þar sem nemendum úr eldri bekkjum grunnskóla gefst kostur á að fræðast um fiskveiðar og fiskvinnslu.

Fjölbreytt námsefni verður í boði fyrir nemendur eins og saga sjávarútvegsins, veiðarfæri, verkunaraðferðir, tækniþróun og gæðaeftirlit. Einnig gefst nemendum kostur á að heimsækja fiskiðjuver, fiskmjölsverksmiðju og frystigeymslur Síldarvinnslunnar auk þess að fara um borð á skip fyrirtækisins.

Ráðgert er að skólinn verði settur vikuna fyrir verslunarmannahelgi og starfræktur í tvær vikur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×