Lífið

Fræðir landsmenn um Queen vikulega

Dýrkar Queen Atli Þór verður með vikuleg innslög um sveitina Queen í Virkum morgnum á Rás 2. Fréttablaðið/anton
Dýrkar Queen Atli Þór verður með vikuleg innslög um sveitina Queen í Virkum morgnum á Rás 2. Fréttablaðið/anton

„Queen á svo mörg góð lög að það er ómögulegt að fá leiða á þeim,“ segir Atli Þór Matthíasson sem hefur verið fenginn til að vera með vikuleg innslög í þættinum Virkir morgnar á Rás 2 um hljómsveitina Queen.

Atli Þór hefur starfað á bak við tjöldin á Rás 2 í hlutastarfi í tvö ár en Andri Freyr og Gunna Dís, umsjónarmenn Virkra morgna, buðu honum að vera með svokallað Queen-horn Atla á miðvikudögum klukkan 11.30.

„Þau höfðu tekið eftir því að ég talaði óvanalega mikið um hljómsveitina í vinnunni og vissi mikið,“ segir Atli Þór og telur sig vera heitasta aðdáanda hljómsveitarinnar hér á landi. „Já, hiklaust. Ég á allt plötusafnið þeirra og hef hlustað á þá síðan ég var unglingur. Tónlistin þeirra hefur hjálpað mér í gegnum mörg tímabil í mínu lífi. Svo hef ég farið á söngleikinn We Will Rock You fimm sinnum í þremur löndum og séð Queen-sveitina ásamt Paul Rodgers þrisvar sinnum í þremur löndum.“

Spurður hvað það sé við Queen sem heillar hann svo mjög stendur ekki á svari hjá Atla. „Þeir eru einfaldlega allir svo góðir hljóðfæraleikarar. Söngur Freddies við gítarsóló Bryans May gefur manni gæsahúð.“ - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.