Skarpari en skólakrakki? Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 21. maí 2013 07:00 Á vef landlæknisembættisins er að finna marga nafnalista yfir þá sem fengið hafa starfsleyfi í heilbrigðisþjónustu m.a. ljósmæður, lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og aðrar stéttir sem starfa í heilbrigðisþjónustu. Undirrituð hefur verið á einum þessara lista í nær 27 ár en veit ekki hversu ört þeir eru uppfærðir. Ég hef furðað mig á að starfsmannaþjónusta LSH virðist ekki vita af þessum listum eða kunni einfaldlega ekki á veraldarvefinn.Settir í bráða hættu Fjölmargir sjúklingar á krabbameinsdeild voru settir í bráða hættu þegar stjórnendur létu hjá líða að kanna starfsleyfi umsækjanda um stöðu hjúkrunarfræðings. Gáleysislega fólu þeir honum ábyrgðarhlutverk í umönnun þeirra m.a. aðgang að öllum lyfjum, sjúkraskrám og tækjum sem auðveldlega hefði getað valdið skaða. Hinn meinti hjúkrunarfræðingur starfaði ?óáreittur? í tvö ár. Hversu erfitt er að fletta upp á vefsíðu, hringja símtal eða tölta yfir í næsta hús til þess að kanna þetta grundvallaratriði varðandi öryggi sjúklinga? Skólakrakki hefði getað gert betur en sérfræðingar spítalans. Einfalt er að komast að því að viðkomandi hefur aldrei lokið námi í hjúkrunarfræði. Er kannski kominn tími til að fella út H úr skammstöfun spítalans og tala bara um Landspítala í stað LSH, þetta er alla vega ekki ?Háskólasjúkrahús? í mínum augum. Það þarf að fara að fækka skrifborðum og fjölga legurýmum, þá fyrst er ástæða til að byggja nýjan spítala, gagnslaus skrifborð eru greinilega að taka nauðsynlegt pláss frá veikum Íslendingum. Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þróun mála í heilbrigðiskerfinu að LSH hefur að undanförnu auglýst ítrekað eftir lögfræðingum. Ekki þurfa þeir starfsleyfi landlæknis og kannski auðveldara að ganga úr skugga um raunverulegan bakgrunn þeirra en hinna sem þurfa starfsleyfi í heilbrigðisþjónustu. Afsökunarbeiðni stjórnenda hefur enn sem komið er algerlega farið fram hjá mér en auðvelt að koma auga á hefðbundin varnarviðbrögð þar sem þeir skýla sér á bak við úrelta verkferla sem sennilega eru svo ekki til eftir allt saman. Það eina sem þeir geta sagt okkur er að það hafi verið skráð að ítrekað var gengið eftir framvísun á starfsleyfi sem aldrei barst frá starfsmanninum.Bæjarfógetinn Bastían Bæjarfógetinn Bastían byrjaði alltaf á að skrifa niður þegar upp komu vandamál en svo fór hann að hugsa. Fyrri hluti þessarar tækni Bastíans hafa sérfræðingarnir á LSH lært en alveg gleymt seinni hlutanum. Í fjölmiðlum fullyrti stafsmannastjórinn að menntunar- og réttindaleysi starfsmannsins hafi ekki valdið tjóni á spítalanum. Hvað veit hann um það? Meinar hann að óhapp hafi ekki verið skráð eða að óhapp hafi ekki átt sér stað? Á þessu tvennu er mikill munur. Afar sjaldgæft er að starfsmenn skrái atvik og alveg gefið að viðkomandi starfsmaður hefur ekki gert slíkt. Ekki hafa sjúklingar aðgang að atvikaskráningarkerfinu, geta ekki sökum sjúkleika kvartað eða kunna jafnvel ekki við að gera slíkt. Enda er tekið illa í slíkar kvartanir. Þá þrautagöngu þekki ég of vel af eingin raun því miður. Spítalinn hefur nú kært umræddan starfsmann sem er gott í sjálfu sér en engin réttlæting á stöðunni. Það væri nær að kæra stjórnendur spítalans fyrir gáleysið. Hver getur tekið það að sér. Eigum við bara að teysta í blindni, hvað finnst þér? Ég bendi hér með öllum sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstarfsfólks að halda að kanna starfsréttindin og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Einfalt er að skoða áðurnefnda lista. Er þetta það sem stjórnendur vilja? Traustið er brotið og sjúklingar verða að verja sig sjálfir að fremsta megni. Enn þá er tækifæri fyrir stjórnendur spítalans að koma fram í auðmýkt og biðjast afsökunar, það mundi hafa góð áhrif á það brotna traust sem þeir hafa skapað sjálfir.Heimilt að sýna vantraust Fyrir nokkru fékk ég bréf frá umboðsmanni Alþingis með afriti af bréfi frá aðstoðarframkvæmdastjóra lækninga LSH varðandi spurningu um verkferla þegar óhappaatvik á sér stað á spítalanum. Þetta mál tengist andláti sonar míns eftir mistök á spítalanum 2001. Tveggja síðna svar læknisins fól í sér eftirfarandi (dregið saman af undirritaðri í eina setningu); ?Við gerum okkar besta, erum að gera fullt og allt alltaf í endurskoðun?. Svo ekki hefur háskólasjúkrahúsið lært mikið á 12 árum, frá þessu alvarlega atviki. Ert þú eða þínir í hættu á spítalanum? Þér er heimilt að sýna vantraust. Láttu á það reyna fremur en sitja eftir með sárt ennið. Hvað á eiginlega að vera inni í nýjum spítala? Spyr skarpur skólakrakki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á vef landlæknisembættisins er að finna marga nafnalista yfir þá sem fengið hafa starfsleyfi í heilbrigðisþjónustu m.a. ljósmæður, lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og aðrar stéttir sem starfa í heilbrigðisþjónustu. Undirrituð hefur verið á einum þessara lista í nær 27 ár en veit ekki hversu ört þeir eru uppfærðir. Ég hef furðað mig á að starfsmannaþjónusta LSH virðist ekki vita af þessum listum eða kunni einfaldlega ekki á veraldarvefinn.Settir í bráða hættu Fjölmargir sjúklingar á krabbameinsdeild voru settir í bráða hættu þegar stjórnendur létu hjá líða að kanna starfsleyfi umsækjanda um stöðu hjúkrunarfræðings. Gáleysislega fólu þeir honum ábyrgðarhlutverk í umönnun þeirra m.a. aðgang að öllum lyfjum, sjúkraskrám og tækjum sem auðveldlega hefði getað valdið skaða. Hinn meinti hjúkrunarfræðingur starfaði ?óáreittur? í tvö ár. Hversu erfitt er að fletta upp á vefsíðu, hringja símtal eða tölta yfir í næsta hús til þess að kanna þetta grundvallaratriði varðandi öryggi sjúklinga? Skólakrakki hefði getað gert betur en sérfræðingar spítalans. Einfalt er að komast að því að viðkomandi hefur aldrei lokið námi í hjúkrunarfræði. Er kannski kominn tími til að fella út H úr skammstöfun spítalans og tala bara um Landspítala í stað LSH, þetta er alla vega ekki ?Háskólasjúkrahús? í mínum augum. Það þarf að fara að fækka skrifborðum og fjölga legurýmum, þá fyrst er ástæða til að byggja nýjan spítala, gagnslaus skrifborð eru greinilega að taka nauðsynlegt pláss frá veikum Íslendingum. Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þróun mála í heilbrigðiskerfinu að LSH hefur að undanförnu auglýst ítrekað eftir lögfræðingum. Ekki þurfa þeir starfsleyfi landlæknis og kannski auðveldara að ganga úr skugga um raunverulegan bakgrunn þeirra en hinna sem þurfa starfsleyfi í heilbrigðisþjónustu. Afsökunarbeiðni stjórnenda hefur enn sem komið er algerlega farið fram hjá mér en auðvelt að koma auga á hefðbundin varnarviðbrögð þar sem þeir skýla sér á bak við úrelta verkferla sem sennilega eru svo ekki til eftir allt saman. Það eina sem þeir geta sagt okkur er að það hafi verið skráð að ítrekað var gengið eftir framvísun á starfsleyfi sem aldrei barst frá starfsmanninum.Bæjarfógetinn Bastían Bæjarfógetinn Bastían byrjaði alltaf á að skrifa niður þegar upp komu vandamál en svo fór hann að hugsa. Fyrri hluti þessarar tækni Bastíans hafa sérfræðingarnir á LSH lært en alveg gleymt seinni hlutanum. Í fjölmiðlum fullyrti stafsmannastjórinn að menntunar- og réttindaleysi starfsmannsins hafi ekki valdið tjóni á spítalanum. Hvað veit hann um það? Meinar hann að óhapp hafi ekki verið skráð eða að óhapp hafi ekki átt sér stað? Á þessu tvennu er mikill munur. Afar sjaldgæft er að starfsmenn skrái atvik og alveg gefið að viðkomandi starfsmaður hefur ekki gert slíkt. Ekki hafa sjúklingar aðgang að atvikaskráningarkerfinu, geta ekki sökum sjúkleika kvartað eða kunna jafnvel ekki við að gera slíkt. Enda er tekið illa í slíkar kvartanir. Þá þrautagöngu þekki ég of vel af eingin raun því miður. Spítalinn hefur nú kært umræddan starfsmann sem er gott í sjálfu sér en engin réttlæting á stöðunni. Það væri nær að kæra stjórnendur spítalans fyrir gáleysið. Hver getur tekið það að sér. Eigum við bara að teysta í blindni, hvað finnst þér? Ég bendi hér með öllum sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstarfsfólks að halda að kanna starfsréttindin og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Einfalt er að skoða áðurnefnda lista. Er þetta það sem stjórnendur vilja? Traustið er brotið og sjúklingar verða að verja sig sjálfir að fremsta megni. Enn þá er tækifæri fyrir stjórnendur spítalans að koma fram í auðmýkt og biðjast afsökunar, það mundi hafa góð áhrif á það brotna traust sem þeir hafa skapað sjálfir.Heimilt að sýna vantraust Fyrir nokkru fékk ég bréf frá umboðsmanni Alþingis með afriti af bréfi frá aðstoðarframkvæmdastjóra lækninga LSH varðandi spurningu um verkferla þegar óhappaatvik á sér stað á spítalanum. Þetta mál tengist andláti sonar míns eftir mistök á spítalanum 2001. Tveggja síðna svar læknisins fól í sér eftirfarandi (dregið saman af undirritaðri í eina setningu); ?Við gerum okkar besta, erum að gera fullt og allt alltaf í endurskoðun?. Svo ekki hefur háskólasjúkrahúsið lært mikið á 12 árum, frá þessu alvarlega atviki. Ert þú eða þínir í hættu á spítalanum? Þér er heimilt að sýna vantraust. Láttu á það reyna fremur en sitja eftir með sárt ennið. Hvað á eiginlega að vera inni í nýjum spítala? Spyr skarpur skólakrakki.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun