Lífið

Man fyrst eftir Pretty Woman

Emma Watson sá Pretty Woman aðeins sjö ára gömul.
Emma Watson sá Pretty Woman aðeins sjö ára gömul. Nordicphotos/getty

Fyrsta kvikmyndin sem leikkonan Emma Watson man eftir að hafa séð er Pretty Woman með Juliu Roberts í aðalhlutverki. Í viðtali við W segist Watson hafa verið sjö ára gömul þegar hún sá myndina.

„Ég var alltof ung fyrir þessa mynd. Þetta var um það leyti sem ég féll fyrir Juliu Roberts og bandarískum kvikmyndum,“ útskýrir leikkonan. Hún segist ekki vilja vaxa úr grasi of hratt heldur.

„Mér hefur aldrei þótt eftirsóknarvert að vera talin kynþokkafull. Ég hef aldrei flýtt mér við að fá fólk til að sjá mig sem konu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.