Lífið

"Eyþór hefði ekki átt að fara í Eurovision“

Tinna Rós Steinsdóttir skrifar
Bubbi hefur mikið álit á Eyþór Inga.
Bubbi hefur mikið álit á Eyþór Inga.

„Ég er enn þá þeirrar skoðunar að Eyþór Ingi hefði aldrei átt að fara í Eurovision. Hann er besti söngvari sem ég hef heyrt í á Íslandi og mér finnst Eurovision ekki vera réttur vettvangur fyrir hann,“ segir Bubbi Morthens.

Eyþór Ingi kom fyrst fyrir augu landsmanna þegar hann tók þátt í raunveruleikaþáttunum Bandinu hans Bubba árið 2007 og vann. Margir muna eftir því í einum þættinum þegar Bubbi bað Eyþór Inga vinsamlegast um að gera sér þann greiða að fara aldrei í Eurovision.

Eyþór hefur látið hafa eftir sér í viðtölum síðan að á þeim tímapunkti þótti honum tilhugsunin um að hann myndi nokkurn tíman taka þátt í keppninni vera hlægileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.