Lífið

Leikur ráðgjafa

Christoph Waltz mun leika samhliða Robert De Niro í kvikmyndinni Candy Store. 
Nordicphotos/getty
Christoph Waltz mun leika samhliða Robert De Niro í kvikmyndinni Candy Store. Nordicphotos/getty

Austurríski leikarinn Christoph Waltz fer með hlutverk í spennumyndinni Candy Store eftir leikstjórann Stephen Gaghan. Með önnur hlutverk fara Robert De Niro og Jason Clarke, en íslenskir áhorfendur ættu að þekkja Clarke úr kvikmyndum á borð við Lawless og Zero Dark Thirty.

Gaghan leikstýrði síðast pólitísku spennumyndinni Syriana með Matt Damon og George Clooney í aðalhlutverkum. Waltz mun fara með hlutverk fyrrverandi kaldastríðsráðgjafa er þykist vera venjulegur bandarískur ríkisborgari. Aðdáendur hins snjalla leikara geta næst barið hann augum, eða eyrum réttara sagt, í teiknimyndinni Epic sem frumsýnd verður vestanhafs þann 24. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.