Margt er skrítið í kýrhausnum Reynir Vilhjálmsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Þegar ég hugsa um íslensk stjórnmál verður mér oft hugsað til þessa málsháttar. Nú eru kosningar nýafstaðnar og tveir flokkar fengu samtals meirihluta þingmanna. Það er eðlilegt að þessir flokkar hugsi til samstarfs um stjórnarmyndun. En hvað gerist? Formenn þessara flokka, trúlega í fylgd einhverra aðstoðarmanna, setjast niður í einhverju sumarhúsi einhvers staðar á landinu og ræða stefnumálin. Fréttamenn fá af og til einhverjar ábendingar um hvað sé rætt en allt virðist þetta á léttu nótunum.Örlögin ráðin Mér er spurn: er ekki verið að tala um framtíð íslensku þjóðarinnar, er ekki verið að tala um hvernig þjóðin eigi að forðast gjaldþrot næstu fjögur árin? Hvað vorum við að kjósa? Kusum við ekki stjórnmálaflokka eða kusum við bara formennina? Hafa flokkarnir ekki samninganefndir sem koma að stjórnarmyndun? Ég veit ekki betur en samninganefndir atvinnurekenda og verkalýðsfélaga búi til kjarasamning að loknu verkfalli og að allir viti hverjir sitji í þessum samninganefndum. Fundir þeirra geta verið langir og harðir og tekið heilu næturnar enda er gert ráð fyrir að farið verði eftir þessum samningum. Með stjórnarmyndun á Íslandi virðist þessu allt öðruvísi farið. Hér setjast einhverjir höfðingjar saman á afviknum stað, hvort sem er úti í Viðey, í Þingvallabænum eða í sumarhúsi einhvers staðar í vorblíðunni og gera samning sem skiptir engu máli því að það ætlar hvort sem er enginn að fara eftir honum. Aðalatriðið er að foringjarnir setji upp sitt fallegasta bros fyrir myndavélarnar þegar þeir standa úti á einhverjum tröppum og tilkynna þjóðinni að örlög hennar séu nú ráðin næstu fjögur árin. Flokkarnir sem að stjórninni eiga að standa munu svo samþykkja sáttmálann án þess að segja múkk því að það er ekki siður á Íslandi að gagnrýna það sem höfðingjarnir segja. Hnípin þjóð í vanda mun svo halda út næstu árin. Í mesta lagi verður eitthvað bankað á tunnur á Austurvelli en það er aldrei tekið mark á slíku enda ekki ástæða til. Stjórnmálaflokkur er stefna Alþingi Íslendinga virðist vera furðulegur vinnustaður. Í einfeldni minni hélt ég að að þar sætu fulltrúar fólksins sem væru kosnir til að fylgja þeirri stefnuskrá sem flokkur þeirra lagði fyrir kjósendur. Ég sem kjósandi hef engan áhuga á að kjósa einhverja sérstaka persónu, það eina sem ég get gert með krossinn minn er að setja hann við þá stefnu sem mér er mest að skapi. En stjórnmálaflokkur er fyrir mig ígildi ákveðinnar stefnu. En nú gerist það að alþingismaður skiptir um flokk á miðju kjörtímabili. Hver kaus hann til þess? Á hann ekki frekar að segja af sér ef hann getur ekki fylgt stefnunni lengur? Það er kannski ekki furða að margir Íslendingar treysta ekki Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hugsa um íslensk stjórnmál verður mér oft hugsað til þessa málsháttar. Nú eru kosningar nýafstaðnar og tveir flokkar fengu samtals meirihluta þingmanna. Það er eðlilegt að þessir flokkar hugsi til samstarfs um stjórnarmyndun. En hvað gerist? Formenn þessara flokka, trúlega í fylgd einhverra aðstoðarmanna, setjast niður í einhverju sumarhúsi einhvers staðar á landinu og ræða stefnumálin. Fréttamenn fá af og til einhverjar ábendingar um hvað sé rætt en allt virðist þetta á léttu nótunum.Örlögin ráðin Mér er spurn: er ekki verið að tala um framtíð íslensku þjóðarinnar, er ekki verið að tala um hvernig þjóðin eigi að forðast gjaldþrot næstu fjögur árin? Hvað vorum við að kjósa? Kusum við ekki stjórnmálaflokka eða kusum við bara formennina? Hafa flokkarnir ekki samninganefndir sem koma að stjórnarmyndun? Ég veit ekki betur en samninganefndir atvinnurekenda og verkalýðsfélaga búi til kjarasamning að loknu verkfalli og að allir viti hverjir sitji í þessum samninganefndum. Fundir þeirra geta verið langir og harðir og tekið heilu næturnar enda er gert ráð fyrir að farið verði eftir þessum samningum. Með stjórnarmyndun á Íslandi virðist þessu allt öðruvísi farið. Hér setjast einhverjir höfðingjar saman á afviknum stað, hvort sem er úti í Viðey, í Þingvallabænum eða í sumarhúsi einhvers staðar í vorblíðunni og gera samning sem skiptir engu máli því að það ætlar hvort sem er enginn að fara eftir honum. Aðalatriðið er að foringjarnir setji upp sitt fallegasta bros fyrir myndavélarnar þegar þeir standa úti á einhverjum tröppum og tilkynna þjóðinni að örlög hennar séu nú ráðin næstu fjögur árin. Flokkarnir sem að stjórninni eiga að standa munu svo samþykkja sáttmálann án þess að segja múkk því að það er ekki siður á Íslandi að gagnrýna það sem höfðingjarnir segja. Hnípin þjóð í vanda mun svo halda út næstu árin. Í mesta lagi verður eitthvað bankað á tunnur á Austurvelli en það er aldrei tekið mark á slíku enda ekki ástæða til. Stjórnmálaflokkur er stefna Alþingi Íslendinga virðist vera furðulegur vinnustaður. Í einfeldni minni hélt ég að að þar sætu fulltrúar fólksins sem væru kosnir til að fylgja þeirri stefnuskrá sem flokkur þeirra lagði fyrir kjósendur. Ég sem kjósandi hef engan áhuga á að kjósa einhverja sérstaka persónu, það eina sem ég get gert með krossinn minn er að setja hann við þá stefnu sem mér er mest að skapi. En stjórnmálaflokkur er fyrir mig ígildi ákveðinnar stefnu. En nú gerist það að alþingismaður skiptir um flokk á miðju kjörtímabili. Hver kaus hann til þess? Á hann ekki frekar að segja af sér ef hann getur ekki fylgt stefnunni lengur? Það er kannski ekki furða að margir Íslendingar treysta ekki Alþingi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun