Auðlindin fjöll… Auðlindin Bláfjöll! Hildur Jónsdóttir skrifar 15. maí 2013 06:00 Nú er liðinn síðasti opnunardagur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Fjöllin báru við bláan himinn, sólin skellihló og hvítir toppar toguðu til sín marga skíðamenn á öllum aldri bæði á miðvikudagskvöld og fimmtudag. Haldin var hátíð snjóbretta og skíðamanna miðvikudagskvöldið 7. maí í dulúðlegri kvöldstemningunni. Af hverju er þetta merkilegt? Jú, maímánuður er nærri hálfnaður og ennþá er fullt af snjó á skíðasvæðinu. Þvílíkt færi, hart og vel troðið um morguninn, sólin mýkti svo snjóinn aðeins síðdegis.Mikil vinna á bak við hvern dag Í vetur hefur verið opið í Bláfjöllum í 74 daga. Þegar mest hefur verið voru um 5.000 gestir á svæðinu. Ef skoðað er meðaltal gesta í vetur hafa verið um 1.100 gestir hvern einasta dag í fjallinu. Það hefur verið ærin vinna að ná þetta mörgum dögum í fjallinu og eiga Einar Bjarnason og hans harðduglegu starfsmenn mikið hrós skilið. Ég held að enginn viti hvað mikil vinna liggur á bak við glæsilegan dag í Bláfjöllum. Eldsnemma þarf að byrja að berja ís af vírum, undirbúa lyftur, kalla til starfsmenn á hverja vinnustöð og halda svo öllu gangandi fram til kvölds. Þegar mest hefur verið að gera eru 50 starfsmenn að vinna á svæðinu. Þetta er atvinnuskapandi og ánægjuskapandi vinnustaður. Á degi eins og síðasta opnunardaginn voru fjölskyldur með fullt af börnum á öllum aldri á leið upp í Töfrateppinu, ein barnalyfta var opin og starfsmaður kallaði hvatningarorð til eins gutta sem datt aftur og aftur: „Þetta er alveg að koma hjá þér.“ Stöðug umferð var í 4ra stóla lyftuna í Kóngsgili og alls staðar var líf og fjör í frábæru veðri. Að rekstrinum standa sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ef forsvarsmenn þessara sveitarfélaga sæju hversu heilbrigt og gott starf fer þarna fram væru þeir stoltir af að fá að vera með. Ég vil með orðum mínum beina þeirri ósk til sveitarfélaganna sem reka skíðasvæðið að líta á fjöllin sem auðlind og það starf sem þar fer fram. Ég sem skattgreiðandi í þessu samfélagi er stolt af því að leggja eitthvað af mörkum til að þessi frábæra íþrótt fái að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er liðinn síðasti opnunardagur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Fjöllin báru við bláan himinn, sólin skellihló og hvítir toppar toguðu til sín marga skíðamenn á öllum aldri bæði á miðvikudagskvöld og fimmtudag. Haldin var hátíð snjóbretta og skíðamanna miðvikudagskvöldið 7. maí í dulúðlegri kvöldstemningunni. Af hverju er þetta merkilegt? Jú, maímánuður er nærri hálfnaður og ennþá er fullt af snjó á skíðasvæðinu. Þvílíkt færi, hart og vel troðið um morguninn, sólin mýkti svo snjóinn aðeins síðdegis.Mikil vinna á bak við hvern dag Í vetur hefur verið opið í Bláfjöllum í 74 daga. Þegar mest hefur verið voru um 5.000 gestir á svæðinu. Ef skoðað er meðaltal gesta í vetur hafa verið um 1.100 gestir hvern einasta dag í fjallinu. Það hefur verið ærin vinna að ná þetta mörgum dögum í fjallinu og eiga Einar Bjarnason og hans harðduglegu starfsmenn mikið hrós skilið. Ég held að enginn viti hvað mikil vinna liggur á bak við glæsilegan dag í Bláfjöllum. Eldsnemma þarf að byrja að berja ís af vírum, undirbúa lyftur, kalla til starfsmenn á hverja vinnustöð og halda svo öllu gangandi fram til kvölds. Þegar mest hefur verið að gera eru 50 starfsmenn að vinna á svæðinu. Þetta er atvinnuskapandi og ánægjuskapandi vinnustaður. Á degi eins og síðasta opnunardaginn voru fjölskyldur með fullt af börnum á öllum aldri á leið upp í Töfrateppinu, ein barnalyfta var opin og starfsmaður kallaði hvatningarorð til eins gutta sem datt aftur og aftur: „Þetta er alveg að koma hjá þér.“ Stöðug umferð var í 4ra stóla lyftuna í Kóngsgili og alls staðar var líf og fjör í frábæru veðri. Að rekstrinum standa sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ef forsvarsmenn þessara sveitarfélaga sæju hversu heilbrigt og gott starf fer þarna fram væru þeir stoltir af að fá að vera með. Ég vil með orðum mínum beina þeirri ósk til sveitarfélaganna sem reka skíðasvæðið að líta á fjöllin sem auðlind og það starf sem þar fer fram. Ég sem skattgreiðandi í þessu samfélagi er stolt af því að leggja eitthvað af mörkum til að þessi frábæra íþrótt fái að vaxa og dafna.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar