Lífið

Alveg tryllt í Eurovision-tístinu

Freyr Bjarnason skrifar
Trylltir búningar í Eurovision-partíinu í fyrra. Frá vinstri: Einar Baldvin Arason sem dansarinn hennar Loreen, Margrét sem rússnesk amma, Styrmir Örn Hansson, fulltrúi Ísraels, og Leifur Þór Þorvaldsson og Atli Viðar Þorsteinsson sem Vinir Sjonna.
Trylltir búningar í Eurovision-partíinu í fyrra. Frá vinstri: Einar Baldvin Arason sem dansarinn hennar Loreen, Margrét sem rússnesk amma, Styrmir Örn Hansson, fulltrúi Ísraels, og Leifur Þór Þorvaldsson og Atli Viðar Þorsteinsson sem Vinir Sjonna.
Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack er einna duglegust hér á landi við að tísta á vefsíðunni Twitter um Eurovision.

„Í undankeppninni var ég alveg tryllt en ég var aðallega að nota ummæli frá mömmu minni. Hún á það til að vera svolítið beitt,“ segir Margrét Erla aðspurð, en hún hefur mjög gaman af tístinu.

Ríflega 1.100 Íslendingar sendu hátt í 7.400 tíst í fyrra undir merkinu #12stig í kringum lokakvöld Eurovision en #12stig var óopinbert merki Íslendinga sem vildu ræða Eurovision á Twitter. Merkið varð til að tilstuðlan Vodafone og í þetta sinn er stefnan sett á að bæta Íslandsmetið í tísti.

„Það var talað um að Eurovision í fyrra hefði verið þegar Íslendingar lærðu á Twitter,“ segir Margrét Erla, sem segist sjálf örugglega hafa átt um fjögur hundruð af tístunum 7.400. „Ég var bæði dugleg og mjög fyndin. Þetta er líka liður í því að ég fái kannski einhvern tímann að fara sem lýsandi á Eurovision. Þetta er allt saman hluti af stóra planinu,“ segir hún hress.

Margrét ætlar að bjóða útvöldum vinum sínum í árlegt Eurovision-búningapartí á laugardaginn. „Ég býð fólki sem ég veit að er tilbúið að mæta í búningi. Í fyrra var ég rússnesk amma sem var tannlaus og núna verð ég í rosa flottum búningi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.