Er ómögulegt að breyta vondu skipulagi? Skúli Magnússon skrifar 8. maí 2013 07:00 Fátt hefur jafnmikil áhrif á daglegt líf, og þar með lífsgæði manna, og skipulag byggðar og landnýtingar. Sveitarfélögum er falin mikil ábyrgð með því að ákvörðunarvald um þessi atriði er að mestu leyti í þeirra höndum. Skipulagsáætlunum sveitarfélaga er þannig ætlað að tryggja faglegan undirbúning og samráð við íbúa við þróun byggðar. Skipulagsáætlunum, ekki síst deiliskipulagi, er þó ekki síður ætlað að tryggja fyrirsjáanleika um nýtingu fasteigna og þar með réttaröryggi þeirra einstaklinga og lögaðila sem þar eiga hagsmuni. Það liggur því í eðli deiliskipulags að því er ætlað að vera endanlegu og kveða með nokkurri nákvæmni á um byggingarreiti, útlit, nýtingarhlutfall o.s.frv. Deiliskipulag skapar m.ö.o. lögmætar væntingar lóðarhafa um ákveðna nýtingu lóðar og verðmæti fasteignar hans. En lóðarhafi er vitanlega ekki sá eini sem hefur hagsmuni af deiliskipulagi. Og flestir munu vera sammála um að byggð geti þurft að fá að taka breytingum í takt við nýja tíma, nýjar þarfir og nýtt gildismat. Um það getur þannig ríkt breið samstaða að samþykkt deiliskipulag, sem e.t.v. er komið til ára sinna, sé slæmt og gangi gegn almannahagsmunum með einum eða öðrum hætti, t.d. með vísan til varðveislu- og menningartengdra sjónarmiða eða vegna þess að freklega er gengið á almannarými og/eða fyrirliggjandi byggð. Við þessar aðstæður er hins vegar iðulega vísað til af sveitarstjórnum að ómögulegt sé að breyta samþykktu deiliskipulagi, a.m.k. ekki án greiðslu himinhárra bóta til lóðarhafa, og því talið illskást að semja við lóðarhafa um einhverjar breytingar.Taka óhrædd slaginn Eins og sagan sýnir taka sveitarfélög óhrædd slaginn við nágranna og íbúa þegar keyra á óvinsælt deiliskipulag í gegn. Þegar litið er yfir framkvæmd síðustu áratuga eru þau mál hins vegar teljandi á fingrum annarrar handar þar sem sveitarstjórn lætur reyna á raunverulegan rétt lóðarhafa til skaðabóta vegna skerðingar á byggingarmagni skv. áður samþykktu deiliskipulagi. Það er því ekki við mörg fordæmi að styðjast þegar leggja á mat á umfang bótaskyldu sveitarfélags. Skv. almennum reglum er þó ljóst að lóðarhafa ber að sýna fram á tjón sitt og ber einnig skylda til þess að takmarka það eftir föngum. Mat á bótum getur heldur ekki eingöngu miðast við byggingarmagn heldur verður að taka tillit til allra þátta sem hafa áhrif á verðmæti viðkomandi fasteignar. Á undanförnum misserum hafa orðið nokkrar umræður um hvort rétt sé að huga að endurskoðun lagareglna víðvíkjandi bótarétti lóðarhafa við þær aðstæður sem hér um ræðir. Slík endurskoðun má heita eðlileg í ljósi þess að sú stefna hefur í raun aldrei verið mörkuð af löggjafanum að réttur lóðarhafa eigi að vera ríkari en leiðir af eignarréttarvernd stjórnarskrár. Án tillits þessa getur það verið eðlileg krafa að eitthvert mat sé lagt á fyrirsjáanlega fjárhæð bóta andspænis vondu og úreltu skipulagi sem hrinda á í framkvæmd eða semja á um lítið breytt við lóðarhafa. Aðeins að fengnu slíku mati er hægt að taka upplýsta afstöðu til þess hvort almannahagsmunir helgi í raun og veru þá niðurstöðu að una við gerðan eða lítt breyttan hlut. Það kostar nefnilega einnig að búa til frambúðar við vont skipulag þótt sá kostnaður verði ekki alltaf metinn til peninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fátt hefur jafnmikil áhrif á daglegt líf, og þar með lífsgæði manna, og skipulag byggðar og landnýtingar. Sveitarfélögum er falin mikil ábyrgð með því að ákvörðunarvald um þessi atriði er að mestu leyti í þeirra höndum. Skipulagsáætlunum sveitarfélaga er þannig ætlað að tryggja faglegan undirbúning og samráð við íbúa við þróun byggðar. Skipulagsáætlunum, ekki síst deiliskipulagi, er þó ekki síður ætlað að tryggja fyrirsjáanleika um nýtingu fasteigna og þar með réttaröryggi þeirra einstaklinga og lögaðila sem þar eiga hagsmuni. Það liggur því í eðli deiliskipulags að því er ætlað að vera endanlegu og kveða með nokkurri nákvæmni á um byggingarreiti, útlit, nýtingarhlutfall o.s.frv. Deiliskipulag skapar m.ö.o. lögmætar væntingar lóðarhafa um ákveðna nýtingu lóðar og verðmæti fasteignar hans. En lóðarhafi er vitanlega ekki sá eini sem hefur hagsmuni af deiliskipulagi. Og flestir munu vera sammála um að byggð geti þurft að fá að taka breytingum í takt við nýja tíma, nýjar þarfir og nýtt gildismat. Um það getur þannig ríkt breið samstaða að samþykkt deiliskipulag, sem e.t.v. er komið til ára sinna, sé slæmt og gangi gegn almannahagsmunum með einum eða öðrum hætti, t.d. með vísan til varðveislu- og menningartengdra sjónarmiða eða vegna þess að freklega er gengið á almannarými og/eða fyrirliggjandi byggð. Við þessar aðstæður er hins vegar iðulega vísað til af sveitarstjórnum að ómögulegt sé að breyta samþykktu deiliskipulagi, a.m.k. ekki án greiðslu himinhárra bóta til lóðarhafa, og því talið illskást að semja við lóðarhafa um einhverjar breytingar.Taka óhrædd slaginn Eins og sagan sýnir taka sveitarfélög óhrædd slaginn við nágranna og íbúa þegar keyra á óvinsælt deiliskipulag í gegn. Þegar litið er yfir framkvæmd síðustu áratuga eru þau mál hins vegar teljandi á fingrum annarrar handar þar sem sveitarstjórn lætur reyna á raunverulegan rétt lóðarhafa til skaðabóta vegna skerðingar á byggingarmagni skv. áður samþykktu deiliskipulagi. Það er því ekki við mörg fordæmi að styðjast þegar leggja á mat á umfang bótaskyldu sveitarfélags. Skv. almennum reglum er þó ljóst að lóðarhafa ber að sýna fram á tjón sitt og ber einnig skylda til þess að takmarka það eftir föngum. Mat á bótum getur heldur ekki eingöngu miðast við byggingarmagn heldur verður að taka tillit til allra þátta sem hafa áhrif á verðmæti viðkomandi fasteignar. Á undanförnum misserum hafa orðið nokkrar umræður um hvort rétt sé að huga að endurskoðun lagareglna víðvíkjandi bótarétti lóðarhafa við þær aðstæður sem hér um ræðir. Slík endurskoðun má heita eðlileg í ljósi þess að sú stefna hefur í raun aldrei verið mörkuð af löggjafanum að réttur lóðarhafa eigi að vera ríkari en leiðir af eignarréttarvernd stjórnarskrár. Án tillits þessa getur það verið eðlileg krafa að eitthvert mat sé lagt á fyrirsjáanlega fjárhæð bóta andspænis vondu og úreltu skipulagi sem hrinda á í framkvæmd eða semja á um lítið breytt við lóðarhafa. Aðeins að fengnu slíku mati er hægt að taka upplýsta afstöðu til þess hvort almannahagsmunir helgi í raun og veru þá niðurstöðu að una við gerðan eða lítt breyttan hlut. Það kostar nefnilega einnig að búa til frambúðar við vont skipulag þótt sá kostnaður verði ekki alltaf metinn til peninga.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun