Baráttan gegn atvinnuleysinu Runólfur Ágústsson skrifar 30. apríl 2013 07:00 Á Íslandi hefur náðst einstakur árangur í baráttunni gegn fjöldaatvinnuleysi. Eftir hrun var einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu en atvinnuleysi er nú með því lægsta í vestrænum ríkjum, nokkru hærra en í Austurríki og Noregi en á pari við Þýskaland og Holland. Um helgina kusum við til Alþingis. Í öllum okkar nágrannalöndum, vestan hafs og austan, hefur atvinnuleysi verið eitt af aðalmálum kosninga undanfarin misseri. Svo er ekki hér. Ástæðan er sá árangur sem ríkisstjórnin, stéttarfélög, atvinnurekendur og sveitarfélög hafa sameiginlega náð. Þrátt fyrir að samskipti ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins hafi verið hnökrótt og ekki skilað þeim árangri í fjárfestingum og atvinnusköpun sem vænst var, hefur verið alger einhugur um aðgerðir til að bæta stöðu atvinnuleitenda og skapa þeim ný tækifæri. Sérstakur sameiginlegur aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hefur samhæft og stýrt risavöxnum átaksverkefnum sem hafa virkað. Milljarðar króna hafa verið færðir úr bótakerfinu yfir í menntakerfið ásamt því að Atvinnuleysistryggingasjóður hefur styrkt þúsundir nýrra starfa. Markmiðið er að nýta betur almannafé og nota þá gríðarmiklu fjármuni sem farið hafa í bótagreiðslur til að skapa fólki raunveruleg tækifæri í stað þess að greiða þeim fyrir að sitja heima. Aðgerðir gegn atvinnuleysi hafa frá 2009 verið þríþættar. Í fyrstu var lögð ofuráhersla á að bjóða atvinnuleitendum upp á virkniúrræði til að sporna við neikvæðum afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Sérstök áhersla var lög á ungt atvinnulaust fólk með átakinu Ungt fólk til athafna sem skilaði góðum árangri og vann gegn skelfilegum áhrifum atvinnuleysis á þann stóra hóp. Síðan voru skólarnir opnaðir og þeim tryggt fjármagn til að taka á móti þúsundum atvinnuleitenda. Lögð var áhersla á að bjóða ungu atvinnulausu fólki að fara af bótum í nám. Þetta átak, sem náði hámarki árið 2011 undir slagorðinu Nám er vinnandi vegur, opnaði fólki leið af vinnumarkaði yfir í nám öllum til hagsbóta. Einstaklingurinn styrkir sína stöðu með aukinni menntun og samfélagið fjárfestir í mannauði á tímum þegar ekki er þörf fyrir vinnuafl viðkomandi. Þriðji áfanginn felst í því að auðvelda fyrirtækjum fjárfestingu í nýjum störfum með því að niðurgreiða stofnkostnað ef atvinnuleitandi er ráðinn. Þá fær fyrirtæki tímabundinn styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta upp í kjarasamningsbundin laun. Með þessum verkefnum hefur orðið til fjöldi starfa, flest árið 2012 með átaksverkefninu Vinnandi vegur og mun þeim fjölga á þessu ári með verkefninu Liðsstyrkur. Á þriðja þúsund einstaklingar fengu tækifæri til innkomu á vinnumarkað á ný á síðasta ári með þessum eða sambærilegum úrræðum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa þúsundir atvinnuleitenda nýtt sér framangreind tækifæri og farið í nám eða störf. Ofangreindar aðgerðir og sú samstaða sem um þær hefur verið, eiga stærstan þátt í lækkuðu atvinnuleysi hérlendis. Þetta eru bráðaaðgerðir í kreppu. Við höfum troðið marvaðann og gert það vel. Fjölgun framtíðarstarfa veltur hins vegar á tveimur þáttum. Aukinni erlendri fjárfestingu ásamt þeim hagvexti sem henni fylgir og hækkuðu menntastigi á vinnumarkaði. Hér þurfa stjórvöld og aðilar vinnumarkaðarins að taka höndum saman. Á því veltur framtíð okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur náðst einstakur árangur í baráttunni gegn fjöldaatvinnuleysi. Eftir hrun var einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu en atvinnuleysi er nú með því lægsta í vestrænum ríkjum, nokkru hærra en í Austurríki og Noregi en á pari við Þýskaland og Holland. Um helgina kusum við til Alþingis. Í öllum okkar nágrannalöndum, vestan hafs og austan, hefur atvinnuleysi verið eitt af aðalmálum kosninga undanfarin misseri. Svo er ekki hér. Ástæðan er sá árangur sem ríkisstjórnin, stéttarfélög, atvinnurekendur og sveitarfélög hafa sameiginlega náð. Þrátt fyrir að samskipti ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins hafi verið hnökrótt og ekki skilað þeim árangri í fjárfestingum og atvinnusköpun sem vænst var, hefur verið alger einhugur um aðgerðir til að bæta stöðu atvinnuleitenda og skapa þeim ný tækifæri. Sérstakur sameiginlegur aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hefur samhæft og stýrt risavöxnum átaksverkefnum sem hafa virkað. Milljarðar króna hafa verið færðir úr bótakerfinu yfir í menntakerfið ásamt því að Atvinnuleysistryggingasjóður hefur styrkt þúsundir nýrra starfa. Markmiðið er að nýta betur almannafé og nota þá gríðarmiklu fjármuni sem farið hafa í bótagreiðslur til að skapa fólki raunveruleg tækifæri í stað þess að greiða þeim fyrir að sitja heima. Aðgerðir gegn atvinnuleysi hafa frá 2009 verið þríþættar. Í fyrstu var lögð ofuráhersla á að bjóða atvinnuleitendum upp á virkniúrræði til að sporna við neikvæðum afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Sérstök áhersla var lög á ungt atvinnulaust fólk með átakinu Ungt fólk til athafna sem skilaði góðum árangri og vann gegn skelfilegum áhrifum atvinnuleysis á þann stóra hóp. Síðan voru skólarnir opnaðir og þeim tryggt fjármagn til að taka á móti þúsundum atvinnuleitenda. Lögð var áhersla á að bjóða ungu atvinnulausu fólki að fara af bótum í nám. Þetta átak, sem náði hámarki árið 2011 undir slagorðinu Nám er vinnandi vegur, opnaði fólki leið af vinnumarkaði yfir í nám öllum til hagsbóta. Einstaklingurinn styrkir sína stöðu með aukinni menntun og samfélagið fjárfestir í mannauði á tímum þegar ekki er þörf fyrir vinnuafl viðkomandi. Þriðji áfanginn felst í því að auðvelda fyrirtækjum fjárfestingu í nýjum störfum með því að niðurgreiða stofnkostnað ef atvinnuleitandi er ráðinn. Þá fær fyrirtæki tímabundinn styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta upp í kjarasamningsbundin laun. Með þessum verkefnum hefur orðið til fjöldi starfa, flest árið 2012 með átaksverkefninu Vinnandi vegur og mun þeim fjölga á þessu ári með verkefninu Liðsstyrkur. Á þriðja þúsund einstaklingar fengu tækifæri til innkomu á vinnumarkað á ný á síðasta ári með þessum eða sambærilegum úrræðum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa þúsundir atvinnuleitenda nýtt sér framangreind tækifæri og farið í nám eða störf. Ofangreindar aðgerðir og sú samstaða sem um þær hefur verið, eiga stærstan þátt í lækkuðu atvinnuleysi hérlendis. Þetta eru bráðaaðgerðir í kreppu. Við höfum troðið marvaðann og gert það vel. Fjölgun framtíðarstarfa veltur hins vegar á tveimur þáttum. Aukinni erlendri fjárfestingu ásamt þeim hagvexti sem henni fylgir og hækkuðu menntastigi á vinnumarkaði. Hér þurfa stjórvöld og aðilar vinnumarkaðarins að taka höndum saman. Á því veltur framtíð okkar.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar