Menntun á forsendum nemenda Ólafur Þór Jónsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Menntun er forsenda uppbyggingar nútíma samfélags. Meðal Íslendingur situr á skólabekk í 15 ár, sem eru rúm 25% ævinnar. Það er því ótækt að menntamál njóti ekki aukins forgangs í íslenskum stjórnmálum. Menntun á að vera aðgengileg og ánægjuleg fyrir alla, þannig er hægt að ná því besta út úr nemandanum. Það er hinsvegar ekki öllum vel fært að stunda nám og því er mikilvægt að öllum séu gefin jöfn tækifæri. Nemandinn nýtir þá styrkleika sína og getur stundað nám við sitt hæfi. Til þess þurfa einstaklingar að fá aukið svigrúm til að ráða námshraða og skipulagi náms í samræmi við námsgetu. Veita þarf þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða meira aðhald og leita þannig leiða til þess að þjóna þörfum allra nemenda svo þeir geti tekið framförum í námi sínu. Skilvirkni og fjölbreytni er forsenda ánægjulegrar skólagöngu. Fyrir þroska barns er ekki nóg að sitja í skólastofu allan daginn, auka þarf fjölbreytni skóladagsins með því að flétta saman uppbyggilegu frístundastarfi í bland við skólastarf meðal annars með því að auka vægi íþrótta, lista og félagsfærni í námi. Í framhaldi af því er mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila verði bundin í lög, því þar fer fram frábært uppbyggilegt nám sem ekki er einskorðað við skólabækur. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að félagsmiðstöðvum óháð búsetu og fjármagni. Á framhaldsskólastigi er mikilvægt að auka vægi iðn- og starfsmenntunar svo allir hafi aðgang að námi við sitt hæfi og gera framhaldsskólanám að góðum undirbúningi, bæði fyrir framhaldsnám og atvinnulífið.Hærri framlög til háskóla Samfylkingin leggur áherslu á að efla háskóla á Íslandi og hækka framlög til þeirra svo þeir standi jafnfætis öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Háskólar verða að vera skilvirkir og því vera í nánum tengslum við atvinnulífið og vinna stöðugt að því að mæta þörfum almennings fyrir menntaðan mannauð og rannsóknir. Fjölga þarf tæknimenntuðum einstaklingum til að mæta þörfum íslenskra fyrirtækja. Brýnt er að hækka grunnframfærslu námslána svo hún verði jafnhá neysluviðmiðum og áríðandi er að að hún verði greidd út mánaðarlega til þess að losa námsmenn undan yfirdráttarlánum. Nám á að vera hvetjandi og er því áríðandi að koma í höfn tillögu um að breyta hluta námslána í styrk ef lánþegi klárar nám sitt á tilsettum tíma. Samfylkingin er eini flokkurinn sem setur menntamál á oddinn fyrir komandi kosningar. Námsmenn eiga að krefjast þess að menntamál séu forgangsmál í íslenskum stjórnmálum, það er löngu orðið tímabært. Samfylkingin leggur áherslu á að menntakefinu verði breytt með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar, það er að gefa öllum tækifæri til að virkja hæfileika sína, stuðla að þroska einstaklingsins og veita honum góðan undirbúning fyrir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi. Setjum X við S ef við viljum menntamál sem forgangsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Menntun er forsenda uppbyggingar nútíma samfélags. Meðal Íslendingur situr á skólabekk í 15 ár, sem eru rúm 25% ævinnar. Það er því ótækt að menntamál njóti ekki aukins forgangs í íslenskum stjórnmálum. Menntun á að vera aðgengileg og ánægjuleg fyrir alla, þannig er hægt að ná því besta út úr nemandanum. Það er hinsvegar ekki öllum vel fært að stunda nám og því er mikilvægt að öllum séu gefin jöfn tækifæri. Nemandinn nýtir þá styrkleika sína og getur stundað nám við sitt hæfi. Til þess þurfa einstaklingar að fá aukið svigrúm til að ráða námshraða og skipulagi náms í samræmi við námsgetu. Veita þarf þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða meira aðhald og leita þannig leiða til þess að þjóna þörfum allra nemenda svo þeir geti tekið framförum í námi sínu. Skilvirkni og fjölbreytni er forsenda ánægjulegrar skólagöngu. Fyrir þroska barns er ekki nóg að sitja í skólastofu allan daginn, auka þarf fjölbreytni skóladagsins með því að flétta saman uppbyggilegu frístundastarfi í bland við skólastarf meðal annars með því að auka vægi íþrótta, lista og félagsfærni í námi. Í framhaldi af því er mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila verði bundin í lög, því þar fer fram frábært uppbyggilegt nám sem ekki er einskorðað við skólabækur. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að félagsmiðstöðvum óháð búsetu og fjármagni. Á framhaldsskólastigi er mikilvægt að auka vægi iðn- og starfsmenntunar svo allir hafi aðgang að námi við sitt hæfi og gera framhaldsskólanám að góðum undirbúningi, bæði fyrir framhaldsnám og atvinnulífið.Hærri framlög til háskóla Samfylkingin leggur áherslu á að efla háskóla á Íslandi og hækka framlög til þeirra svo þeir standi jafnfætis öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Háskólar verða að vera skilvirkir og því vera í nánum tengslum við atvinnulífið og vinna stöðugt að því að mæta þörfum almennings fyrir menntaðan mannauð og rannsóknir. Fjölga þarf tæknimenntuðum einstaklingum til að mæta þörfum íslenskra fyrirtækja. Brýnt er að hækka grunnframfærslu námslána svo hún verði jafnhá neysluviðmiðum og áríðandi er að að hún verði greidd út mánaðarlega til þess að losa námsmenn undan yfirdráttarlánum. Nám á að vera hvetjandi og er því áríðandi að koma í höfn tillögu um að breyta hluta námslána í styrk ef lánþegi klárar nám sitt á tilsettum tíma. Samfylkingin er eini flokkurinn sem setur menntamál á oddinn fyrir komandi kosningar. Námsmenn eiga að krefjast þess að menntamál séu forgangsmál í íslenskum stjórnmálum, það er löngu orðið tímabært. Samfylkingin leggur áherslu á að menntakefinu verði breytt með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar, það er að gefa öllum tækifæri til að virkja hæfileika sína, stuðla að þroska einstaklingsins og veita honum góðan undirbúning fyrir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi. Setjum X við S ef við viljum menntamál sem forgangsmál.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar