Lífið

Andlit Dior

Vekur athygli Robert Pattinson ku vera mjög kynþokkafullur í nýjum auglýsingum tískuhússins Dior. nordicphotos/getty
Vekur athygli Robert Pattinson ku vera mjög kynþokkafullur í nýjum auglýsingum tískuhússins Dior. nordicphotos/getty
Leikarinn Robert Pattinson er nýjasta andlit tískuhússins Dior og birtist innan skamms í sjónvarpsauglýsingum frá tískurisanum. Auglýsingarnar skarta Pattinson í aðalhlutverki ásamt þremur fyrirsætum.

Auglýsingarnar voru teknar upp síðasta sumar, bara nokkrum dögum eftir að upp komst um framhjáhald kærustu Pattinsons, Kristen Stewart, og leikstjórans Ruperts Sanders.

Mun Pattinson hafa tekið vel í að vera náinn fyrirsætunum klæddur fatnaði frá Dior og greinir blaðið The Mirror frá því að auglýsingin eigi eftir að vekja mikla athygli þegar hún verður frumsýnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.