Lífið

Bannar ljósmyndara

STRANGAR REGLUR Beyoncé bannar utanaðkomandi ljósmyndara á tónleikum sínum. nordicphotos/getty
STRANGAR REGLUR Beyoncé bannar utanaðkomandi ljósmyndara á tónleikum sínum. nordicphotos/getty
Tónlistardívan Beyoncé hefur bannað alla utanaðkomandi ljósmyndara á tónleikum sínum en hún er þessa dagana á tónleikaferðalagi um heiminn. Ástæðan ku vera sú að hún vill ekki gefa neinum færi á að taka af sér ljótar myndir sem rata inn á myndabanka heimsins.

Í staðinn verða bara ljósmyndarar á vegum Beyoncé sem sjá um að mata myndabankana með myndum sem söngkonan hefur lagt blessun sína yfir. Samkvæmt vefmiðlinum Jezebel var Beyoncé víst ekki nógu ánægð með allar myndirnar sem voru teknar af henni er hún söng í hálfleik á Superbowl fyrr á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.