Gæti reynst fordæmisgefandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2013 08:30 Útlit er fyrir að Kári muni ekki spila félagsliðshandbolta aftur fyrr en á næsta tímabili, en þá verður hann genginn til liðs við Bjerringbro/Silkeborg í Danmörku.fréttablaðið/stefán Kári Kristján Kristjánsson segist hafa spilað með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu á miðvikudagskvöldið í góðri trú, enda hafi hann fengið leyfi frá læknum Wetzlar til að taka sig af sjúkralista félagsins. Svo virðist hins vegar að það hafi ekki verið gert og að nú standi orð gegn orði. Wetzlar sagði upp samningi Kára strax daginn eftir leik. Það kom línumanninum sterka í opna skjöldu og kippti strákunum öllum niður á jörðina eftir frækilegan sigur í Slóveníu, þar sem Kári var í lykilhlutverki á lokamínútunum. „Vinnubrögðin hjá Wetzlar í þessu máli eru gjörsamlega fáránleg og óskiljanleg," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir enn fremur að enginn frá HSÍ hefði heyrt neitt frá Wetzlar um að hann mætti ekki spila. „Ekki orð. Ég var búinn að hafa samband við öll þau félög sem eiga leikmenn í landsliðinu og biðja um að fá þá lausa á ákveðnum tímum. Ef félög vilja setja sig upp á móti því verða þau að hafa samband. Það var ekki gert," segir hann. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um málavexti. Kári segir að hann hafi verið skráður á sjúkralista Wetzlar til 4. apríl en fengið leyfi tveggja lækna félagsins til að flýta þeirri dagsetningu um tvo daga. Til grundvallar lá læknisskoðun hjá íslenska landsliðinu þar sem Kári var metinn leikfær. „Ég fékk mjög skýrt svar frá tveimur læknum Wetzlar. Þeir sögðu báðir já," sagði Kári við Fréttablaðið. „Ég stóð við mitt og sinnti tilkynningaskyldunni. Viðbrögðin komu mér svo algjörlega í opna skjöldu – annars væri ég ekki að segja mína hlið málsins." Kári er byrjaður að skoða sína stöðu í samstarfi við HSÍ og lögfræðinga og umboðsmenn í Þýskalandi. Málið er því á viðkvæmu stigi og gæti reynst fordæmisgefandi fyrir öll landslið handboltaheimsins, eftir því sem Aron segir. „Ef félög hafa völd til að halda mönnum á sjúkralista þó svo að þeir séu leikfærir er alþjóðlegur handbolti í mikilli hættu. Kári var að koma til baka eftir erfiða aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. Hann hafði lagt hart að sér til að ná heilsu og reynist svo í lagi fyrir mikilvægan landsleik, þar sem hann stendur sig vel. Svo fær hann þessa tusku í andlitið. Mér finnst mjög skrýtin lykt af þessu máli." Olís-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson segist hafa spilað með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu á miðvikudagskvöldið í góðri trú, enda hafi hann fengið leyfi frá læknum Wetzlar til að taka sig af sjúkralista félagsins. Svo virðist hins vegar að það hafi ekki verið gert og að nú standi orð gegn orði. Wetzlar sagði upp samningi Kára strax daginn eftir leik. Það kom línumanninum sterka í opna skjöldu og kippti strákunum öllum niður á jörðina eftir frækilegan sigur í Slóveníu, þar sem Kári var í lykilhlutverki á lokamínútunum. „Vinnubrögðin hjá Wetzlar í þessu máli eru gjörsamlega fáránleg og óskiljanleg," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir enn fremur að enginn frá HSÍ hefði heyrt neitt frá Wetzlar um að hann mætti ekki spila. „Ekki orð. Ég var búinn að hafa samband við öll þau félög sem eiga leikmenn í landsliðinu og biðja um að fá þá lausa á ákveðnum tímum. Ef félög vilja setja sig upp á móti því verða þau að hafa samband. Það var ekki gert," segir hann. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um málavexti. Kári segir að hann hafi verið skráður á sjúkralista Wetzlar til 4. apríl en fengið leyfi tveggja lækna félagsins til að flýta þeirri dagsetningu um tvo daga. Til grundvallar lá læknisskoðun hjá íslenska landsliðinu þar sem Kári var metinn leikfær. „Ég fékk mjög skýrt svar frá tveimur læknum Wetzlar. Þeir sögðu báðir já," sagði Kári við Fréttablaðið. „Ég stóð við mitt og sinnti tilkynningaskyldunni. Viðbrögðin komu mér svo algjörlega í opna skjöldu – annars væri ég ekki að segja mína hlið málsins." Kári er byrjaður að skoða sína stöðu í samstarfi við HSÍ og lögfræðinga og umboðsmenn í Þýskalandi. Málið er því á viðkvæmu stigi og gæti reynst fordæmisgefandi fyrir öll landslið handboltaheimsins, eftir því sem Aron segir. „Ef félög hafa völd til að halda mönnum á sjúkralista þó svo að þeir séu leikfærir er alþjóðlegur handbolti í mikilli hættu. Kári var að koma til baka eftir erfiða aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. Hann hafði lagt hart að sér til að ná heilsu og reynist svo í lagi fyrir mikilvægan landsleik, þar sem hann stendur sig vel. Svo fær hann þessa tusku í andlitið. Mér finnst mjög skrýtin lykt af þessu máli."
Olís-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira