Frá efnahagssamruna til efnahagslegs öryggis Guillaume Xavier-Bender skrifar 5. apríl 2013 07:00 Evrópusambandið var stofnað á grundvelli þeirrar sannfæringar að sameiginleg hagsæld myndi stuðla að friði og stöðugleika í Evrópu. Innri markaðurinn, og með honum frjáls flutningur á vörum, fólki og fjármagni, hefur sannarlega auðveldað aukna samvinnu milli aðildarríkjanna og almennings. Frá bandalagi til sambands hefur Evrópusamruninn verið stigvaxandi og drifinn af efnahagssamstarfi í álfunni. Krísan á evrusvæðinu, í bland við samdrátt í efnahag heimsins og samkeppni frá vaxandi hagkerfum, er enn eitt skrefið í þróun hlutverks Evrópu í alþjóðamálum. Á meðan aðildarríki tipla á tánum í átt að dýpri samruna á sviði efnahags- og stjórnmála ætti ESB að styrkja núverandi samstarf við aðrar þjóðir.Tvíhliða samkomulag Sem slíkt er nýlegt samkomulag ESB og Bandaríkjanna um að hefja samningaviðræður um víðtækt viðskipta- og fjárfestingasamstarf eins líklegt til efnahagslegs ávinnings og til að styrkja stöðu sambandsins. Svo metnaðarfullt tvíhliða samkomulag gæti einnig stutt við hið fjölþjóða kerfi, hvort heldur sem er innan WTO eða G20. En það gæti líka verið litið á það sem varnartilraun til þess að snúa efnahagslegu samstarfi á heimsvísu aftur í þágu vestrænna hagkerfa. Það er nákvæmlega þetta jafnvægi milli frjálslyndis og verndarstefnu, milli efnahagslegs ávinnings og styrkingar á stöðu innan alþjóðakerfisins, sem mótar hvernig litið er á hlutverk Evrópu í heiminum. Í raun gætu þýðingarmestu leiðir ESB í utanríkismálum verið tengsl þess í efnahagsmálum.Enn stærsta hagkerfið Þrátt fyrir hægan endurbata er ESB enn stærsta hagkerfi heimsins. Það er stærsti innflutningsaðili heimsins, stærsti fjárfestir og sá aðili sem nýtur mestra beinna erlendra fjárfestinga. Þrátt fyrir að efnahagskreppan hafi ekki dregið úr almennum stuðningi við frjálslyndisstefnuna hefur hún eflt ákallið eftir aukinni vernd fyrir evrópsk hagkerfi og samfélög. Kjarninn í því að taka utanríkissambönd ESB til endurskoðunar er að vernda þessar réttarreglur gegn auknum ytri þrýstingi. Í slíku samhengi styrkist sambandið milli efnahags- og utanríkisstefnu og munurinn þar á milli verður æ óskýrari. Af því leiðir, í viðskiptum sem og víðar, að ESB ætti að halda áfram að tryggja hlutfallslega yfirburði sína. Til þess getur þurft að móta nýjar verkreglur til að hafa eftirlit með erlendum fjárfestingum innan sambandsins og stýra aðgangi að innri markaðinum. Efnahagslegt öryggi er hins vegar ekki efnahagsleg verndarstefna heldur snýst það um áhrif skulda, gjaldmiðla, fjárfestinga, iðngetu, auðlinda, orku, tækni og mannauðs á öryggi, bæði á landsvísu sem og svæðisbundið. Það snýst um getu og færni til að skapa, viðhalda og vernda efnahagslega velmegun og félagslegar undirstöður. Þrátt fyrir áskoranir sem felast í þróun á efnahagslegum samskiptum á heimsvísu eru grunnstoðir Evrópu enn sterkar. En nú er kominn tími fyrir ESB að byggja ný sambönd og til að endurhugsa núverandi sambönd út frá efnahagslegu öryggi og samskiptum sem styrkja stöðu sambandsins. Leiðin að eigin efnahagslegum endurbata ESB gæti sprottið fyrst og fremst út frá efnahagslegum samböndum þess út á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Evrópusambandið var stofnað á grundvelli þeirrar sannfæringar að sameiginleg hagsæld myndi stuðla að friði og stöðugleika í Evrópu. Innri markaðurinn, og með honum frjáls flutningur á vörum, fólki og fjármagni, hefur sannarlega auðveldað aukna samvinnu milli aðildarríkjanna og almennings. Frá bandalagi til sambands hefur Evrópusamruninn verið stigvaxandi og drifinn af efnahagssamstarfi í álfunni. Krísan á evrusvæðinu, í bland við samdrátt í efnahag heimsins og samkeppni frá vaxandi hagkerfum, er enn eitt skrefið í þróun hlutverks Evrópu í alþjóðamálum. Á meðan aðildarríki tipla á tánum í átt að dýpri samruna á sviði efnahags- og stjórnmála ætti ESB að styrkja núverandi samstarf við aðrar þjóðir.Tvíhliða samkomulag Sem slíkt er nýlegt samkomulag ESB og Bandaríkjanna um að hefja samningaviðræður um víðtækt viðskipta- og fjárfestingasamstarf eins líklegt til efnahagslegs ávinnings og til að styrkja stöðu sambandsins. Svo metnaðarfullt tvíhliða samkomulag gæti einnig stutt við hið fjölþjóða kerfi, hvort heldur sem er innan WTO eða G20. En það gæti líka verið litið á það sem varnartilraun til þess að snúa efnahagslegu samstarfi á heimsvísu aftur í þágu vestrænna hagkerfa. Það er nákvæmlega þetta jafnvægi milli frjálslyndis og verndarstefnu, milli efnahagslegs ávinnings og styrkingar á stöðu innan alþjóðakerfisins, sem mótar hvernig litið er á hlutverk Evrópu í heiminum. Í raun gætu þýðingarmestu leiðir ESB í utanríkismálum verið tengsl þess í efnahagsmálum.Enn stærsta hagkerfið Þrátt fyrir hægan endurbata er ESB enn stærsta hagkerfi heimsins. Það er stærsti innflutningsaðili heimsins, stærsti fjárfestir og sá aðili sem nýtur mestra beinna erlendra fjárfestinga. Þrátt fyrir að efnahagskreppan hafi ekki dregið úr almennum stuðningi við frjálslyndisstefnuna hefur hún eflt ákallið eftir aukinni vernd fyrir evrópsk hagkerfi og samfélög. Kjarninn í því að taka utanríkissambönd ESB til endurskoðunar er að vernda þessar réttarreglur gegn auknum ytri þrýstingi. Í slíku samhengi styrkist sambandið milli efnahags- og utanríkisstefnu og munurinn þar á milli verður æ óskýrari. Af því leiðir, í viðskiptum sem og víðar, að ESB ætti að halda áfram að tryggja hlutfallslega yfirburði sína. Til þess getur þurft að móta nýjar verkreglur til að hafa eftirlit með erlendum fjárfestingum innan sambandsins og stýra aðgangi að innri markaðinum. Efnahagslegt öryggi er hins vegar ekki efnahagsleg verndarstefna heldur snýst það um áhrif skulda, gjaldmiðla, fjárfestinga, iðngetu, auðlinda, orku, tækni og mannauðs á öryggi, bæði á landsvísu sem og svæðisbundið. Það snýst um getu og færni til að skapa, viðhalda og vernda efnahagslega velmegun og félagslegar undirstöður. Þrátt fyrir áskoranir sem felast í þróun á efnahagslegum samskiptum á heimsvísu eru grunnstoðir Evrópu enn sterkar. En nú er kominn tími fyrir ESB að byggja ný sambönd og til að endurhugsa núverandi sambönd út frá efnahagslegu öryggi og samskiptum sem styrkja stöðu sambandsins. Leiðin að eigin efnahagslegum endurbata ESB gæti sprottið fyrst og fremst út frá efnahagslegum samböndum þess út á við.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar