Lifað á öðrum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. mars 2013 06:00 Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan. Þessar tölur koma fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi, sem Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn. Það þarf ekki að koma á óvart að sveitarfélögin sem lifa á Jöfnunarsjóðnum eru þau fámennustu. Af þeim sex sem hafa meira en helming tekna sinna úr sjóðnum eru fimm með 100-200 íbúa. Stærstu sveitarfélög landsins borga hins vegar miklu meira í sjóðinn en þau fá úr honum. Tekjur jöfnunarsjóðsins samanstanda annars vegar af framlagi úr ríkissjóði sem er ákveðið hlutfall af öllum skatttekjum ríkisins og hins vegar af hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga. Þetta þýðir í raun að íbúar stærri sveitarfélaganna niðurgreiða þjónustu og framkvæmdir í þeim smærri. Einhver jöfnun á milli sveitarfélaga þarf ekki að vera óeðlileg, sérstaklega þar sem stór verkefni hafa flutzt frá ríki til sveitarfélaga undanfarna áratugi; rekstur grunnskólans og þjónusta við fatlaða. En það er alveg fráleitt að pínulítil sveitarfélög, sem hafa í raun enga burði til að takast á við verkefnin sem þeim eru ætluð, lifi þannig á öðrum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í Fréttablaðinu á mánudag ekki vilja nálgast málið með því að segja að litlu sveitarfélögin lifðu á þeim stóru. Hann er auðvitað kurteis og vill ekki styggja umbjóðendur sína, þannig að hann segir sama hlutinn með öðrum orðum: Það er engin skynsemi í því að vera með mörg lítil sveitarfélög. Rökin fyrir þeirri miklu fækkun sveitarfélaga sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi eru að stjórnsýslan sé nógu burðug til að takast á við stór og flókin verkefni með hagkvæmum hætti. Halldór segir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga sé oft byggð á tilfinningalegum rökum. Íbúar lítilla jaðarbyggða óttist að missa spón úr aski sínum og hluta af sjálfsmynd sinni, verði sveitarfélögin sameinuð öðrum. Tillögur um að lágmarksmannfjöldi í sveitarfélagi verði 1.000 manns hafi ævinlega verið felldar og séu því ekki stefna sveitarstjórnarfólks. Við skulum ekki gera lítið úr tilfinningarökunum. Þau eiga rétt á sér alveg eins og hagkvæmnisrökin um sameiningu og eflingu sveitarfélaga. En það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. Þeir sem vilja halda tilfinningaafstöðunni til streitu og neita að finna hagkvæmustu lausnirnar á veitingu þjónustu sveitarfélaganna geta ekki gert kröfu til þess að fá að senda öðrum skattgreiðendum í landinu reikninginn. Krafa skattgreiðenda hlýtur þess vegna að vera færri og stærri sveitarfélög og að pínulitlu sveitarfélögin sem eru staðráðin í að halda sínu striki og vera áfram pínulítil hætti að njóta niðurgreiðslnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan. Þessar tölur koma fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi, sem Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn. Það þarf ekki að koma á óvart að sveitarfélögin sem lifa á Jöfnunarsjóðnum eru þau fámennustu. Af þeim sex sem hafa meira en helming tekna sinna úr sjóðnum eru fimm með 100-200 íbúa. Stærstu sveitarfélög landsins borga hins vegar miklu meira í sjóðinn en þau fá úr honum. Tekjur jöfnunarsjóðsins samanstanda annars vegar af framlagi úr ríkissjóði sem er ákveðið hlutfall af öllum skatttekjum ríkisins og hins vegar af hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga. Þetta þýðir í raun að íbúar stærri sveitarfélaganna niðurgreiða þjónustu og framkvæmdir í þeim smærri. Einhver jöfnun á milli sveitarfélaga þarf ekki að vera óeðlileg, sérstaklega þar sem stór verkefni hafa flutzt frá ríki til sveitarfélaga undanfarna áratugi; rekstur grunnskólans og þjónusta við fatlaða. En það er alveg fráleitt að pínulítil sveitarfélög, sem hafa í raun enga burði til að takast á við verkefnin sem þeim eru ætluð, lifi þannig á öðrum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í Fréttablaðinu á mánudag ekki vilja nálgast málið með því að segja að litlu sveitarfélögin lifðu á þeim stóru. Hann er auðvitað kurteis og vill ekki styggja umbjóðendur sína, þannig að hann segir sama hlutinn með öðrum orðum: Það er engin skynsemi í því að vera með mörg lítil sveitarfélög. Rökin fyrir þeirri miklu fækkun sveitarfélaga sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi eru að stjórnsýslan sé nógu burðug til að takast á við stór og flókin verkefni með hagkvæmum hætti. Halldór segir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga sé oft byggð á tilfinningalegum rökum. Íbúar lítilla jaðarbyggða óttist að missa spón úr aski sínum og hluta af sjálfsmynd sinni, verði sveitarfélögin sameinuð öðrum. Tillögur um að lágmarksmannfjöldi í sveitarfélagi verði 1.000 manns hafi ævinlega verið felldar og séu því ekki stefna sveitarstjórnarfólks. Við skulum ekki gera lítið úr tilfinningarökunum. Þau eiga rétt á sér alveg eins og hagkvæmnisrökin um sameiningu og eflingu sveitarfélaga. En það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. Þeir sem vilja halda tilfinningaafstöðunni til streitu og neita að finna hagkvæmustu lausnirnar á veitingu þjónustu sveitarfélaganna geta ekki gert kröfu til þess að fá að senda öðrum skattgreiðendum í landinu reikninginn. Krafa skattgreiðenda hlýtur þess vegna að vera færri og stærri sveitarfélög og að pínulitlu sveitarfélögin sem eru staðráðin í að halda sínu striki og vera áfram pínulítil hætti að njóta niðurgreiðslnanna.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar