Lífið

Fjórum tímum of sein

OF sein Rihanna mætti fjórum tímum of seint á tónleika fyrir nemendur við Barrington High School. Nordicphotos/getty
OF sein Rihanna mætti fjórum tímum of seint á tónleika fyrir nemendur við Barrington High School. Nordicphotos/getty
Poppstjarnan Rihanna var ekki vinsæl meðal nemenda við Barrington High School í Chicago er hún mætti fjórum tímum of seint á tónleika.

Skólinn hafði unnið keppni þar sem verðlaunin voru tónleikar með söngkonunni vinsælu sem kenndi umferðarteppu í borginni um seinkunina miklu.

Ekki bætti úr skák að söngkonan var einungis á sviðinu í 15 mínútur áður en hún hvarf inn í glæsibifreið sína aftur og ók á brott. Nemendur við skólann létu hafa það eftir sér að Rihanna væri dóni og sýndi aðdáendum sínum enga virðingu með þessari uppákomu en tónleikarnir höfðu verið tilhlökkunarefni í skólanum í marga mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.