Innlent

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhalds

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Hæstiréttur Staðfesti gæsluvarðhald yfir föður sem grunaður er um að hafa orðið fimm mánaða dóttur sinni að bana.fréttablaðið/anton
Hæstiréttur Staðfesti gæsluvarðhald yfir föður sem grunaður er um að hafa orðið fimm mánaða dóttur sinni að bana.fréttablaðið/anton
Hæstiréttur staðfesti síðdegis á miðvikudag gæsluvarðhald yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið fimm mánaða dóttur sinni að bana.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist aðspurður ekki telja að maðurinn hafi komið áður við sögu lögreglunnar eða að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna.

„Það liggja fyrir þessar bráðabirgðaniðurstöður og maðurinn er í haldi grunaður um að hafa valdið þessum áverkum sem drógu barnið til dauða," segir Friðrik Smári en vill ekki tjá sig frekar um að hverju rannsóknin beinist. Rannsókn sé í fullum gangi.

Litla stúlkan var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann á sunnudagskvöld, en lést aðfaranótt mánudags.

Bráðabirgðaniðurstaða réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar bendir til að dánarorsök hafi verið blæðingar í heila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×