Innlent

Fórnarlömb ofbeldis hætta frekar í skóla

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Þriðjungur drengja sem hefur stundað kynmök gegn vilja sínum vill hætta í framhaldsskóla, samkvæmt samnorrænni rannsókn. Fréttablaðið/Valli
Þriðjungur drengja sem hefur stundað kynmök gegn vilja sínum vill hætta í framhaldsskóla, samkvæmt samnorrænni rannsókn. Fréttablaðið/Valli
Ungmenni sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eru líklegri til að hætta námi á framhaldsskólastigi en þau sem ekki hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fjögurra ólíkra kannana sem gerðar hafa verið hér á landi á tíðni og afleiðingum kynferðislegs ofbeldis og misnotkunar hjá ungu fólki á framhaldsskólaaldri.

Kannanirnar voru annars vegar gerðar meðal framhaldsskólanema og hins vegar meðal ungmenna á sama aldri sem ekki stunda nám.

Tæplega tuttugu prósent íslenskra ungmenna sem stunda ekki nám í framhaldsskóla segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hlutfallið er átta prósent hjá sama aldurshópi sem stundar nám, samkvæmt rannsókn sem gerð var á árunum 2000 og 2001. „Þetta eru einu samanburðartölurnar sem við eigum, en allt bendir til þess að þetta hafi ekki breyst," segir Björk Ásgeirsdóttir, lektor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík. „Þá höfum við nýlegri upplýsingar um að yngri nemendur í framhaldsskólum séu líklegri til að segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af ýmsum toga, en eldri nemendur," segir hún.

Bryndís kynnir niðurstöður rannsóknanna á málþingi HR í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×