Sífellt fleiri skilja bílinn eftir heima Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 22. mars 2013 07:00 Kristín Þórðardóttir er nýflutt heim frá Danmörku og á ekki bíl. Hún fær samgöngustyrk frá vinnuveitandanum og hjólar eða tekur strætó í vinnuna. fréttablaðið/gva „Þetta sparar fullt af útgjöldum," segir Kristín Þórðardóttir, starfsmaður hjá Advania. Hún skrifaði undir samgöngusamning við fyrirtækið, fær styrk frá því og skuldbindur sig í staðinn til að notast við annan samgöngumáta til að fara til vinnu, svo sem gangandi, hjólandi eða í strætó, að minnsta kosti þrisvar í viku. „Við eigum ekki einu sinni bíl. Við erum nýflutt frá Danmörku og héldum bara áfram að hjóla þegar við komum heim. Það var óvænt ánægja að fyrirtækið skyldi bjóða upp á þetta," segir Kristín, en um 230 af 600 starfsmönnum hafa undirritað samgöngusamning hjá Advania. „Ég hjóla nú ekki alveg í öllum veðrum. Ef veðrið er of vont þá tek ég bara strætó, en ég notaði styrkinn til að kaupa strætókort." Þeim fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða starfsmönnum sínum samgöngusamninga fer fjölgandi. Landsbankinn hefur gert það síðan árið 2011. Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá bankanum, segir að samningarnir hafi mælst vel fyrir. „Um síðustu áramót höfðu 359 af um 1.300 starfsmönnum skrifað undir samning. Þeir eiga allir rétt á tuttugu þúsund króna niðurgreiðslu á árskorti í strætó, sem og fjörutíu þúsund króna viðbótargreiðslu vegna kostnaðar við vistvænar samgöngur." Á móti skuldbinda starfsmenn sig til þess að koma aðeins tvo daga á viku í bíl, nema óviðráðanlegar aðstæður kalli á annað, veik börn, tannlæknatími eða eitthvað í þá veru. „Við höfum það þó þannig að ef slíkar aðstæður koma upp greiðum við leigubíl fyrir starfsfólk." ÁTVR bauð upp á samgöngusamninga í tilraunaskyni frá apríl til september í fyrra. Tilraunin gekk svo vel að ákveðið var að bjóða upp á framhald á henni. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að starfsmenn geti fengið styrk bæði yfir vetrar- og sumartímann. „Reynslan af þessu er mjög góð og könnun hjá okkur sýndi að starfsmenn eru mjög jákvæðir í garð verkefnisins," segir Sigrún, en 112 af um 300 starfsmönnum hafa skrifað undir samgöngusamning. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
„Þetta sparar fullt af útgjöldum," segir Kristín Þórðardóttir, starfsmaður hjá Advania. Hún skrifaði undir samgöngusamning við fyrirtækið, fær styrk frá því og skuldbindur sig í staðinn til að notast við annan samgöngumáta til að fara til vinnu, svo sem gangandi, hjólandi eða í strætó, að minnsta kosti þrisvar í viku. „Við eigum ekki einu sinni bíl. Við erum nýflutt frá Danmörku og héldum bara áfram að hjóla þegar við komum heim. Það var óvænt ánægja að fyrirtækið skyldi bjóða upp á þetta," segir Kristín, en um 230 af 600 starfsmönnum hafa undirritað samgöngusamning hjá Advania. „Ég hjóla nú ekki alveg í öllum veðrum. Ef veðrið er of vont þá tek ég bara strætó, en ég notaði styrkinn til að kaupa strætókort." Þeim fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða starfsmönnum sínum samgöngusamninga fer fjölgandi. Landsbankinn hefur gert það síðan árið 2011. Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá bankanum, segir að samningarnir hafi mælst vel fyrir. „Um síðustu áramót höfðu 359 af um 1.300 starfsmönnum skrifað undir samning. Þeir eiga allir rétt á tuttugu þúsund króna niðurgreiðslu á árskorti í strætó, sem og fjörutíu þúsund króna viðbótargreiðslu vegna kostnaðar við vistvænar samgöngur." Á móti skuldbinda starfsmenn sig til þess að koma aðeins tvo daga á viku í bíl, nema óviðráðanlegar aðstæður kalli á annað, veik börn, tannlæknatími eða eitthvað í þá veru. „Við höfum það þó þannig að ef slíkar aðstæður koma upp greiðum við leigubíl fyrir starfsfólk." ÁTVR bauð upp á samgöngusamninga í tilraunaskyni frá apríl til september í fyrra. Tilraunin gekk svo vel að ákveðið var að bjóða upp á framhald á henni. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að starfsmenn geti fengið styrk bæði yfir vetrar- og sumartímann. „Reynslan af þessu er mjög góð og könnun hjá okkur sýndi að starfsmenn eru mjög jákvæðir í garð verkefnisins," segir Sigrún, en 112 af um 300 starfsmönnum hafa skrifað undir samgöngusamning.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira