Vilja að réttarhöldum í Tyrklandi verði flýtt Brjánn Jónasson skrifar 14. mars 2013 06:00 Ferðalagið í Tyrklandi hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Davíð Örn og fjölskyldu hans. Hér er hann við rómverskar rústir í Tyrklandi ásamt Þóru Björgu Birgisdóttur, sambýliskonu sinni. Íslenskur starfsmaður sendiráðs Íslands í Danmörku er nú kominn til Antalya í Tyrklandi þar sem Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Íslendingur, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um tilraun til smygls á fornmunum. Aðstoðarmaður ræðismanns Íslands í Ankara í Tyrklandi fékk að hitta Davíð í fangelsinu. Þá hefur lögmaður á hans vegum reynt að þrýsta á um að réttarhöldum í máli hans verði flýtt. Vonir standa til þess að Davíð verði látinn laus gegn tryggingu eftir að málið verður dómtekið. Dómurinn ákvað á föstudag að halda Davíð í varðhaldi þar sem miklar líkur voru taldar á því að hann hafi af yfirlögðu ráði ætlað að smygla steini sem fannst í farangri hans úr landi. Davíð var á leið frá Tyrklandi á föstudag ásamt Þóru Björgu Birgisdóttur sambýliskonu sinni þegar tollverðir fundu steininn, sem nú hefur verið staðfest að er fornmunur sem ólöglegt er að flytja úr landi. Davíð og Þóra segja að steinninn hafi verið keyptur í góðri trú sem minjagripur á ferðamannamarkaði. Í þýddri lögregluskýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur kemur fram að Davíð neiti því ekki að hafa verið með steininn í farangri sínum, en honum hafi ekki komið til hugar að ólöglegt væri að flytja hann úr landi. „Ef ég hefði vitað að þetta væri ólöglegt hefði ég aldrei keypt steininn,“ er haft eftir Davíð í skýrslunni. Þar kemur fram að hann hafi greitt 30 evrur fyrir steininn, sem er um 20 sentímetra hár marmarasteinn með einhvers konar útskurði. Samkvæmt skýrslunni er Davíð ekki grunaður um aðra glæpi en tilraun til að smygla fornminjum. Við því liggur ýmist 8 til 24 milljón króna sekt eða þriggja til tíu ára fangelsisvist samkvæmt tyrkneskum lögum. Sendiráðunautur við sendiráð Íslands í Danmörku flaug til Tyrklands í gærmorgun til að hitta Davíð. Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir að starfsmaðurinn muni að öllum líkindum heimsækja Davíð í fangelsið í dag. Til stóð að hann hitti lögmann sem unnið hefur fyrir Davíð í Antalya í gærkvöldi. Þá mun hann einnig eiga fund með fulltrúa saksóknara sem fer með málið til að fá upplýsingar um stöðu þess. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Íslenskur starfsmaður sendiráðs Íslands í Danmörku er nú kominn til Antalya í Tyrklandi þar sem Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Íslendingur, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um tilraun til smygls á fornmunum. Aðstoðarmaður ræðismanns Íslands í Ankara í Tyrklandi fékk að hitta Davíð í fangelsinu. Þá hefur lögmaður á hans vegum reynt að þrýsta á um að réttarhöldum í máli hans verði flýtt. Vonir standa til þess að Davíð verði látinn laus gegn tryggingu eftir að málið verður dómtekið. Dómurinn ákvað á föstudag að halda Davíð í varðhaldi þar sem miklar líkur voru taldar á því að hann hafi af yfirlögðu ráði ætlað að smygla steini sem fannst í farangri hans úr landi. Davíð var á leið frá Tyrklandi á föstudag ásamt Þóru Björgu Birgisdóttur sambýliskonu sinni þegar tollverðir fundu steininn, sem nú hefur verið staðfest að er fornmunur sem ólöglegt er að flytja úr landi. Davíð og Þóra segja að steinninn hafi verið keyptur í góðri trú sem minjagripur á ferðamannamarkaði. Í þýddri lögregluskýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur kemur fram að Davíð neiti því ekki að hafa verið með steininn í farangri sínum, en honum hafi ekki komið til hugar að ólöglegt væri að flytja hann úr landi. „Ef ég hefði vitað að þetta væri ólöglegt hefði ég aldrei keypt steininn,“ er haft eftir Davíð í skýrslunni. Þar kemur fram að hann hafi greitt 30 evrur fyrir steininn, sem er um 20 sentímetra hár marmarasteinn með einhvers konar útskurði. Samkvæmt skýrslunni er Davíð ekki grunaður um aðra glæpi en tilraun til að smygla fornminjum. Við því liggur ýmist 8 til 24 milljón króna sekt eða þriggja til tíu ára fangelsisvist samkvæmt tyrkneskum lögum. Sendiráðunautur við sendiráð Íslands í Danmörku flaug til Tyrklands í gærmorgun til að hitta Davíð. Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir að starfsmaðurinn muni að öllum líkindum heimsækja Davíð í fangelsið í dag. Til stóð að hann hitti lögmann sem unnið hefur fyrir Davíð í Antalya í gærkvöldi. Þá mun hann einnig eiga fund með fulltrúa saksóknara sem fer með málið til að fá upplýsingar um stöðu þess.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira