Gefum heilanum gaum! Alþjóðleg heilavika María K. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2013 06:00 Vikuna 11.–17. mars næstkomandi verður heilanum gefinn sérstakur gaumur, bæði í Fréttablaðinu sem og víða um heim. Fræðsluvika þessi, sem á ensku nefnist Brain Awareness Week, hefur verið skipulögð af bandarískum góðgerðarsamtökum, Dana Foundation, síðan árið 1996. Frá 1996 hafa þátttakendur í 82 löndum tekið þátt í þessari kynningarviku. Meðal annars hafa háskólar og sjúklingasamtök staðið fyrir fræðslu á ýmsum vettvangi, svo sem í grunnskólum, fjölmiðlum og á götum úti. Allt með það að markmiði að efla almenna þekkingu á heilanum. Að þessu sinni hyggjast taugasálfræðingar á Landspítalanum taka þátt í þessu verkefni í fyrsta sinn fyrir hönd Íslands. Markmiðið er að vekja athygli á þessu stórbrotna líffæri okkar, heilanum. Við munum birta nokkrar greinar sem tengjast heilanum og heilahreysti. Í tilefni af heilavikunni verður einnig opnuð bloggsíða á íslensku um heilann (heilahreysti.about-brains.com) þar sem fjallað verður um heilann á fjölbreyttan hátt. Að mati okkar sem vinnum með sjúklingum með heilaskaða og heilasjúkdóma og stundum rannsóknir á þessu sviði er þörf á að efla almenna þekkingu á heilanum og starfsemi hans. Sem betur fer hefur orðið mikil vitundarvakning varðandi mikilvægi þess að hugsa vel um líkamann. En það er eins og það gleymist stundum að heilinn sé hluti líkamans og að hans þurfi einnig að gæta. Margir eru sér þess ekki meðvitaðir að hægt sé að hafa áhrif á heilbrigði heilans og telja að heilinn sé óbreytanlegur eftir ákveðinn aldur. Jafnvel heyrist sagt að við notum bara hluta hans. Aðrar ranghugmyndir um heilann lifa enn góðu lífi. Til dæmis heyrist það viðhorf að ung börn þoli heilaáverka betur en þeir sem eldri eru. Ranghugmyndir sem þessar geta beinlínis verið skaðlegar heilsu fólks og mikilvægt er að leiðrétta þær. Vonandi munu fleiri hérlendir þátttakendur bætast í hópinn á næsta ári til að efla almenna þekkingu á heilanum. Til frekari upplýsingar má benda á heimasíðu heilavikunnar: http://www.dana.org/brainweek/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vikuna 11.–17. mars næstkomandi verður heilanum gefinn sérstakur gaumur, bæði í Fréttablaðinu sem og víða um heim. Fræðsluvika þessi, sem á ensku nefnist Brain Awareness Week, hefur verið skipulögð af bandarískum góðgerðarsamtökum, Dana Foundation, síðan árið 1996. Frá 1996 hafa þátttakendur í 82 löndum tekið þátt í þessari kynningarviku. Meðal annars hafa háskólar og sjúklingasamtök staðið fyrir fræðslu á ýmsum vettvangi, svo sem í grunnskólum, fjölmiðlum og á götum úti. Allt með það að markmiði að efla almenna þekkingu á heilanum. Að þessu sinni hyggjast taugasálfræðingar á Landspítalanum taka þátt í þessu verkefni í fyrsta sinn fyrir hönd Íslands. Markmiðið er að vekja athygli á þessu stórbrotna líffæri okkar, heilanum. Við munum birta nokkrar greinar sem tengjast heilanum og heilahreysti. Í tilefni af heilavikunni verður einnig opnuð bloggsíða á íslensku um heilann (heilahreysti.about-brains.com) þar sem fjallað verður um heilann á fjölbreyttan hátt. Að mati okkar sem vinnum með sjúklingum með heilaskaða og heilasjúkdóma og stundum rannsóknir á þessu sviði er þörf á að efla almenna þekkingu á heilanum og starfsemi hans. Sem betur fer hefur orðið mikil vitundarvakning varðandi mikilvægi þess að hugsa vel um líkamann. En það er eins og það gleymist stundum að heilinn sé hluti líkamans og að hans þurfi einnig að gæta. Margir eru sér þess ekki meðvitaðir að hægt sé að hafa áhrif á heilbrigði heilans og telja að heilinn sé óbreytanlegur eftir ákveðinn aldur. Jafnvel heyrist sagt að við notum bara hluta hans. Aðrar ranghugmyndir um heilann lifa enn góðu lífi. Til dæmis heyrist það viðhorf að ung börn þoli heilaáverka betur en þeir sem eldri eru. Ranghugmyndir sem þessar geta beinlínis verið skaðlegar heilsu fólks og mikilvægt er að leiðrétta þær. Vonandi munu fleiri hérlendir þátttakendur bætast í hópinn á næsta ári til að efla almenna þekkingu á heilanum. Til frekari upplýsingar má benda á heimasíðu heilavikunnar: http://www.dana.org/brainweek/
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar