Landlæknir skoðar sjálfsvíg á geðdeild Sunna Valgerðardóttir skrifar 6. mars 2013 06:00 asd Tveir sjúklingar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri hafa svipt sig lífi á deildinni síðustu tvö ár. Síðara málið í skoðun hjá Landlækni. Tollur sem við verðum að greiða, segir forstöðumaður. Allt of mikið álag á geðdeildinni, segir lögreglan. Tveir sjúklingar hafa framið sjálfsvíg inni á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri síðustu tvö ár. Hið síðara var í október í fyrra og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni er það mál til skoðunar innan embættisins eins og verkferlar gera ráð fyrir. Sigmundur Sigfússon, forstöðumaður geðdeildarinnar, segir atvikin ekki tengd mistökum eða vanrækslu starfsfólks. „Þetta er bara tollur sem við þurfum að greiða. Við getum ekki sagt að mannslíf hafi tapast út af streitunni á deildinni,“ segir hann. „Ég á erfitt með að tala um einstök mál, en þetta er tíu rúma legudeild og það fer eftir því hversu margir eru nauðungarvistaðir á hverjum tíma hvernig álagið er. Ég var ekki í vinnunni þegar þetta var og veit ekki hvernig þetta gerðist, en deildin var fullmönnuð af starfsfólki. Það er töluvert af mannslátum í kring um þessa þjónustu, þó það gerist sjaldnast innan deildanna.“ Sigmundur segir atvik sem þessi ekki gera boð á undan sér. „Hver geðlæknir er með tíu til tuttugu manns sem eru í þessum áhættuhópi; sem eru að hugleiða á hverjum degi hvort lífið sé þess virði að lífa því. Þá er visst álag á okkur að fylgjast með þeim. En þetta er eitthvað sem við þurfum að búa við.“ Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, segir ekkert hafa komið fram sem benti til sérstakrar vanrækslu. „Þetta er hlutur sem starfsfólk á geðdeildum þarf alltaf að vera á varðbergi gagnvart. Sumt er hægt að koma í veg fyrir, svo er bara ekki hægt að koma í veg fyrir annað,“ segir hann. „En það er svakalegt álag hjá þeim. Maður hefði viljað sjá þá deild miklu stærri og öflugri.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að á geðdeild Landspítalans, sem rúmar á bilinu 120 til 150 inniliggjandi einstaklinga og er því margfalt stærri deild en sú á Sjúkrahúsinu á Akureyri, eru sjálfsvíg afar fátíð inni á deildunum. Talið er að á bilinu þrír til fjórir hafi tekið sitt eigið líf innan veggja spítalans á síðustu 20 árum. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Tveir sjúklingar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri hafa svipt sig lífi á deildinni síðustu tvö ár. Síðara málið í skoðun hjá Landlækni. Tollur sem við verðum að greiða, segir forstöðumaður. Allt of mikið álag á geðdeildinni, segir lögreglan. Tveir sjúklingar hafa framið sjálfsvíg inni á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri síðustu tvö ár. Hið síðara var í október í fyrra og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni er það mál til skoðunar innan embættisins eins og verkferlar gera ráð fyrir. Sigmundur Sigfússon, forstöðumaður geðdeildarinnar, segir atvikin ekki tengd mistökum eða vanrækslu starfsfólks. „Þetta er bara tollur sem við þurfum að greiða. Við getum ekki sagt að mannslíf hafi tapast út af streitunni á deildinni,“ segir hann. „Ég á erfitt með að tala um einstök mál, en þetta er tíu rúma legudeild og það fer eftir því hversu margir eru nauðungarvistaðir á hverjum tíma hvernig álagið er. Ég var ekki í vinnunni þegar þetta var og veit ekki hvernig þetta gerðist, en deildin var fullmönnuð af starfsfólki. Það er töluvert af mannslátum í kring um þessa þjónustu, þó það gerist sjaldnast innan deildanna.“ Sigmundur segir atvik sem þessi ekki gera boð á undan sér. „Hver geðlæknir er með tíu til tuttugu manns sem eru í þessum áhættuhópi; sem eru að hugleiða á hverjum degi hvort lífið sé þess virði að lífa því. Þá er visst álag á okkur að fylgjast með þeim. En þetta er eitthvað sem við þurfum að búa við.“ Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, segir ekkert hafa komið fram sem benti til sérstakrar vanrækslu. „Þetta er hlutur sem starfsfólk á geðdeildum þarf alltaf að vera á varðbergi gagnvart. Sumt er hægt að koma í veg fyrir, svo er bara ekki hægt að koma í veg fyrir annað,“ segir hann. „En það er svakalegt álag hjá þeim. Maður hefði viljað sjá þá deild miklu stærri og öflugri.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að á geðdeild Landspítalans, sem rúmar á bilinu 120 til 150 inniliggjandi einstaklinga og er því margfalt stærri deild en sú á Sjúkrahúsinu á Akureyri, eru sjálfsvíg afar fátíð inni á deildunum. Talið er að á bilinu þrír til fjórir hafi tekið sitt eigið líf innan veggja spítalans á síðustu 20 árum.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira