Tími stóru málanna á þingi runninn út Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 5. mars 2013 06:00 Lítið eftir Stjórnarflokkarnir hafa sjö þingdaga til að koma þeim 83 stjórnarmálum sem afgreiðslu bíða í gegnum Alþingi. Það gæti síðan breyst ef vantraust Þórs Saari og Hreyfingarinnar, sem hann hefur boðað á morgun, verður samþykkt.fréttablaðið/pjetur Sjö fundardagar eru eftir á starfsáætlun Alþingis. Þingflokkar hafa fundað um vendingar í stjórnarskrármáli eftir yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar. Samningar um þinglok ekki hafnir. Líklegast samið um nokkur smærri mál.Hvaða málum mun Alþingi ljúka fyrir kosningar? Ljóst er að ekki verða öll frumvörp eða þingsályktunartillögur stjórnarflokkanna að lögum á þessu þingi og því óvíst hvort þau verða það nokkurn tímann. Það er í raun ekki óeðlilegt, ávallt standa einhver mál út af þegar þingi er frestað. Ekkert bólar hins vegar á samningum við stjórnarandstöðuna um hvaða mál verði kláruð og hver látin bíða. Alþingi verður frestað á föstudegi í næstu viku, 15. mars. Í dag og gær voru nefndadagar og miðvikudagurinn 14. er eldhúsdagur. Það eru því sjö þingfundadagar eftir. Alls bíða 83 stjórnarmál afgreiðslu, 68 frumvörp til laga og fimmtán þingsályktunartillögur. Það má vera morgunljóst að ekki tekst að ljúka þeim málum á þeim sjö dögum sem eru til stefnu, hvað þá þeim aragrúa þingmannamála sem fyrir liggur. Við þetta bætist meira að segja þingsályktunartillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um nýja stjórnarskrá. Það mál er í uppnámi eftir yfirlýsingar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um helgina um að ekki væri hægt að ljúka því á tilsettum tíma. Þingflokkar funduðu um málið í gær og enn er óvíst hvernig farið verður með það mál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ekki hafnar formlegar viðræður á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvernig þinglokum verði háttað. Í slíkum viðræðum gera stjórnarliðar lista yfir þau mál sem þeir leggja mesta áherslu á að ljúka og reyna að semja við stjórnarandstöðuna þar um. Á meðan ekki er samið ríkir óvissa um hvaða mál verða að lögum. Ekki bætir úr skák að ríkisstjórnin styðst ekki við þingmeirihluta. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarflokkanna fari nú fram viðræður um þetta. Reynt sé að ná saman um hvaða mál eigi að leggja áherslu á að klára. Sömu heimildir herma að tíminn sé orðinn svo naumur að engum stórmálum verði komið í gegnum þingið úr þessu. Afdrif stjórnarskrármálsins og kvótamálsins eru því óviss. Líklegra þykir að náist saman um smærri mál, sem þurfa þó ekki að vera svo lítil í sjálfu sér. Þar hefur verið rætt um uppbyggingu á Bakka í Þingeyjarsýslum, nýjan Landspítala og auknar fjárfestingar. Líklegast er að um slík mál náist sátt, en öll stærri mál verði látin bíða. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Sjö fundardagar eru eftir á starfsáætlun Alþingis. Þingflokkar hafa fundað um vendingar í stjórnarskrármáli eftir yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar. Samningar um þinglok ekki hafnir. Líklegast samið um nokkur smærri mál.Hvaða málum mun Alþingi ljúka fyrir kosningar? Ljóst er að ekki verða öll frumvörp eða þingsályktunartillögur stjórnarflokkanna að lögum á þessu þingi og því óvíst hvort þau verða það nokkurn tímann. Það er í raun ekki óeðlilegt, ávallt standa einhver mál út af þegar þingi er frestað. Ekkert bólar hins vegar á samningum við stjórnarandstöðuna um hvaða mál verði kláruð og hver látin bíða. Alþingi verður frestað á föstudegi í næstu viku, 15. mars. Í dag og gær voru nefndadagar og miðvikudagurinn 14. er eldhúsdagur. Það eru því sjö þingfundadagar eftir. Alls bíða 83 stjórnarmál afgreiðslu, 68 frumvörp til laga og fimmtán þingsályktunartillögur. Það má vera morgunljóst að ekki tekst að ljúka þeim málum á þeim sjö dögum sem eru til stefnu, hvað þá þeim aragrúa þingmannamála sem fyrir liggur. Við þetta bætist meira að segja þingsályktunartillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um nýja stjórnarskrá. Það mál er í uppnámi eftir yfirlýsingar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um helgina um að ekki væri hægt að ljúka því á tilsettum tíma. Þingflokkar funduðu um málið í gær og enn er óvíst hvernig farið verður með það mál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ekki hafnar formlegar viðræður á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvernig þinglokum verði háttað. Í slíkum viðræðum gera stjórnarliðar lista yfir þau mál sem þeir leggja mesta áherslu á að ljúka og reyna að semja við stjórnarandstöðuna þar um. Á meðan ekki er samið ríkir óvissa um hvaða mál verða að lögum. Ekki bætir úr skák að ríkisstjórnin styðst ekki við þingmeirihluta. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarflokkanna fari nú fram viðræður um þetta. Reynt sé að ná saman um hvaða mál eigi að leggja áherslu á að klára. Sömu heimildir herma að tíminn sé orðinn svo naumur að engum stórmálum verði komið í gegnum þingið úr þessu. Afdrif stjórnarskrármálsins og kvótamálsins eru því óviss. Líklegra þykir að náist saman um smærri mál, sem þurfa þó ekki að vera svo lítil í sjálfu sér. Þar hefur verið rætt um uppbyggingu á Bakka í Þingeyjarsýslum, nýjan Landspítala og auknar fjárfestingar. Líklegast er að um slík mál náist sátt, en öll stærri mál verði látin bíða.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir