Tími stóru málanna á þingi runninn út Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 5. mars 2013 06:00 Lítið eftir Stjórnarflokkarnir hafa sjö þingdaga til að koma þeim 83 stjórnarmálum sem afgreiðslu bíða í gegnum Alþingi. Það gæti síðan breyst ef vantraust Þórs Saari og Hreyfingarinnar, sem hann hefur boðað á morgun, verður samþykkt.fréttablaðið/pjetur Sjö fundardagar eru eftir á starfsáætlun Alþingis. Þingflokkar hafa fundað um vendingar í stjórnarskrármáli eftir yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar. Samningar um þinglok ekki hafnir. Líklegast samið um nokkur smærri mál.Hvaða málum mun Alþingi ljúka fyrir kosningar? Ljóst er að ekki verða öll frumvörp eða þingsályktunartillögur stjórnarflokkanna að lögum á þessu þingi og því óvíst hvort þau verða það nokkurn tímann. Það er í raun ekki óeðlilegt, ávallt standa einhver mál út af þegar þingi er frestað. Ekkert bólar hins vegar á samningum við stjórnarandstöðuna um hvaða mál verði kláruð og hver látin bíða. Alþingi verður frestað á föstudegi í næstu viku, 15. mars. Í dag og gær voru nefndadagar og miðvikudagurinn 14. er eldhúsdagur. Það eru því sjö þingfundadagar eftir. Alls bíða 83 stjórnarmál afgreiðslu, 68 frumvörp til laga og fimmtán þingsályktunartillögur. Það má vera morgunljóst að ekki tekst að ljúka þeim málum á þeim sjö dögum sem eru til stefnu, hvað þá þeim aragrúa þingmannamála sem fyrir liggur. Við þetta bætist meira að segja þingsályktunartillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um nýja stjórnarskrá. Það mál er í uppnámi eftir yfirlýsingar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um helgina um að ekki væri hægt að ljúka því á tilsettum tíma. Þingflokkar funduðu um málið í gær og enn er óvíst hvernig farið verður með það mál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ekki hafnar formlegar viðræður á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvernig þinglokum verði háttað. Í slíkum viðræðum gera stjórnarliðar lista yfir þau mál sem þeir leggja mesta áherslu á að ljúka og reyna að semja við stjórnarandstöðuna þar um. Á meðan ekki er samið ríkir óvissa um hvaða mál verða að lögum. Ekki bætir úr skák að ríkisstjórnin styðst ekki við þingmeirihluta. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarflokkanna fari nú fram viðræður um þetta. Reynt sé að ná saman um hvaða mál eigi að leggja áherslu á að klára. Sömu heimildir herma að tíminn sé orðinn svo naumur að engum stórmálum verði komið í gegnum þingið úr þessu. Afdrif stjórnarskrármálsins og kvótamálsins eru því óviss. Líklegra þykir að náist saman um smærri mál, sem þurfa þó ekki að vera svo lítil í sjálfu sér. Þar hefur verið rætt um uppbyggingu á Bakka í Þingeyjarsýslum, nýjan Landspítala og auknar fjárfestingar. Líklegast er að um slík mál náist sátt, en öll stærri mál verði látin bíða. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sjö fundardagar eru eftir á starfsáætlun Alþingis. Þingflokkar hafa fundað um vendingar í stjórnarskrármáli eftir yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar. Samningar um þinglok ekki hafnir. Líklegast samið um nokkur smærri mál.Hvaða málum mun Alþingi ljúka fyrir kosningar? Ljóst er að ekki verða öll frumvörp eða þingsályktunartillögur stjórnarflokkanna að lögum á þessu þingi og því óvíst hvort þau verða það nokkurn tímann. Það er í raun ekki óeðlilegt, ávallt standa einhver mál út af þegar þingi er frestað. Ekkert bólar hins vegar á samningum við stjórnarandstöðuna um hvaða mál verði kláruð og hver látin bíða. Alþingi verður frestað á föstudegi í næstu viku, 15. mars. Í dag og gær voru nefndadagar og miðvikudagurinn 14. er eldhúsdagur. Það eru því sjö þingfundadagar eftir. Alls bíða 83 stjórnarmál afgreiðslu, 68 frumvörp til laga og fimmtán þingsályktunartillögur. Það má vera morgunljóst að ekki tekst að ljúka þeim málum á þeim sjö dögum sem eru til stefnu, hvað þá þeim aragrúa þingmannamála sem fyrir liggur. Við þetta bætist meira að segja þingsályktunartillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um nýja stjórnarskrá. Það mál er í uppnámi eftir yfirlýsingar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um helgina um að ekki væri hægt að ljúka því á tilsettum tíma. Þingflokkar funduðu um málið í gær og enn er óvíst hvernig farið verður með það mál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ekki hafnar formlegar viðræður á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvernig þinglokum verði háttað. Í slíkum viðræðum gera stjórnarliðar lista yfir þau mál sem þeir leggja mesta áherslu á að ljúka og reyna að semja við stjórnarandstöðuna þar um. Á meðan ekki er samið ríkir óvissa um hvaða mál verða að lögum. Ekki bætir úr skák að ríkisstjórnin styðst ekki við þingmeirihluta. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarflokkanna fari nú fram viðræður um þetta. Reynt sé að ná saman um hvaða mál eigi að leggja áherslu á að klára. Sömu heimildir herma að tíminn sé orðinn svo naumur að engum stórmálum verði komið í gegnum þingið úr þessu. Afdrif stjórnarskrármálsins og kvótamálsins eru því óviss. Líklegra þykir að náist saman um smærri mál, sem þurfa þó ekki að vera svo lítil í sjálfu sér. Þar hefur verið rætt um uppbyggingu á Bakka í Þingeyjarsýslum, nýjan Landspítala og auknar fjárfestingar. Líklegast er að um slík mál náist sátt, en öll stærri mál verði látin bíða.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira