Tóku upp rósakál úr garðinum í vikunni Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 5. mars 2013 06:00 Rósakálið sem var tekið upp um helgina dugar í eina máltíð og verður gott með spagettíi, segir Arnar. fréttablaðið/valli Arnar Tómasson tók upp rósakál úr garðinum sínum um helgina. Kálið hafði lifað frá því síðasta sumar. Garðyrkjufræðingur segir kálið ekki einsdæmi, fjölmörg dæmi séu um svipað vegna þess hversu mildur og frostlaus veturinn hefur verið. „Við tókum upp rósakál úr garðinum í gær,“ segir Arnar Tómasson, hárgreiðslumeistari og matjurtaræktandi, sem varð heldur hissa þegar maðurinn hans tók eftir því að rósakál var í beði við heimili þeirra. „Ég var að setja niður hvítlauk í gær og maðurinn minn tók eftir rósakálinu þarna. Ég hélt að ég hefði verið búinn að taka allt upp síðasta sumar en þetta var eftir, þetta var sett niður í maí. Blíðan hefur verið svo mikil að þetta var bara ágætis uppskera, ekkert stór en við náðum af þremur stönglum svona tuttugu til þrjátíu hausum. Það dugar í eina máltíð allavega,“ segir Arnar, sem hefur einnig stundað nám í garðyrkjuskóla og lært um lífræna ræktun matjurta. „Rósakálið er ágætt þótt það komi pínu frost í það.“ Auður Ottesen garðyrkjufræðingur segir rósakálið hjá Arnari ekki vera einsdæmi. „Það er bara búinn að vera svo mildur vetur og það hefur ekkert fryst af viti. Þetta er ekki bara rósakál, ég var að hitta mann sem var með gulrætur og fleira, reyndar undir plasti. Hann fór að róta í beðinu af því að það átti að koma þetta mikla frost núna og það var allt heilt og hafði geymst. Það eru fjölmörg dæmi bara fyrir það að það er búinn að vera svo mildur og nær frostlaus vetur.“ Auður segir að grænkál sé farið að lifa af allan veturinn, sem það hafi ekki gert fyrir fimmtán árum. „Grænkál og rósakál er oft geymt fram í október, nóvember og látið frysta nokkrum sinnum því bragðið þykir betra ef það frystir aðeins.“ Auður segir að í eðlilegu tíðarfari þekki hún dæmi þess að fólk geymi rósakálið fram á aðfangadagsmorgun til að borða með jólamatnum. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Arnar Tómasson tók upp rósakál úr garðinum sínum um helgina. Kálið hafði lifað frá því síðasta sumar. Garðyrkjufræðingur segir kálið ekki einsdæmi, fjölmörg dæmi séu um svipað vegna þess hversu mildur og frostlaus veturinn hefur verið. „Við tókum upp rósakál úr garðinum í gær,“ segir Arnar Tómasson, hárgreiðslumeistari og matjurtaræktandi, sem varð heldur hissa þegar maðurinn hans tók eftir því að rósakál var í beði við heimili þeirra. „Ég var að setja niður hvítlauk í gær og maðurinn minn tók eftir rósakálinu þarna. Ég hélt að ég hefði verið búinn að taka allt upp síðasta sumar en þetta var eftir, þetta var sett niður í maí. Blíðan hefur verið svo mikil að þetta var bara ágætis uppskera, ekkert stór en við náðum af þremur stönglum svona tuttugu til þrjátíu hausum. Það dugar í eina máltíð allavega,“ segir Arnar, sem hefur einnig stundað nám í garðyrkjuskóla og lært um lífræna ræktun matjurta. „Rósakálið er ágætt þótt það komi pínu frost í það.“ Auður Ottesen garðyrkjufræðingur segir rósakálið hjá Arnari ekki vera einsdæmi. „Það er bara búinn að vera svo mildur vetur og það hefur ekkert fryst af viti. Þetta er ekki bara rósakál, ég var að hitta mann sem var með gulrætur og fleira, reyndar undir plasti. Hann fór að róta í beðinu af því að það átti að koma þetta mikla frost núna og það var allt heilt og hafði geymst. Það eru fjölmörg dæmi bara fyrir það að það er búinn að vera svo mildur og nær frostlaus vetur.“ Auður segir að grænkál sé farið að lifa af allan veturinn, sem það hafi ekki gert fyrir fimmtán árum. „Grænkál og rósakál er oft geymt fram í október, nóvember og látið frysta nokkrum sinnum því bragðið þykir betra ef það frystir aðeins.“ Auður segir að í eðlilegu tíðarfari þekki hún dæmi þess að fólk geymi rósakálið fram á aðfangadagsmorgun til að borða með jólamatnum.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir