Leitað að gulli á hestbaki og úr þyrlu – gullleit 1989-2013* 3. mars 2013 18:00 hreint gull Vinnanlegt magn af gulli er almennt talið um fjögur grömm í hverju tonni af grjóti. Allt að 400 grömm í hverju tonni mælast í sýnum úr Þormóðsdal. mynd/nordicphotos/gettyimages hreint gull Vinnanlegt magn af gulli er almennt talið um fjögur grömm í hverju tonni af grjóti. Allt að 400 grömm í hverju tonni mælast í sýnum úr Þormóðsdal. mynd/nordicphotos/gettyimages Leitað að gulli á hestbaki og úr þyrlu – gullleit 1989-2013* n Gullleit var ekkert sinnt hérlendis í fimmtíu ár en hófst að nýju árið 1989. Frumkvæðið kom frá jarðfræðingum stórs námufyrirtækis sem tengdist Kísiliðjunni í Mývatnssveit og höfðu þeir áður sinnt gullleit. n Jarðfræðingarnir tóku sýni hérlendis og niðurstaða þeirra var að áhugavert væri að halda áfram með verkefnið. n Iðntæknistofnun og Kísiliðjan lögðust yfir niðurstöður þeirra. Félagið Málmís er stofnað. n Á þeim tíma höfðu jarðfræðingarnir Hjalti Franzson og Guðmundur Ómar Friðleifsson hugmyndir um gullleit en þeir höfðu áttað sig á tengslum jarðhitasvæða og uppsöfnun gulls í vinnanlegu magni. n Árið 1990 fékkst styrkur til rannsókna. Orkustofnun (ÍSOR) kom einnig að þessu verkefni. n Árið 1995 komu til landsins aðilar frá Kanada og Ástralíu til að vinna áfram með hugmyndina um jarðhita og gull. Hópurinn vann með Málmís, sem fékk leitarleyfi hérlendis. n Hópurinn samþykkti að koma með fjármagn og eignast sérstakt félag um gullleit. Samningur er gerður við Málmís og félagið Melmi er stofnað um hugmyndina. n Eftir útboð á kanadíska hlutabréfamarkaðnum hófst mikil gullleit árið 1997. Tíu til tólf svæði voru könnuð og sýnum safnað. Leitin náði til Reykjaness, Þormóðsdals og nágrennis, Norðurlands eystra og Suðausturlands. Jeppar, hestar og þyrlur voru nýttar við gullleitina. Síðar voru gerðar nákvæmari rannsóknir, meðal annars var borað í Þormóðsdal. n Á sama tíma var annað félag, Suðurvík, að leita að gulli norðanlands og á Vestfjörðum. n Málmís átti Melmi í upphafi en fjárfestarnir áttu að eignast félagið upp að 75 prósentum með fjárfestingu sinni. Það brást hins vegar og Melmi er nú íslenskt félag að fullu. n Ekkert gerist þangað til 2005. Þá sýna útlendingar gullleit aftur áhuga. Málmís/Melmi varð virkt að nýju. Borað var í Þormóðsdal með nýrri tækni. Niðurstaðan var að vissulega er gull að finna í Þormóðsdal en réttlætir ekki gullnám. Kenningin um að gull safnist saman í vinnanlegu magni á jarðhitasvæðum var sönnuð. n Fyrirtækin Málmís/Melmi hafa staðið að gullrannsóknunum í Þormóðsdal að undanförnu. Eigendur þeirra eru Nýsköpunarmiðstöð, Ísor og atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. *Byggt á heimildum frá Hallgrími Jónassyni, forstöðumanns RANNÍS, sem hefur komið beint að gullleitarverkefnum á ýmsum stigum. Eldstöðvakerfi austan- og vestanlands og gullleit á Íslandi Gullleit á Íslandi 1905 til 1939 nÍ Vatnsmýri í Reykjavík: Gullleit 1905-1910 og 1937. nVið Mógilsá í Esju: Árið 1917. n Miðdalur og Þormóðsdalur í Mosfellssveit: 1907 til 1925. nSnæfellsnes: Leit í Drápuhlíðarfjalli árið 1939. Austurland: n Í Borgarfirði eystri fannst vottur af gulli. n Björn Kristjánsson fann gull í Hvalnesskriðum. Í landi Þvottár í Álftafirði fann hann góðmálma, og að auki í jörðum Starmýrar, Hnauka og Markúsarsels. Einnig við Selá í Álftafirði. Suðausturland: n Rannsóknir Björns Kristjánssonar á þriðja áratugnum. Hann fann gull í skriðum í Vestrahorni og Litla-Horni. Í Hornafirði fannst gull, silfur og platína. Í Lóni fannst gull í Össurará, Reyðarárfjalli og Hrossatindi. Eðalmálma er helst að finna þar sem hiti og þrýstingur hafa með aðstoð tíma náð að skilja þá frá móðurberginu. Slíkar aðstæður er helst að finna í og við gamlar útbrunnar megineldstöðvar. Megineldstöðvar má skilgreina með eftirfarandi eiginleikum: Þar gýs aftur og aftur, í rótum þeirra er kvikuhólf, þar myndast margvíslegar bergtegundir – basískar, ísúrar og súrar – og þar eru iðulega háhitasvæði. Kortið sýnir slíkar megineldstöðvar á Vestur- og Austurlandi og tengjast gullleit á árunum 1905 til 1939. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
hreint gull Vinnanlegt magn af gulli er almennt talið um fjögur grömm í hverju tonni af grjóti. Allt að 400 grömm í hverju tonni mælast í sýnum úr Þormóðsdal. mynd/nordicphotos/gettyimages Leitað að gulli á hestbaki og úr þyrlu – gullleit 1989-2013* n Gullleit var ekkert sinnt hérlendis í fimmtíu ár en hófst að nýju árið 1989. Frumkvæðið kom frá jarðfræðingum stórs námufyrirtækis sem tengdist Kísiliðjunni í Mývatnssveit og höfðu þeir áður sinnt gullleit. n Jarðfræðingarnir tóku sýni hérlendis og niðurstaða þeirra var að áhugavert væri að halda áfram með verkefnið. n Iðntæknistofnun og Kísiliðjan lögðust yfir niðurstöður þeirra. Félagið Málmís er stofnað. n Á þeim tíma höfðu jarðfræðingarnir Hjalti Franzson og Guðmundur Ómar Friðleifsson hugmyndir um gullleit en þeir höfðu áttað sig á tengslum jarðhitasvæða og uppsöfnun gulls í vinnanlegu magni. n Árið 1990 fékkst styrkur til rannsókna. Orkustofnun (ÍSOR) kom einnig að þessu verkefni. n Árið 1995 komu til landsins aðilar frá Kanada og Ástralíu til að vinna áfram með hugmyndina um jarðhita og gull. Hópurinn vann með Málmís, sem fékk leitarleyfi hérlendis. n Hópurinn samþykkti að koma með fjármagn og eignast sérstakt félag um gullleit. Samningur er gerður við Málmís og félagið Melmi er stofnað um hugmyndina. n Eftir útboð á kanadíska hlutabréfamarkaðnum hófst mikil gullleit árið 1997. Tíu til tólf svæði voru könnuð og sýnum safnað. Leitin náði til Reykjaness, Þormóðsdals og nágrennis, Norðurlands eystra og Suðausturlands. Jeppar, hestar og þyrlur voru nýttar við gullleitina. Síðar voru gerðar nákvæmari rannsóknir, meðal annars var borað í Þormóðsdal. n Á sama tíma var annað félag, Suðurvík, að leita að gulli norðanlands og á Vestfjörðum. n Málmís átti Melmi í upphafi en fjárfestarnir áttu að eignast félagið upp að 75 prósentum með fjárfestingu sinni. Það brást hins vegar og Melmi er nú íslenskt félag að fullu. n Ekkert gerist þangað til 2005. Þá sýna útlendingar gullleit aftur áhuga. Málmís/Melmi varð virkt að nýju. Borað var í Þormóðsdal með nýrri tækni. Niðurstaðan var að vissulega er gull að finna í Þormóðsdal en réttlætir ekki gullnám. Kenningin um að gull safnist saman í vinnanlegu magni á jarðhitasvæðum var sönnuð. n Fyrirtækin Málmís/Melmi hafa staðið að gullrannsóknunum í Þormóðsdal að undanförnu. Eigendur þeirra eru Nýsköpunarmiðstöð, Ísor og atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. *Byggt á heimildum frá Hallgrími Jónassyni, forstöðumanns RANNÍS, sem hefur komið beint að gullleitarverkefnum á ýmsum stigum. Eldstöðvakerfi austan- og vestanlands og gullleit á Íslandi Gullleit á Íslandi 1905 til 1939 nÍ Vatnsmýri í Reykjavík: Gullleit 1905-1910 og 1937. nVið Mógilsá í Esju: Árið 1917. n Miðdalur og Þormóðsdalur í Mosfellssveit: 1907 til 1925. nSnæfellsnes: Leit í Drápuhlíðarfjalli árið 1939. Austurland: n Í Borgarfirði eystri fannst vottur af gulli. n Björn Kristjánsson fann gull í Hvalnesskriðum. Í landi Þvottár í Álftafirði fann hann góðmálma, og að auki í jörðum Starmýrar, Hnauka og Markúsarsels. Einnig við Selá í Álftafirði. Suðausturland: n Rannsóknir Björns Kristjánssonar á þriðja áratugnum. Hann fann gull í skriðum í Vestrahorni og Litla-Horni. Í Hornafirði fannst gull, silfur og platína. Í Lóni fannst gull í Össurará, Reyðarárfjalli og Hrossatindi. Eðalmálma er helst að finna þar sem hiti og þrýstingur hafa með aðstoð tíma náð að skilja þá frá móðurberginu. Slíkar aðstæður er helst að finna í og við gamlar útbrunnar megineldstöðvar. Megineldstöðvar má skilgreina með eftirfarandi eiginleikum: Þar gýs aftur og aftur, í rótum þeirra er kvikuhólf, þar myndast margvíslegar bergtegundir – basískar, ísúrar og súrar – og þar eru iðulega háhitasvæði. Kortið sýnir slíkar megineldstöðvar á Vestur- og Austurlandi og tengjast gullleit á árunum 1905 til 1939.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira