Bíða eftir útburði úr hitalausum íbúðum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. mars 2013 05:30 Nágrannarnir Danguole Visockiene og Jurijus Teteveras eru hér fyrir á miðri mynd fyrir framan heimili sitt síðustu árin og bíða þess að verða borin út. Fréttablaðið/Valli Íbúar í Vesturvör 27 í Kópavogi segjast nú bíða þess að verða varpað á dyr með allt sitt án þess að eiga í önnur hús að venda. Drómi keypti húsið í fyrra og hyggst rífa það niður. Íbúarnir segja heita vatnið ítrekað hafa verið tekið af húsinu í vetur. „Við höfum engan stað að fara á," segir Danguole Visockiene, einn þrettán íbúa sem standa nú frammi fyrir því að verða bornir út úr Vesturvör 27, jafnvel strax í dag samkvæmt viðvörunum frá leigusalanum. Danguole kveðst hafa búið í Vesturvör 27 frá því hún flutti til Íslands fyrir um sjö árum. Líkt og aðrir íbúar í húsinu fékk hún tilkynningu í fyrrahaust um að rýma ætti húsið vegna niðurrifs. Fyrir rúmu ári komst húsið í eigu Dróma hf. sem sýslar með eignir þrotabús SPRON. Danguole segir að íbúar hafi í vetur flutt úr fimm íbúðum af ellefu en að í sex íbúðum búi enn samtals tólf fullorðnir og eitt fimm ára barn. Þetta fólk er frá Litháen og Póllandi. „Ég hef ítrekað óskað eftir því við Félagsþjónustuna í Kópavogi að fá íbúð en mér er hafnað," segir Danguole og sýnir svar frá ráðgjafa- og íbúðadeild um að hún fái aðeins 17 punkta af þeim 24 sem þurfi til að uppfylla skilyrði til að fá félagslega íbúð. Hún kveðst vera óvinnufær um þessar mundir vegna veikinda. Hún lifi því af bótum frá Tryggingastofnun. „Hér í húsinu bjó kona sem þekkti konu hjá Félagsþjónustunni. Það tók hana bara 24 klukkustundir að fá þar íbúð. Okkur finnst það mjög óeðlilegt en fáum engar skýringar," segir Danguole sem aðspurð kveðst leita logandi ljósi að öðru húsnæði. „Margir leigusalar vilja fá leiguna greidda svart og þá eru ekki húsaleigubætur í boði. Aðrir vilja kannski 150 þúsund krónur á mánuði og það er engin leið að ég geti borgað það." Innifalið í leigunni sem íbúarnir borga er tiltekin upphæð fyrir heitt vatn. Danguole kveðst ávallt hafa staðið í skilum með greiðslur. Samt sem áður hafi heita vatnið ítrekað verið tekið af húsinu í vetur. Sömuleiðis hafi fulltrúi leigusalans ítrekað birst með hótanir og jafnvel sparkað göt í veggi. Nágranni Danguole í næstu íbúð er Jurijus Teterevas og kona hans og fimm ára barn sem þarfnast mikillar umönnunar vegna einhverfu. Jurijus er atvinnulaus. Hann segir þau, eins og Danguole, hafa reynt án árangurs að fá íbúð hjá Félagsþjónustunni, síðast í fyrradag. „Það virðast allar dyr vera okkur lokaðar. Við vitum ekki hvað við eigum að gera. Hvað eigum við að gera?" spyr Jurijus. ___________________________Viðbót 1.3. 2013 klukkan 12:00 - Athugasemd frá Dróma Vegna fréttar í Fréttablaðinu og á vefnum Visir.is varðandi hremminga íbúa að Vesturvör 27 í Kópavogi vill Drómi hf. koma því á framfæri að eignin, sem félagið eignaðist á síðasta ári, er ekki á forræði félagsins og Drómi því ekki leigusali. Íbúar sem þar búa eru á forræði þess leigutaka sem hafði eignina á leigu þegar Drómi eignaðist húsið ásamt öðrum á sama reit á fyrri hluta árs 2012. Til stóð að Drómi fengi eignirnar afhentar síðastliðið haust en það hefur dregist vegna erfiðleika leigusalans við að rýma umrædda eign. Vesturvör 27 er iðnaðarhúsnæði í mjög bágu ásigkomulagi þar sem innréttaðar hafa verið íbúðir á efri hæð þar sem áður voru skrifstofur. Er það mat Dróma að eignin sé ekki hæf til útleigu, til að mynda eru flóttaleiðir sem brunareglugerð kveður á um í ólagi. Drómi hefur ítrekað krafist þess gagnvart leigutaka að húsnæðið verði rýmt af þessum sökum. Nokkrum dögum eftir að Drómi eignaðist fasteignirnar að Vesturvör kviknaði eldur í ísskáp á neðri hæð Í bakhúsi að Vesturvör 27. Þar voru einnig ósamþykktar íbúðir í útleigu á efri hæð hússins og var fimm manns hætt komið, þar af eitt barn. Það hús hefur þegar verið rýmt. Strax eftir eldsvoðann var farið fram á að leigusalinn stöðvaði leigustarfsemina og skilaði eignunum til Dróma. Það hefur eins og áður kom fram dregist. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Íbúar í Vesturvör 27 í Kópavogi segjast nú bíða þess að verða varpað á dyr með allt sitt án þess að eiga í önnur hús að venda. Drómi keypti húsið í fyrra og hyggst rífa það niður. Íbúarnir segja heita vatnið ítrekað hafa verið tekið af húsinu í vetur. „Við höfum engan stað að fara á," segir Danguole Visockiene, einn þrettán íbúa sem standa nú frammi fyrir því að verða bornir út úr Vesturvör 27, jafnvel strax í dag samkvæmt viðvörunum frá leigusalanum. Danguole kveðst hafa búið í Vesturvör 27 frá því hún flutti til Íslands fyrir um sjö árum. Líkt og aðrir íbúar í húsinu fékk hún tilkynningu í fyrrahaust um að rýma ætti húsið vegna niðurrifs. Fyrir rúmu ári komst húsið í eigu Dróma hf. sem sýslar með eignir þrotabús SPRON. Danguole segir að íbúar hafi í vetur flutt úr fimm íbúðum af ellefu en að í sex íbúðum búi enn samtals tólf fullorðnir og eitt fimm ára barn. Þetta fólk er frá Litháen og Póllandi. „Ég hef ítrekað óskað eftir því við Félagsþjónustuna í Kópavogi að fá íbúð en mér er hafnað," segir Danguole og sýnir svar frá ráðgjafa- og íbúðadeild um að hún fái aðeins 17 punkta af þeim 24 sem þurfi til að uppfylla skilyrði til að fá félagslega íbúð. Hún kveðst vera óvinnufær um þessar mundir vegna veikinda. Hún lifi því af bótum frá Tryggingastofnun. „Hér í húsinu bjó kona sem þekkti konu hjá Félagsþjónustunni. Það tók hana bara 24 klukkustundir að fá þar íbúð. Okkur finnst það mjög óeðlilegt en fáum engar skýringar," segir Danguole sem aðspurð kveðst leita logandi ljósi að öðru húsnæði. „Margir leigusalar vilja fá leiguna greidda svart og þá eru ekki húsaleigubætur í boði. Aðrir vilja kannski 150 þúsund krónur á mánuði og það er engin leið að ég geti borgað það." Innifalið í leigunni sem íbúarnir borga er tiltekin upphæð fyrir heitt vatn. Danguole kveðst ávallt hafa staðið í skilum með greiðslur. Samt sem áður hafi heita vatnið ítrekað verið tekið af húsinu í vetur. Sömuleiðis hafi fulltrúi leigusalans ítrekað birst með hótanir og jafnvel sparkað göt í veggi. Nágranni Danguole í næstu íbúð er Jurijus Teterevas og kona hans og fimm ára barn sem þarfnast mikillar umönnunar vegna einhverfu. Jurijus er atvinnulaus. Hann segir þau, eins og Danguole, hafa reynt án árangurs að fá íbúð hjá Félagsþjónustunni, síðast í fyrradag. „Það virðast allar dyr vera okkur lokaðar. Við vitum ekki hvað við eigum að gera. Hvað eigum við að gera?" spyr Jurijus. ___________________________Viðbót 1.3. 2013 klukkan 12:00 - Athugasemd frá Dróma Vegna fréttar í Fréttablaðinu og á vefnum Visir.is varðandi hremminga íbúa að Vesturvör 27 í Kópavogi vill Drómi hf. koma því á framfæri að eignin, sem félagið eignaðist á síðasta ári, er ekki á forræði félagsins og Drómi því ekki leigusali. Íbúar sem þar búa eru á forræði þess leigutaka sem hafði eignina á leigu þegar Drómi eignaðist húsið ásamt öðrum á sama reit á fyrri hluta árs 2012. Til stóð að Drómi fengi eignirnar afhentar síðastliðið haust en það hefur dregist vegna erfiðleika leigusalans við að rýma umrædda eign. Vesturvör 27 er iðnaðarhúsnæði í mjög bágu ásigkomulagi þar sem innréttaðar hafa verið íbúðir á efri hæð þar sem áður voru skrifstofur. Er það mat Dróma að eignin sé ekki hæf til útleigu, til að mynda eru flóttaleiðir sem brunareglugerð kveður á um í ólagi. Drómi hefur ítrekað krafist þess gagnvart leigutaka að húsnæðið verði rýmt af þessum sökum. Nokkrum dögum eftir að Drómi eignaðist fasteignirnar að Vesturvör kviknaði eldur í ísskáp á neðri hæð Í bakhúsi að Vesturvör 27. Þar voru einnig ósamþykktar íbúðir í útleigu á efri hæð hússins og var fimm manns hætt komið, þar af eitt barn. Það hús hefur þegar verið rýmt. Strax eftir eldsvoðann var farið fram á að leigusalinn stöðvaði leigustarfsemina og skilaði eignunum til Dróma. Það hefur eins og áður kom fram dregist.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira