Þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar Marteinn M. Guðgeirsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Undanfarin ár hafa margir lagt orð í belg varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Almennt skiptist fólk í tvær fylkingar, önnur fylkingin vill hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er en hin vill láta flytja hann „eitthvert annað“, s.s. á Hólmsheiði, Álftanes eða til Keflavíkur. Fólk er greinilega ekki sammála, það er bara fínt og skapar líflegar umræður. Þann 25. september sl. kynnti KPMG greinargerð, sem unnin var fyrir sjö sveitarfélög um framtíð innanlandsflugs, um áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkur. Í greinargerðinni koma fram margar áhugaverðar niðurstöður en eins og ávallt þarf að hafa forsendur í huga þegar niðurstöður eru rýndar. Dæmi um niðurstöður sem fram koma eru: Ÿ Fækkun flugferða á einstökum flugleiðum verður allt að 40%. Ÿ Innanlandsflug í núverandi mynd leggst af til Ísafjarðar, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Ÿ Kostnaður við ríkisstyrkt flug eykst. Ÿ Kostnaður við sjúkraflug eykst og öryggi sjúklinga minnkar. Ÿ Ferðakostnaður íbúa landsbyggðarinnar eykst um 6 til 7 milljarða á ári. Ÿ Landsbyggðin í heild sinni verður afskekktari þegar innanlandsflug dregst saman. Þegar þessar helstu niðurstöður eru skoðaðar finnst mér erfitt að rökstyðja að flytja eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur. Merkilega lítið hefur farið fyrir umræðu um þessa greinargerð. Nú virðast einhverjir hallast að því að flytja flugvöllinn á Hólmsheiði. Í desember 2009 gerði Veðurstofan opinbera skýrslu sem unnin var fyrir Flugstoðir og byggir á veðurmælingum á Hólmsheiði tímabilið 11.01.2006-31.10.2009, eða í tæp fjögur ár. Þar kemur fram að nothæfisstuðull er lægri fyrir Hólmsheiði en Reykjavíkurflugvöll, sem þýðir að nothæfi flugvallar þar er minna en í Vatnsmýri. Mun það einkum vera vegna hliðarvinds annars vegar og hins vegar vegna verra skyggnis og lægri skýjahæðar. Eru Íslendingar tilbúnir að sætta sig við þjónustuskerðingu í nútímaþjóðfélagi?Óvíst um ávinning Þeir sem vilja flugvöllinn í burtu nefna gjarnan að Vatnsmýrin sé svo verðmætt byggingarland að óverjandi sé að hafa þar flugvöll. Reyndar er það þannig að mjög margir velja sér búsetu fjarri miðbænum og vilja frekar búa í úthverfum. Ég held að flestir átti sig á því að ef flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri væri hægt að skipuleggja íbúabyggð þar að hluta og þétta byggð. Hvort fjárhagslegur ávinningur verður jafn mikill og rætt hefur verið um er óvíst. Um þessar mundir er raunverð íbúðarhúsnæðis um 35% undir því sem það fór hæst og er nú svipað og árið 2004. Líklegt verður því að telja að verðið eigi eftir að hækka verulega, sérstaklega á „verðmætasta“ byggingalandinu. Ætli það sama megi segja um kaupmátt og ráðstöfunartekjur fólks? Við skulum svo sannarlega vona það en spyrja má hvort ekki væri gáfulegra að líta til sameiningar eða samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þétta byggð með því móti? Þeir sem vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er nefna oftast nálægð við Landspítalann, þjónustu við landsbyggðina og tímasparnað m.v. að hafa hann í Keflavík eða fjarri opinberri þjónustu. Ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni má færa rök fyrir því að flytja beri ákveðnar opinberar lykilstofnanir úr miðbænum nær flugvellinum, mögulega til annarra sveitarfélaga eins og Mosfellsbæjar og/eða Kópavogs. Eru Reykvíkingar til í að skoða það? Sem betur fer er þungavigtarfólk í þjóðfélaginu sem áttar sig á heildarmyndinni og má t.d. hrósa núverandi innanríkisráðherra fyrir hans framgöngu hingað til.Betri farvegur Ég hef alltaf litið á Reykjavík sem höfuðborg Íslendinga, ekki bara Reykvíkinga. Af þeirri ástæðu hefur mér fundist eðlilegt að byggja upp þjónustu í Reykjavík sem Íslendingar þurfa eða kjósa að notfæra sér. Því fylgir hins vegar ábyrgð að vera höfuðborg landsins, það verður ekki bæði haldið og sleppt. Hinn 17. mars 2001 fór fram kosning í Reykjavík um Reykjavíkurflugvöll. Borgarráð samþykkti að niðurstaðan yrði bindandi ef a.m.k. ¾ hlutar (75%) atkvæðisbærra manna í Reykjavík tækju þátt í kosningunni eða ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði á sama veg. Til að gera langa sögu stutta var hvorugt þessara skilyrða uppfyllt sbr. meðfylgjandi töflu. Engu að síður er til fólk sem vísar í þessa atkvæðagreiðslu og leyfir sér að fullyrða að Reykvíkingar hafi ákveðið að flugvöllurinn skuli fara úr Vatnsmýri. Mín túlkun á þessum niðurstöðum er sú að flestum Reykvíkingum hafi ekki dottið í hug að neinum væri alvara með hugleiðingum um að flytja flugvöllinn og því sátu yfir 60% þeirra heima. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er umræðan um flugvöllinn á fleygiferð en mér finnst nauðsynlegt að beina henni í betri farveg, þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar svona stórt mál er til umræðu, sem skiptir alla landsmenn mjög miklu máli, og stjórnmálamenn treysta sér ekki til að taka afstöðu til er gott að þeir fái skýra leiðsögn frá þjóðinni. Rétt er að hafa í huga að þjóðin á hluta landsins í Vatnsmýri. Ég legg því til að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll samhliða næstu alþingiskosningum sem munu fara fram eigi síðar en í apríl nk. Ég hef fulla trú á að meirihluti Reykvíkinga og landsmanna allra vilji hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Við þurfum hins vegar að vita það með eins mikilli vissu og mögulegt er og að mínu mati er þjóðaratkvæðagreiðsla, samhliða kosningum, besta leiðin til þess. Þannig fá líka stjórnmálamenn skýr skilaboð um næstu skref í þessu stóra máli. Ég skora því á innanríkisráðherra og ríkisstjórnina alla að hefja nú þegar undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Er það ekki beint lýðræði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa margir lagt orð í belg varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Almennt skiptist fólk í tvær fylkingar, önnur fylkingin vill hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er en hin vill láta flytja hann „eitthvert annað“, s.s. á Hólmsheiði, Álftanes eða til Keflavíkur. Fólk er greinilega ekki sammála, það er bara fínt og skapar líflegar umræður. Þann 25. september sl. kynnti KPMG greinargerð, sem unnin var fyrir sjö sveitarfélög um framtíð innanlandsflugs, um áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkur. Í greinargerðinni koma fram margar áhugaverðar niðurstöður en eins og ávallt þarf að hafa forsendur í huga þegar niðurstöður eru rýndar. Dæmi um niðurstöður sem fram koma eru: Ÿ Fækkun flugferða á einstökum flugleiðum verður allt að 40%. Ÿ Innanlandsflug í núverandi mynd leggst af til Ísafjarðar, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Ÿ Kostnaður við ríkisstyrkt flug eykst. Ÿ Kostnaður við sjúkraflug eykst og öryggi sjúklinga minnkar. Ÿ Ferðakostnaður íbúa landsbyggðarinnar eykst um 6 til 7 milljarða á ári. Ÿ Landsbyggðin í heild sinni verður afskekktari þegar innanlandsflug dregst saman. Þegar þessar helstu niðurstöður eru skoðaðar finnst mér erfitt að rökstyðja að flytja eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur. Merkilega lítið hefur farið fyrir umræðu um þessa greinargerð. Nú virðast einhverjir hallast að því að flytja flugvöllinn á Hólmsheiði. Í desember 2009 gerði Veðurstofan opinbera skýrslu sem unnin var fyrir Flugstoðir og byggir á veðurmælingum á Hólmsheiði tímabilið 11.01.2006-31.10.2009, eða í tæp fjögur ár. Þar kemur fram að nothæfisstuðull er lægri fyrir Hólmsheiði en Reykjavíkurflugvöll, sem þýðir að nothæfi flugvallar þar er minna en í Vatnsmýri. Mun það einkum vera vegna hliðarvinds annars vegar og hins vegar vegna verra skyggnis og lægri skýjahæðar. Eru Íslendingar tilbúnir að sætta sig við þjónustuskerðingu í nútímaþjóðfélagi?Óvíst um ávinning Þeir sem vilja flugvöllinn í burtu nefna gjarnan að Vatnsmýrin sé svo verðmætt byggingarland að óverjandi sé að hafa þar flugvöll. Reyndar er það þannig að mjög margir velja sér búsetu fjarri miðbænum og vilja frekar búa í úthverfum. Ég held að flestir átti sig á því að ef flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri væri hægt að skipuleggja íbúabyggð þar að hluta og þétta byggð. Hvort fjárhagslegur ávinningur verður jafn mikill og rætt hefur verið um er óvíst. Um þessar mundir er raunverð íbúðarhúsnæðis um 35% undir því sem það fór hæst og er nú svipað og árið 2004. Líklegt verður því að telja að verðið eigi eftir að hækka verulega, sérstaklega á „verðmætasta“ byggingalandinu. Ætli það sama megi segja um kaupmátt og ráðstöfunartekjur fólks? Við skulum svo sannarlega vona það en spyrja má hvort ekki væri gáfulegra að líta til sameiningar eða samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þétta byggð með því móti? Þeir sem vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er nefna oftast nálægð við Landspítalann, þjónustu við landsbyggðina og tímasparnað m.v. að hafa hann í Keflavík eða fjarri opinberri þjónustu. Ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni má færa rök fyrir því að flytja beri ákveðnar opinberar lykilstofnanir úr miðbænum nær flugvellinum, mögulega til annarra sveitarfélaga eins og Mosfellsbæjar og/eða Kópavogs. Eru Reykvíkingar til í að skoða það? Sem betur fer er þungavigtarfólk í þjóðfélaginu sem áttar sig á heildarmyndinni og má t.d. hrósa núverandi innanríkisráðherra fyrir hans framgöngu hingað til.Betri farvegur Ég hef alltaf litið á Reykjavík sem höfuðborg Íslendinga, ekki bara Reykvíkinga. Af þeirri ástæðu hefur mér fundist eðlilegt að byggja upp þjónustu í Reykjavík sem Íslendingar þurfa eða kjósa að notfæra sér. Því fylgir hins vegar ábyrgð að vera höfuðborg landsins, það verður ekki bæði haldið og sleppt. Hinn 17. mars 2001 fór fram kosning í Reykjavík um Reykjavíkurflugvöll. Borgarráð samþykkti að niðurstaðan yrði bindandi ef a.m.k. ¾ hlutar (75%) atkvæðisbærra manna í Reykjavík tækju þátt í kosningunni eða ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði á sama veg. Til að gera langa sögu stutta var hvorugt þessara skilyrða uppfyllt sbr. meðfylgjandi töflu. Engu að síður er til fólk sem vísar í þessa atkvæðagreiðslu og leyfir sér að fullyrða að Reykvíkingar hafi ákveðið að flugvöllurinn skuli fara úr Vatnsmýri. Mín túlkun á þessum niðurstöðum er sú að flestum Reykvíkingum hafi ekki dottið í hug að neinum væri alvara með hugleiðingum um að flytja flugvöllinn og því sátu yfir 60% þeirra heima. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er umræðan um flugvöllinn á fleygiferð en mér finnst nauðsynlegt að beina henni í betri farveg, þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar svona stórt mál er til umræðu, sem skiptir alla landsmenn mjög miklu máli, og stjórnmálamenn treysta sér ekki til að taka afstöðu til er gott að þeir fái skýra leiðsögn frá þjóðinni. Rétt er að hafa í huga að þjóðin á hluta landsins í Vatnsmýri. Ég legg því til að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll samhliða næstu alþingiskosningum sem munu fara fram eigi síðar en í apríl nk. Ég hef fulla trú á að meirihluti Reykvíkinga og landsmanna allra vilji hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Við þurfum hins vegar að vita það með eins mikilli vissu og mögulegt er og að mínu mati er þjóðaratkvæðagreiðsla, samhliða kosningum, besta leiðin til þess. Þannig fá líka stjórnmálamenn skýr skilaboð um næstu skref í þessu stóra máli. Ég skora því á innanríkisráðherra og ríkisstjórnina alla að hefja nú þegar undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Er það ekki beint lýðræði?
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun