Innlent

Hagnaður hjá Bakkavör í fyrra

Þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru orðnir stærstu einstöku eigendur Bakkavarar á ný.
Þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru orðnir stærstu einstöku eigendur Bakkavarar á ný. Fréttablaðið/GVA
Matvælaframleiðslufyrirtækið Bakkavör Group hagnaðist um 2,1 milljón punda, jafngildi tæplega 409 milljóna íslenskra króna, í fyrra. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu áður þegar félagið tapaði 75 milljónum punda.

Bakkavör birti á fimmtudag uppgjör sitt fyrir árið 2012. Kemur þar fram að tekjur samsteypunnar voru 1.694,2 milljónir punda á árinu 2012 en 1677,7 milljónir punda árið áður.

Þá var leiðréttur rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta 115,1 milljón punda og hækkaði um 6,9% milli ára.

Stærstu eigendur félagsins eru nú þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir sem hafa á síðustu misserum keypt samtals 40% hlut í því fyrir ríflega átta milljarða króna. Hópur annarra íslenskra hluthafa á ríflega 50% en í hópnum eru meðal annarra Arion banki, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður auk fleiri lífeyrissjóða

Sá hópur hefur staðið í vegi fyrir því að bræðurnir eignist á ný meirihluta í félaginu en þeir voru stærstu eigendur þess áður en kröfuhafar eignuðust megnið af félaginu eftir bankahrunið. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×