Innlent

Funduðu með MI5-njósnara

Annie Machon, fyrir miðju, ásamt Smára McCarthy og Elfu Ýr Gylfadóttur, fulltrúum í stýrihópnum.
Annie Machon, fyrir miðju, ásamt Smára McCarthy og Elfu Ýr Gylfadóttur, fulltrúum í stýrihópnum. Fréttablaðið/Daníel
Annie Machon, framkvæmdastjóri Samtaka löggæslustétta gegn bannhyggju, fundaði í gær með starfshópi á vegum menntamálaráðuneytisins. Hópurinn vinnur að framgangi þingsályktunartillögu sem miðar að því að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis.

Machon var á tíunda áratugnum njósnari hjá bresku leyniþjónustunni (MI5) en hætti þar árið 1996 til þess að fletta ofan af glæpum sem hún taldi MI5 hafa framið.

Á fundinum ræddi Machon meðal annars um uppljóstrara og vernd þeirra.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×