Innlent

Fjölskylduhjálp með klippingu

Auk matarúthlutunar í Eskihlíðinni í dag verður boðið upp á hársnyrtingu.
Auk matarúthlutunar í Eskihlíðinni í dag verður boðið upp á hársnyrtingu. fréttablaðið/anton
Boðið verður upp á hársnyrtingu í húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í Eskihlíð í dag.

Þrír hárgreiðslumeistarar munu standa vaktina í Fjölskylduhjálpinni frá klukkan ellefu til klukkan fjögur í dag og bjóða skjólstæðingum ókeypis klippingu. Matarúthlutun hefst svo klukkan tvö og stendur til 16.30. Þá verður matarúthlutun í Reykjanesbæ á morgun milli fjögur og sex í húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í Grófinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×