Innlent

Slæmar horfur í skíðabrekkum

Skíða- og brettafólk bíður veðrabrigða.
Skíða- og brettafólk bíður veðrabrigða.
Hlýindi og vatnsveður undanfarna daga hafa ekki farið vel með skíðafæri í nágrenni höfuðborgarinnar. Lokað hefur verið í brekkunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Gríðarlegt magn af snjó er sagt horfið úr brekkunum og margar lyftur dottnar út.

„Við skulum bara vona að þessu fari að slota hvað úr hverju en þetta lítur alla vega ekki vel út," sagði rödd í símsvara Bláfjalla í gær. Ekki er útlit fyrir að það kólni að ráði fyrr en eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×