Innlent

Ólafur Ragnar hitti Hollande

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson fundaði í gær með Francois Hollande, sem var kjörinn forseti Frakklands í maí í fyrra.
Ólafur Ragnar Grímsson fundaði í gær með Francois Hollande, sem var kjörinn forseti Frakklands í maí í fyrra.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði með Francois Hollande, forseta Frakklands í Elysée-höll í París í gær. Ræddu þeir meðal annars aukna samvinnu þjóða á norðurslóðum, nýtingu hreinnar orku, glímuna við fjármálakreppuna í Evrópu og reynslu Íslendinga á undanförnum árum.

Að loknum fundi með Hollandeheimsótti Ólafur Ragnar báðar deildir franska þingsins. Þá hitti hann Íslandsdeild franskra þingmanna, sem Lionel Tardy veitir forstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×