Tíu þúsund kindahræ látin rotna á fjöllum Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. febrúar 2013 09:00 Þegar kindahræin koma undan snjónum á Norðurlandi í sumar munu fuglar og tófur leggjast á þau og éta þar til bein, haus og gærur eru eftir. mynd/Guðfinna Hreiðarsdóttir Talið er að hátt í tíu þúsund fjár hafi drepist í óveðrinu á Norðausturlandi í september. Engar áætlanir eru um að farga hræjunum. Bagalegt fyrir ferðaþjónustuna, segir heilbrigðisfulltrúi. Lítil hætta á smitsjúkdómum, segir dýralæknir hjá MAST. Hátt í tíu þúsund kindur og lömb drápust í vetrarhörkunum á Norðausturlandi í september í fyrra. Veðurofsinn og slæmar aðstæður gerðu það að verkum að ekki var mögulegt að safna hræjunum saman og farga þeim, en langflestar kindurnar voru langt uppi á fjöllum fjarri mannabyggðum. Öll orka bænda og björgunarsveita fór í að smala saman því fé sem lifði en Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, segir að um 100.000 fjár hafi verið sleppt á svæðinu. Það þýðir að um tíu prósent skiluðu sér aldrei heim. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þó enn að finnast kindur á lífi á stöku stað eftir langan og harðan vetur. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að þótt hlýtt hafi verið undanfarna daga séu stærstu svæðin enn þakin snjó. „Það verður ekkert vitað hvað verður gert við skrokkana fyrr en um verslunarmannahelgi," segir hann. „Þegar hlánar á miðju sumri hverfa hræin bara. Þetta er svo stórt svæði að við förum aldrei að safna þessu saman." Sæþór missti hundrað kindur og lömb af þeim 900 sem hann átti á fjalli. „Þetta er búinn að vera einstakur hamfaravetur," segir hann. „En reynslan sýnir okkur að þær ær sem drepast og koma undan snjónum geta verið horfnar eftir hálfan mánuð. Förgun þessara hræja er einfaldlega óframkvæmanleg." Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, segir umhverfisráðuneytið hafa samþykkt að veita fjármagn til að aðstoða bændur við að farga hræjunum á viðurkenndum urðunarstöðum. „Bændur þekkja mjög vel að ræflarnir af þessum skepnum geta sést fram eftir öllu sumri," segir hann. „Víða eru þarna vinsælar ferðamannaslóðir og það er heldur óskemmtilegt ef hundruð hræja blasa þar við ferðamönnum. Ég efast um að hrafninn og tófan séu það afkastamikil." Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir ólíklegt að vargurinn breiði út smitsjúkdóma þótt hann éti hræin, sem grotni þó ótrúlega fljótt niður. Áratugir séu síðan búfjársjúkdóma hafi síðast orðið vart á svæðinu. „En ég er sammála að það var illmögulegt að fjarlægja hræin og það verður það alltaf. Það verður ekki hjá því komist að svona gerist." Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Talið er að hátt í tíu þúsund fjár hafi drepist í óveðrinu á Norðausturlandi í september. Engar áætlanir eru um að farga hræjunum. Bagalegt fyrir ferðaþjónustuna, segir heilbrigðisfulltrúi. Lítil hætta á smitsjúkdómum, segir dýralæknir hjá MAST. Hátt í tíu þúsund kindur og lömb drápust í vetrarhörkunum á Norðausturlandi í september í fyrra. Veðurofsinn og slæmar aðstæður gerðu það að verkum að ekki var mögulegt að safna hræjunum saman og farga þeim, en langflestar kindurnar voru langt uppi á fjöllum fjarri mannabyggðum. Öll orka bænda og björgunarsveita fór í að smala saman því fé sem lifði en Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, segir að um 100.000 fjár hafi verið sleppt á svæðinu. Það þýðir að um tíu prósent skiluðu sér aldrei heim. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þó enn að finnast kindur á lífi á stöku stað eftir langan og harðan vetur. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að þótt hlýtt hafi verið undanfarna daga séu stærstu svæðin enn þakin snjó. „Það verður ekkert vitað hvað verður gert við skrokkana fyrr en um verslunarmannahelgi," segir hann. „Þegar hlánar á miðju sumri hverfa hræin bara. Þetta er svo stórt svæði að við förum aldrei að safna þessu saman." Sæþór missti hundrað kindur og lömb af þeim 900 sem hann átti á fjalli. „Þetta er búinn að vera einstakur hamfaravetur," segir hann. „En reynslan sýnir okkur að þær ær sem drepast og koma undan snjónum geta verið horfnar eftir hálfan mánuð. Förgun þessara hræja er einfaldlega óframkvæmanleg." Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, segir umhverfisráðuneytið hafa samþykkt að veita fjármagn til að aðstoða bændur við að farga hræjunum á viðurkenndum urðunarstöðum. „Bændur þekkja mjög vel að ræflarnir af þessum skepnum geta sést fram eftir öllu sumri," segir hann. „Víða eru þarna vinsælar ferðamannaslóðir og það er heldur óskemmtilegt ef hundruð hræja blasa þar við ferðamönnum. Ég efast um að hrafninn og tófan séu það afkastamikil." Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir ólíklegt að vargurinn breiði út smitsjúkdóma þótt hann éti hræin, sem grotni þó ótrúlega fljótt niður. Áratugir séu síðan búfjársjúkdóma hafi síðast orðið vart á svæðinu. „En ég er sammála að það var illmögulegt að fjarlægja hræin og það verður það alltaf. Það verður ekki hjá því komist að svona gerist."
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira