Vantar alla stóru bitana á markað Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. febrúar 2013 09:00 Hér sjást Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, þegar bankinn skráði skuldabréfaflokk á markað. Páll vill endilega hringja bjöllunni aftur með Birnu, í þetta sinn vegna hlutabréfaskráningar. fréttablaðið/GVA Forstjóri Kauphallarinnar vill stóru bankana þrjá, Landsvirkjun og stór sjávarútvegsfyrirtæki á markað. Hann telur að íslenska ríkið gæti grætt tvöfalt á sölu Landsbankans en viðurkennir að höft auki hættu á bólumyndun. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, vill að allir stóru bankarnir þrír verði skráðir á markað, að öllu leyti eða að hluta. Hann telur einnig skynsamlegt að skrá Landsvirkjun og mörg fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi. Það sé ekki á gjaldeyrishöft bætandi að margar mikilvægustu eignirnar á Íslandi hafi verið teknar út fyrir og standi ekki fjárfestum til boða. Hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), staðfesti í síðustu viku að hann hefði hafið óformlegar viðræður við slitastjórn Glitnis um möguleikann á því að kaupa Íslandsbanka. Auk þess herma heimildir Fréttablaðsins að hinir áhugasömu fjárfestar horfi einnig til þess möguleika að kaupa Arion banka. Ekkert hefur þó komið fram um hvort bankarnir yrðu skráðir á markað. Páll segir að slíkt hlyti að vera öllum til hagsbóta. „Hópurinn gæti þá hugsanlega selt sig út að hluta og hleypt almenningi að. Það myndi gera gríðarlega mikið fyrir skilvirkari verðmyndun á markaði. Við þurfum stærri bita inn á hann." Að mati Páls væri síðan tvöfaldur ávinningur af því að skrá Landsbankann á markað. „Annars vegar væri það gott fyrir markaðinn. Það myndi efla hann og styrkja fjármögnunarumhverfi annarra fyrirtækja. Hins vegar tel ég að sala á til dæmis helmingshlut í bankanum gæti lagað lánshæfismat ríkisins og þar með lækkað fjármagnskostnað hins opinbera. En það væri líka mjög gott að fá fyrirtæki eins og Landsvirkjun og megnið af sjávarútvegsgeiranum á markað. Það eru þó þættir í ytra umhverfinu sem trufla það. Pólitísk andstaða og óvissa um stöðu sjávarútvegsins. Auk þess gerir auðlegðarskatturinn það að verkum að ekki er mjög hagstætt að fá markaðsvirði á eignir í dag. Í því lokaða kerfi sem við erum í er þessi staða ekki á bætandi." Staðan varðandi mögulega skráningu ofangreindra fyrirtækja hefur verið sú sama um nokkurra ára skeið. Spurður hvort hann sjái einhverjar breytingar í farvatninu segir Páll engin ákveðin merki benda til þess. „Þetta gengur ekki nógu hratt. Ég held að það sé nóg af fjárfestingarmöguleikum hérna en við hleypum einfaldlega ekki fjármagninu að þeim kostum sem eru mest aðlaðandi." Virði þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöllina hefur hækkað mikið á undanförnum mánuðum. Margir vilja kenna gjaldeyrishöftunum, og takmörkuðum fjárfestingarmöguleikum vegna þeirra, um það. Páll telur hins vegar að fjárfestar muni ekki hætta að verðleggja fjárfestingarkosti sína skynsamlega. „Ef þeir beita almennri skynsemi og varúð þá er ekkert sem segir að einhver stórkostleg bóla myndist, en auðvitað eykur þetta ástand hættuna á því." Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar vill stóru bankana þrjá, Landsvirkjun og stór sjávarútvegsfyrirtæki á markað. Hann telur að íslenska ríkið gæti grætt tvöfalt á sölu Landsbankans en viðurkennir að höft auki hættu á bólumyndun. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, vill að allir stóru bankarnir þrír verði skráðir á markað, að öllu leyti eða að hluta. Hann telur einnig skynsamlegt að skrá Landsvirkjun og mörg fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi. Það sé ekki á gjaldeyrishöft bætandi að margar mikilvægustu eignirnar á Íslandi hafi verið teknar út fyrir og standi ekki fjárfestum til boða. Hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), staðfesti í síðustu viku að hann hefði hafið óformlegar viðræður við slitastjórn Glitnis um möguleikann á því að kaupa Íslandsbanka. Auk þess herma heimildir Fréttablaðsins að hinir áhugasömu fjárfestar horfi einnig til þess möguleika að kaupa Arion banka. Ekkert hefur þó komið fram um hvort bankarnir yrðu skráðir á markað. Páll segir að slíkt hlyti að vera öllum til hagsbóta. „Hópurinn gæti þá hugsanlega selt sig út að hluta og hleypt almenningi að. Það myndi gera gríðarlega mikið fyrir skilvirkari verðmyndun á markaði. Við þurfum stærri bita inn á hann." Að mati Páls væri síðan tvöfaldur ávinningur af því að skrá Landsbankann á markað. „Annars vegar væri það gott fyrir markaðinn. Það myndi efla hann og styrkja fjármögnunarumhverfi annarra fyrirtækja. Hins vegar tel ég að sala á til dæmis helmingshlut í bankanum gæti lagað lánshæfismat ríkisins og þar með lækkað fjármagnskostnað hins opinbera. En það væri líka mjög gott að fá fyrirtæki eins og Landsvirkjun og megnið af sjávarútvegsgeiranum á markað. Það eru þó þættir í ytra umhverfinu sem trufla það. Pólitísk andstaða og óvissa um stöðu sjávarútvegsins. Auk þess gerir auðlegðarskatturinn það að verkum að ekki er mjög hagstætt að fá markaðsvirði á eignir í dag. Í því lokaða kerfi sem við erum í er þessi staða ekki á bætandi." Staðan varðandi mögulega skráningu ofangreindra fyrirtækja hefur verið sú sama um nokkurra ára skeið. Spurður hvort hann sjái einhverjar breytingar í farvatninu segir Páll engin ákveðin merki benda til þess. „Þetta gengur ekki nógu hratt. Ég held að það sé nóg af fjárfestingarmöguleikum hérna en við hleypum einfaldlega ekki fjármagninu að þeim kostum sem eru mest aðlaðandi." Virði þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöllina hefur hækkað mikið á undanförnum mánuðum. Margir vilja kenna gjaldeyrishöftunum, og takmörkuðum fjárfestingarmöguleikum vegna þeirra, um það. Páll telur hins vegar að fjárfestar muni ekki hætta að verðleggja fjárfestingarkosti sína skynsamlega. „Ef þeir beita almennri skynsemi og varúð þá er ekkert sem segir að einhver stórkostleg bóla myndist, en auðvitað eykur þetta ástand hættuna á því."
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira