Gamanleikkonan Kristen Wiig mun fara með hlutverk ungrar Lucille Bluth í nýrri þáttaröð Arrested Development. Gamanleikarinn Seth Rogen mun einnig fara með hlutverk í þáttunum. Enn er óvíst hvaða persónu hann mun leika.
Gamanþættirnir hafa notið mikilla vinsælda allt frá því þeir voru frumsýndir á Fox-sjónvarpsstöðinni árið 2003. Tökur á þáttaröðinni hófust í ágúst í fyrra og er ætlunin að frumsýna alla fjórtán þætti í einu á Netflix í maí á þessu ári. Þættirnir verða þá aðgengilegir í Bandaríkjunum og Kanada. Aðrir leikarar sem munu koma fram í þáttunum eru Terry Crews, Conan O'Brien, John Slattery og Isla Fisher.
