Sykursýki í hundum og köttum algengari Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. febrúar 2013 07:00 Sykursýki í köttum og hundum er orðin frekar algeng, að sögn Lísu Bjarnadóttur dýralæknis.Nordicphotos/getty Tíðni sykursýki hjá köttum og hundum hefur aukist á undanförnum árum. Þó nokkur fjöldi dýra er á insúlíni. Lífsstíllinn er í sumum tilfellum ástæðan fyrir sykursýkinni, að sögn Lísu Bjarnadóttur, dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ég er búin að vera dýralæknir í þrettán ár. Þegar ég byrjaði þekktist þetta varla. Nú sjáum við að þetta er orðið frekar algengt," greinir Lísa frá. Hún getur þess að sum þessara dýra, þá sérstaklega kettir, séu með áunna sykursýki. Þá dugi að setja þá á insúlín og sérstakt fæði í ákveðinn tíma. „Það er einn og einn svoleiðis en sem betur fer er fólk meðvitað um að passa holdafarið á þeim." Lísa segir fóðrið misjafnt eftir tegundum. „Betri tegundirnar eru nú þannig að þær eru sérsniðnar að þörfum katta og hunda og það er mikið lagt í rannsóknarvinnu í sambandi við það." Sumum hundategundum er hættara við að fá sykursýki en öðrum. „Þetta eru erfðafræðilegir þættir en kannski spilar fæðið einhverja rullu í því. Það er ekki hægt að fullyrða um slíkt í köttum." Ef dýrin reynast vera með sykursýki eru þau sett á insúlín og fá þá daglega meðhöndlun. „Það er til sérstök tegund af insúlíni fyrir dýr en hún hentar ekki öllum. Við erum líka með dýr á mannainsúlíni. Það þarf að sprauta dýrin daglega og fólk er bundið yfir þessu. Ef vel á að vera þarf að mæla reglulega sykurmagnið í blóðinu til að kanna hvort sprautu sé þörf. Samtímis þarf að gæta þess að dýrin borði. Þetta er eins og að annast langveikt barn." Í samantekt sænska tryggingafélagsins Agria Djurförsäkringar kemur fram að fjöldi katta í Svíþjóð sem fær sykursýki hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum. Í sænskum fjölmiðlum er haft eftir dýralækninum Emmu Strage að kettir hreyfi sig ekki nógu mikið og fái rangt fóður. Algengt er í Svíþjóð að kettir séu eingöngu hafðir innandyra. Lísa segir að engar tölur séu til yfir fjölgun sykursjúkra dýra á Íslandi en aukningin sé greinileg. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Tíðni sykursýki hjá köttum og hundum hefur aukist á undanförnum árum. Þó nokkur fjöldi dýra er á insúlíni. Lífsstíllinn er í sumum tilfellum ástæðan fyrir sykursýkinni, að sögn Lísu Bjarnadóttur, dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ég er búin að vera dýralæknir í þrettán ár. Þegar ég byrjaði þekktist þetta varla. Nú sjáum við að þetta er orðið frekar algengt," greinir Lísa frá. Hún getur þess að sum þessara dýra, þá sérstaklega kettir, séu með áunna sykursýki. Þá dugi að setja þá á insúlín og sérstakt fæði í ákveðinn tíma. „Það er einn og einn svoleiðis en sem betur fer er fólk meðvitað um að passa holdafarið á þeim." Lísa segir fóðrið misjafnt eftir tegundum. „Betri tegundirnar eru nú þannig að þær eru sérsniðnar að þörfum katta og hunda og það er mikið lagt í rannsóknarvinnu í sambandi við það." Sumum hundategundum er hættara við að fá sykursýki en öðrum. „Þetta eru erfðafræðilegir þættir en kannski spilar fæðið einhverja rullu í því. Það er ekki hægt að fullyrða um slíkt í köttum." Ef dýrin reynast vera með sykursýki eru þau sett á insúlín og fá þá daglega meðhöndlun. „Það er til sérstök tegund af insúlíni fyrir dýr en hún hentar ekki öllum. Við erum líka með dýr á mannainsúlíni. Það þarf að sprauta dýrin daglega og fólk er bundið yfir þessu. Ef vel á að vera þarf að mæla reglulega sykurmagnið í blóðinu til að kanna hvort sprautu sé þörf. Samtímis þarf að gæta þess að dýrin borði. Þetta er eins og að annast langveikt barn." Í samantekt sænska tryggingafélagsins Agria Djurförsäkringar kemur fram að fjöldi katta í Svíþjóð sem fær sykursýki hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum. Í sænskum fjölmiðlum er haft eftir dýralækninum Emmu Strage að kettir hreyfi sig ekki nógu mikið og fái rangt fóður. Algengt er í Svíþjóð að kettir séu eingöngu hafðir innandyra. Lísa segir að engar tölur séu til yfir fjölgun sykursjúkra dýra á Íslandi en aukningin sé greinileg.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira