Kerfisbundinn misskilningur Gylfa Magnússonar Heiðar Már Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Síðan Gylfi Magnússon dósent steig inn í stjórnmálin hefur hann sagt og gert ýmislegt sem orkar tvímælis. Með því að lesa greinar og tilvitnanir í þennan fyrrverandi ráðherra viðskipta- og efnahagsmála kemur í ljós að í mati hans á skuldum og byrði þeirra hefur hann kerfisbundið rangt fyrir sér. Um IceSave Gylfi hélt því fram í júní 2009, eftir að svokallaðir Svavarssamningar höfðu komið fram, að Ísland yrði „Kúba norðursins" ef samningar yrðu ekki undirritaðir. Hann sagði að Íslendingar myndu mála sig út í horn og aldrei fá lán alþjóðlega nema gengið yrði frá samningi, þá og þegar. Síðan þess hefur ríkissjóður sótt sér lán alþjóðlega, fyrst einn milljarð dollara árið 2011 og aftur sömu fjárhæð árið 2012, þrátt fyrir að IceSave væri enn ófrágengið. Eins hefur komið í ljós, eins og haldið var fram strax árið 2009, að kröfur Breta og Hollendinga voru án lagastoðar og að samningurinn sem Gylfi vildi samþykkja hefði væntanlega valdið greiðslufalli ríkisins. Um SpKef og Byr Í apríl 2010 er haft eftir Gylfa: „Ef ríkið leggur þessum sparisjóðum til enn meira fé, og þá eru menn frekar að horfa til Sparisjóðsins í Keflavík, yrði það eiginfjárframlag sem ríkið ætti og gæti selt, þannig að það væri ekki tapað fé. Við teljum að það muni ekki reyna á útgjöld ríkisins vegna innistæðutrygginga þannig að þetta er bara spurning um að leggja til eigið fé í upphafi og fá það aftur síðar." Ríkið endar svo á því að tapa á þessum tveimur aðgerðum um 50 milljörðum króna. Um Landsbanka Íslands Gylfi Magnússon hafði það verk með höndum að endurreisa Landsbankann sem ríkisbanka. Í þeim samningum við erlenda lánardrottna var ákveðið að endurgreiðslur til þeirra myndu hefjast árið 2011 af miklum krafti, enda væri þá kominn góður aðgangur að lánamörkuðum hjá bankanum. Eins ákvað Gylfi að taka ekki sérstaklega út þá áhættu sem var af gengsibundnum lánum bankans, heldur lét ríkið taka það eignasafn yfir, sem síðan rýrnaði stórkostlega þegar dómar féllu um ólögmæti lánanna. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa fengið lögfræðiálit sent úr Seðlabankanum, unnið af Lex, um ólögmæti lánanna. Þegar Hæstiréttur dæmdi gengislánin ólögmæt í júní 2010 sagði Gylfi að það væri „Óásættanlegt að hluti Íslendinga fái lán á vildarkjörum". Kostnaðurinn féll að fullu á kröfuhafa gömlu bankanna, nema í tilfelli Landsbankans þar sem Gylfi hafði látið ríkið taka yfir lánin. Síðast er það að frétta af Landsbankanum að æðsta yfirvald peningamála á Íslandi, Seðlabanki Íslands, lýsti áhyggjum í riti sínu um fjármálastöðugleika sem kom út í október 2012 að bankinn gæti greitt af erlendu skuldabréfi sínu við gamla Landsbankann og áhrif þeirra greiðslna á gengi íslensku krónunnar. Landsbankinn hefði ekki þann gjaldeyri sem þyrfti til að standa skil á lánum sínum og það hlýtur að vekja spurningar um gjaldfærni þjóðarbankans. Slíkur dómur um fjármálafyrirtæki hefur ekki sést áður hér á landi og furðulegt að FME og stjórn bankans skuli ekki bregðast við honum. Um Orkuveitu Reykjavíkur Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu. Þetta viðmót Gylfa hefur það í för með sér að búið er að hækka gjöld til almennings gríðarlega á síðustu árum og kjör allra landsmanna þurfa að líða fyrir ósjálfbæra gjaldeyrissöfnun OR á markaði, sem lækkar gengi krónunnar og eykur verðbólgu landsins. Rit Seðlabanka Íslands, um fjármálastöðugleika frá því í október, fer sérstaklega yfir ósjálfbæra skuldastöðu OR. Um erlenda skuldastöðu Þriðjudaginn 5. febrúar 2013 ræddi Gylfi Magnússon um erlenda skuldastöðu þjóðarinnar í viðtali við RÚV: „Hún er að vísu neikvæð en hún er litlu verri núna en hún var fyrir rúmum áratug." Og bætti svo við: „Við erum í þeirri stöðu að við gætum líklega, miðað við þann afgang sem hefur verið á viðskiptajöfnuði undanfarin ár og hagvöxt, þá gætum við greitt þetta upp á innan við 20 árum." Þessu hélt Gylfi líka fram í apríl 2011 þegar hann var að hvetja landsmenn til að segja já við IceSave. Þessar fullyrðingar Gylfa standast enga skoðun. Fyrir það fyrsta er skuldastaða þjóðarinnar við útlönd um 1600 milljarðar króna, eða um 100% af þjóðarframleiðslu eða meira en helmingi verri en dósentinn heldur fram. Eins er ekki afgangur af viðskiptum við útlönd, heldur halli. Gylfi hefur á þessu falska mati sínu haldið því fram að nauðasamninga við föllnu bankanna eigi að klára, en stórslysi var forðað síðasta haust þegar komið var í veg fyrir undirritun þeirra. Mál að linni Eftir hrun gjaldmiðilsins og bankanna höfðu sumir á orði að þátttaka háskólamanna hefði ekki verið næg í að halda hinu rétta til haga. Þau mál sem rakin eru hér að ofan þurfa ekki endilega að afsanna þá kenningu. En þau sýna það að mat Gylfa Magnússonar er ekkert til að byggja á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan Gylfi Magnússon dósent steig inn í stjórnmálin hefur hann sagt og gert ýmislegt sem orkar tvímælis. Með því að lesa greinar og tilvitnanir í þennan fyrrverandi ráðherra viðskipta- og efnahagsmála kemur í ljós að í mati hans á skuldum og byrði þeirra hefur hann kerfisbundið rangt fyrir sér. Um IceSave Gylfi hélt því fram í júní 2009, eftir að svokallaðir Svavarssamningar höfðu komið fram, að Ísland yrði „Kúba norðursins" ef samningar yrðu ekki undirritaðir. Hann sagði að Íslendingar myndu mála sig út í horn og aldrei fá lán alþjóðlega nema gengið yrði frá samningi, þá og þegar. Síðan þess hefur ríkissjóður sótt sér lán alþjóðlega, fyrst einn milljarð dollara árið 2011 og aftur sömu fjárhæð árið 2012, þrátt fyrir að IceSave væri enn ófrágengið. Eins hefur komið í ljós, eins og haldið var fram strax árið 2009, að kröfur Breta og Hollendinga voru án lagastoðar og að samningurinn sem Gylfi vildi samþykkja hefði væntanlega valdið greiðslufalli ríkisins. Um SpKef og Byr Í apríl 2010 er haft eftir Gylfa: „Ef ríkið leggur þessum sparisjóðum til enn meira fé, og þá eru menn frekar að horfa til Sparisjóðsins í Keflavík, yrði það eiginfjárframlag sem ríkið ætti og gæti selt, þannig að það væri ekki tapað fé. Við teljum að það muni ekki reyna á útgjöld ríkisins vegna innistæðutrygginga þannig að þetta er bara spurning um að leggja til eigið fé í upphafi og fá það aftur síðar." Ríkið endar svo á því að tapa á þessum tveimur aðgerðum um 50 milljörðum króna. Um Landsbanka Íslands Gylfi Magnússon hafði það verk með höndum að endurreisa Landsbankann sem ríkisbanka. Í þeim samningum við erlenda lánardrottna var ákveðið að endurgreiðslur til þeirra myndu hefjast árið 2011 af miklum krafti, enda væri þá kominn góður aðgangur að lánamörkuðum hjá bankanum. Eins ákvað Gylfi að taka ekki sérstaklega út þá áhættu sem var af gengsibundnum lánum bankans, heldur lét ríkið taka það eignasafn yfir, sem síðan rýrnaði stórkostlega þegar dómar féllu um ólögmæti lánanna. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa fengið lögfræðiálit sent úr Seðlabankanum, unnið af Lex, um ólögmæti lánanna. Þegar Hæstiréttur dæmdi gengislánin ólögmæt í júní 2010 sagði Gylfi að það væri „Óásættanlegt að hluti Íslendinga fái lán á vildarkjörum". Kostnaðurinn féll að fullu á kröfuhafa gömlu bankanna, nema í tilfelli Landsbankans þar sem Gylfi hafði látið ríkið taka yfir lánin. Síðast er það að frétta af Landsbankanum að æðsta yfirvald peningamála á Íslandi, Seðlabanki Íslands, lýsti áhyggjum í riti sínu um fjármálastöðugleika sem kom út í október 2012 að bankinn gæti greitt af erlendu skuldabréfi sínu við gamla Landsbankann og áhrif þeirra greiðslna á gengi íslensku krónunnar. Landsbankinn hefði ekki þann gjaldeyri sem þyrfti til að standa skil á lánum sínum og það hlýtur að vekja spurningar um gjaldfærni þjóðarbankans. Slíkur dómur um fjármálafyrirtæki hefur ekki sést áður hér á landi og furðulegt að FME og stjórn bankans skuli ekki bregðast við honum. Um Orkuveitu Reykjavíkur Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu. Þetta viðmót Gylfa hefur það í för með sér að búið er að hækka gjöld til almennings gríðarlega á síðustu árum og kjör allra landsmanna þurfa að líða fyrir ósjálfbæra gjaldeyrissöfnun OR á markaði, sem lækkar gengi krónunnar og eykur verðbólgu landsins. Rit Seðlabanka Íslands, um fjármálastöðugleika frá því í október, fer sérstaklega yfir ósjálfbæra skuldastöðu OR. Um erlenda skuldastöðu Þriðjudaginn 5. febrúar 2013 ræddi Gylfi Magnússon um erlenda skuldastöðu þjóðarinnar í viðtali við RÚV: „Hún er að vísu neikvæð en hún er litlu verri núna en hún var fyrir rúmum áratug." Og bætti svo við: „Við erum í þeirri stöðu að við gætum líklega, miðað við þann afgang sem hefur verið á viðskiptajöfnuði undanfarin ár og hagvöxt, þá gætum við greitt þetta upp á innan við 20 árum." Þessu hélt Gylfi líka fram í apríl 2011 þegar hann var að hvetja landsmenn til að segja já við IceSave. Þessar fullyrðingar Gylfa standast enga skoðun. Fyrir það fyrsta er skuldastaða þjóðarinnar við útlönd um 1600 milljarðar króna, eða um 100% af þjóðarframleiðslu eða meira en helmingi verri en dósentinn heldur fram. Eins er ekki afgangur af viðskiptum við útlönd, heldur halli. Gylfi hefur á þessu falska mati sínu haldið því fram að nauðasamninga við föllnu bankanna eigi að klára, en stórslysi var forðað síðasta haust þegar komið var í veg fyrir undirritun þeirra. Mál að linni Eftir hrun gjaldmiðilsins og bankanna höfðu sumir á orði að þátttaka háskólamanna hefði ekki verið næg í að halda hinu rétta til haga. Þau mál sem rakin eru hér að ofan þurfa ekki endilega að afsanna þá kenningu. En þau sýna það að mat Gylfa Magnússonar er ekkert til að byggja á.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun