Lífið

Eyþór tryllti lýðinn í gamla grunnskólanum

Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Mynd/Vilhelm
Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Mynd/Vilhelm
"Krakkarnir öskruðu þvílíkt þegar Eyþór gekk inn í salinn og ég veit ekki hvert þau ætluðu þegar hann tók lagið en þau kunnu að sjálfsögðu öll að syngja með Ég á líf," segir Valgeir Magnússon, umboðsmaður Eyþórs Inga Gunnlaugssonar, Eurovisionfara.

Sænska ríkissjónvarpið var statt hér á landi fyrir helgi og fylgdi Eyþóri Inga eftir í tvo daga. Tilgangur heimsóknarinnar var að taka upp efni til að nota í 40 sekúndna langa kynningu sem verður sýnd áður en Eyþór stígur á Eurovisionsviðið í Malmö 16. maí næstkomandi. Bróðurparti föstudagsins varði hópurinn á heimaslóðum Eyþórs á Dalvík þar sem þeir fylgdu honum út á sjó, í hesthúsið og loks í barnaskólann á Dalvík þar sem hann sótti sjálfur nám á sínum yngri árum. Nemendur skólans tóku Eyþóri vel og nýttu tækifærið til að fá eiginhandaráritanir í leiðinni.

Á miðnætti á föstudaginn mættu Eyþór og sænska föruneytið svo á Enska barinn í Austurstræti þar sem kappinn tók nokkur vel valin lög við gríðargóðar undirtektir viðstaddra. Barinn var stappaður af fólki og vel tekið undir í söng og dansi. Allt ætlaði svo um koll að keyra þegar Eyþór tók Eurovision-framlagið sjálft, Ég á líf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.