Geiri.net snýr aftur Sara McMahon skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Ásgeir Freyr Kristinsson sá um vefsíðuna geiri.net hér á árum áður. Hann myndaði fólk á næturlífinu í byrjun aldarinnar og nú eru þær myndir komnar inn á Facebook við misjafnar móttökur. mynd/Rán Bjargardóttir „Þessi Facebook-síða hefur verið til heillengi en fáir tekið eftir henni. Ég kíkti á hana um daginn og hugsaði með mér hvort það væri ekki sniðugt að setja myndirnar þarna inn,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson. Ásgeir var iðinn við að mynda næturlífið í Reykjavík á árunum 2001 til 2003 og birti afraksturinn á vefsíðunum Geiri.net og Núlleinn.is. Nú hafa myndirnar öðlast nýtt líf á Facebook við misjafnar undirtektir myndefnanna. Sumarið 2001 hóf Ásgeir að mynda fólk á næturlífinu með stafrænni upptökuvél og setti afraksturinn á vefsíðuna Geiri.net. Síðan vakti mikla lukku meðal ungs fólks og í kjölfarið hóf Ásgeir einnig að mynda fyrir vefsíðuna Núlleinn.is. „Ég var meira og minna á djamminu allar helgar í eitt og hálft ár og fékk svo endanlega nóg í byrjun árs 2003. Áhugi fólks á djammmyndum hafði líka fjarað út um það leyti þannig að síðan lagðist af,“ útskýrir Ásgeir. Hann kveðst eiga um fimmtán þúsund ljósmyndir frá skemmtanalífinu í Reykjavík á þessum tíma og er það tímafrek iðja að hlaða þeim öllum inn á Facebook. „Ég setti inn myndir frá júní og júlí árið 2001 í byrjun vikunnar. Allt miðvikudagskvöldið fór í að setja inn seinni hlutann af júlímyndunum. Hver mánuður telur örugglega um 500 til 800 myndir. Þetta er vissulega tímafrekt en ég geri þetta bara í rólegheitunum þegar ég á lausa stund.“ Spurður út í viðbrögð fólks við myndunum segir hann þær fara misvel í mannskapinn, margir hafi gaman af en aðrir hafa óskað eftir því að myndirnar séu fjarlægðar. „Ég skil að margir séu kannski komnir með börn eða í þannig vinnu að það þyki óæskilegt að birta svona myndir á Facebook og þá fjarlægi ég þær um leið,“ segir Ásgeir, sem í dag er kvæntur og starfar sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. „Það má segja að ljósmyndunin hafi verið upphafið að starfsferlinum,“ segir hann að lokum. Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
„Þessi Facebook-síða hefur verið til heillengi en fáir tekið eftir henni. Ég kíkti á hana um daginn og hugsaði með mér hvort það væri ekki sniðugt að setja myndirnar þarna inn,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson. Ásgeir var iðinn við að mynda næturlífið í Reykjavík á árunum 2001 til 2003 og birti afraksturinn á vefsíðunum Geiri.net og Núlleinn.is. Nú hafa myndirnar öðlast nýtt líf á Facebook við misjafnar undirtektir myndefnanna. Sumarið 2001 hóf Ásgeir að mynda fólk á næturlífinu með stafrænni upptökuvél og setti afraksturinn á vefsíðuna Geiri.net. Síðan vakti mikla lukku meðal ungs fólks og í kjölfarið hóf Ásgeir einnig að mynda fyrir vefsíðuna Núlleinn.is. „Ég var meira og minna á djamminu allar helgar í eitt og hálft ár og fékk svo endanlega nóg í byrjun árs 2003. Áhugi fólks á djammmyndum hafði líka fjarað út um það leyti þannig að síðan lagðist af,“ útskýrir Ásgeir. Hann kveðst eiga um fimmtán þúsund ljósmyndir frá skemmtanalífinu í Reykjavík á þessum tíma og er það tímafrek iðja að hlaða þeim öllum inn á Facebook. „Ég setti inn myndir frá júní og júlí árið 2001 í byrjun vikunnar. Allt miðvikudagskvöldið fór í að setja inn seinni hlutann af júlímyndunum. Hver mánuður telur örugglega um 500 til 800 myndir. Þetta er vissulega tímafrekt en ég geri þetta bara í rólegheitunum þegar ég á lausa stund.“ Spurður út í viðbrögð fólks við myndunum segir hann þær fara misvel í mannskapinn, margir hafi gaman af en aðrir hafa óskað eftir því að myndirnar séu fjarlægðar. „Ég skil að margir séu kannski komnir með börn eða í þannig vinnu að það þyki óæskilegt að birta svona myndir á Facebook og þá fjarlægi ég þær um leið,“ segir Ásgeir, sem í dag er kvæntur og starfar sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. „Það má segja að ljósmyndunin hafi verið upphafið að starfsferlinum,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira